Feykir


Feykir - 14.06.2017, Blaðsíða 4

Feykir - 14.06.2017, Blaðsíða 4
2. deild : Fyrsti sigur Stólanna Ragnar Þór með þrennu Tindastólsmenn gerðu góða ferð á Egilsstaði sl. laugardag þar sem þeir mættu liði Hattar í sjöttu umferð 2. deildar. Stólarnir höfðu enn ekki unnið leik í deildinni, reyndar verið fjári óheppnir, en lið Hattar hafði unnið einn leik, gert þrjú jafntefli og tapað einum áður en Stólarnir komu í heimsókn. Gestirnir gerðu sér lítið fyrir og stungu af með öll stigin en Ragnar Þór Gunnarsson gerði öll mörk Tindastóls í 1-3 sigri. Lið Tindastóls hafði gert jafntefli í fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni en tapaði síðan þremur í röð, þar af tveimur á lokamínútum leikjanna. Það var því kominn tími til að boltinn skoppaði fyrir okkar menn. Leikurinn fór þó ekki vel af stað fyrir Króksarana því Petar Mudresa kom heimamönnum yfir á 10. mínútu. Ragnar Þór jafnaði síðan metin í uppbótartíma fyrri hálfleiks og liðin því með sitt markið hvort í hálfleik. Tindastólsmenn komust síðan yfir á 81. mínútu leiksins og Ragnar bætti við þriðja marki sínu sex mínútum síðar og grjótharður 1-3 sigur þar með staðreynd. Mikilvægur sigur og Stól- arnir klóruðu sig úr fallsæti. Næst mæta strákarnir liði Vestra frá Ísafirði sem er í öðru sæti deildarinnar og hafa á að skipa sterkum hópi. Leikurinn fer fram á Króknum á sjálfan þjóðhátíðardaginn og hefst kl. 14:00. /ÓAB 4. deild karla D riðill Feðgar í baráttunni Strákarnir í Drangey heim- sóttu Mídas á Víkingsvöll sl. sunnudag en þurftu að láta í minni pokann þar sem Mídaspiltar skoruðu þrjú mörk gegn einu okkar manna. Óskar Þór Jónsson kom heimamönnum yfir strax á 2. mínútu og tveimur mínútu síðar jók Sigurjón Björn Grétarsson muninn í 2-0. Það var ekki fyrr en í uppbótar- tíma fyrri hálfleiks sem Ágúst Friðjónsson setti mark fyrir Drangey en þrátt fyrir ágætan leik komust Drangeyingar ekki nær. Það voru hins vegar Mídasmenn sem juku mun- inn enn frekar þegar Þór Steinar Ólafsson skoraði á 4. mínútu uppbótartíma leiksins og lokatölur 3-1. Það er ekki á hverjum degi sem feðgar spila saman í liði í Íslandsmóti en það gerðu þeir Jóhann Daði og Gísli Sig- urðsson hinn margreyndi markvörður Stólanna á síð- ustu öld. Samkvæmt skráðu leikjaferli KSÍ lék Gísli síðast fyrir Tindastól í 1. deild gegn Þór þann 24.08.2001 en það ár spilaði hann fjóra leiki. Að sögn Jóhanns Daða stóð pabbi gamli sig vel í leiknum enda var hann með nokkrar góðar markvörslur. En hvernig skyldi það vera að leika með pabba sínum? „Það er bara ótrúlega gaman. Gaman að sjá svipinn á leik- mönnum í Mídas þegar maður sagði: -Vel gert pabbi!“ Leikurinn var mjög góður, að mati Jóhanns. „Þeir byrj- uðu betur en svo tókum við yfirhöndina í leiknum en náðum því miður ekki að setja fleiri mörk þrátt fyrir nokkuð góð færi til þess.“ /PF Gísli og Jóhann Daði kátir í leikslok MYND: ÚR EINKASAFNI. Norðurlandamót unglinga U23 Ísak Óli með silfur Skagfirðingurinn Ísak Óli Traustason vann til silfurverð- launa í tugþraut á Norður- landamóti unglinga U23 í fjölþrautum sem fram fór í Kuortane í Finnlandi um helg- ina. Fimm íslenskir keppendur voru þátttakendur í mótinu. Að loknum fyrri deginum voru tveir Íslendingar, og jafnframt Skagfirðingar, í tveimur efstu sætunum í tugþraut, þeir Tristan Freyr Jónsson úr ÍR sem var á toppnum og Ísak Óli úr UMSS sem fylgdi fast á eftir honum. Tristan Freyr þurfti að hætta keppni en Ísak Óli, sem keppti í flokki 20-22 ára karla, stóð sig frábærlega í þrautinni og var heildarstigafjöldi hans 6.397 stig. Til hamingju með árang- urinn Ísak Óli. /FE Ísak Óli með silfrið. MYND: FRÍ ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.isF Arnar Geir kom, sá og sigraði Minningarmót um Friðrik J. Friðriksson Opna minningarmót Friðriks J. Friðrikssonar læknis á Sauðárkróki var haldið á Hlíðarendavelli laugardaginn 10. júní sl. Keppnisfyrirkomu- lagið var höggleikur með forgjöf í einum opnum flokki og komu keppendur víðsvegar að af landinu. Á heimasíðu Golfklúbbs Sauðárkróks segir að keppnin hafi farið fram í ljómandi góðu veðri á frábærum Hlíðarendavelli sem skartaði sínu fegursta. Veitt voru verðlaun fyrir sex efstu sætin og einnig voru veitt nándarverðlaun fyrir að vera næst holu á 6/15 holu eftir upphafshögg og einnig næst holu á 9/18 í öðru höggi. Arnar Geir Hjartarson var sigurvegari dagsins en hann sigraði í mótinu sjálfu og fór einnig heim með bæði nándarverðlaunin. Þeir sem unnu til verðlauna voru þessi: 1. Arnar Geir Hjartarson GSS 70 2. Jón Jóhannsson GÓS 71 3. Árný Lilja Árnadóttir GSS 71 4. Hjörtur Geirmundsson GSS 72 5. Sigríður Elín Þórðardóttir GSS 74 6. Bergur Rúnar Björnsson GFB 75 Heildarúrslit mótsins er að finna á www.golf.is. /PF Verðlaunahafar mótsins: Sigríður Elín, Árný Lilja, Bergur Rúnar, Jón Jóhannsson, Arnar Geir og Hjörtur Geirmundsson. MYND: GSS 1. deild kvenna Tap gegn Þrótti Stelpurnar í Tindastól þurftu að sætta sig við enn eitt tapið í 1. deildinni sl. föstudag er þær heimsóttu Þrótt Reykjavík. Fyrsta og eina mark leiksins kom á 71. mínútu þegar Micha- ela Mansfield setti boltann í net Stólanna. Tindastóll situr á botni deildarinnar þegar fimm um- ferðir eru búnar en ætla sér klárlega að sækja stig á morgun en þá kemur Víkingur úr Ólafsvík í heimsókn. Víkingur er sæti ofar en Tindastóll með eitt stig. /PF 4. deild karla C riðill Á toppnum þrátt fyrir tap Kormákur/Hvöt laut í gervigras í Kórnum sl. sunnudag er þeir heimsóttu Ými í Kópavoginn. Það byrjaði þó ágætlega hjá norðanmönnum því þeir komust yfir eftir að Sigurður Bjarni Aadnegard skoraði úr víti á 23. mínútu. Það var Birkir Örn Arnarsson markvörður Ýmis sem gerði sig sekan um að fella Hlyn Rafn Rafnsson innan vítateigs. En það var hetja Ýmismanna, Samúel Arnar Kjartansson sem sá um að stigin þrjú fóru ekki yfir heiðar með því að skora tvennu, fyrst á 57. mínútu og svo þeirri 86. Lokatölur 2-1. Þrátt fyrir tap situr Kormákur/Hvöt á toppi deildarinnar með 9 stig, jafnmörg og Ýmir og Léttir. /PF Hafðu samband! Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is 4 23/2017

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.