Feykir


Feykir - 14.06.2017, Blaðsíða 8

Feykir - 14.06.2017, Blaðsíða 8
 Heilir og sælir lesendur góðir. Minnir að það hafi veri hið magnaða skáld í Kanada, Káinn, sem orti svo á sínum efri árum. Fækka sporin, kemur kvöld kuldi sólarlagsins, hefi ég borið hálfa öld hita og þunga dagsins. Lífsins hrekkja laumuspil lamar frið í hjarta, hefi ég ekki hingað til haft þann sið að kvarta. Minnir að það hafi verið í kringum 1977 sem Kanadamaðurinn Björn Jónsson í Álftá, sem var magnaður hagyrðingur þar vestra, stærði sig af því að hafa ort þokkalega vísu um skagfirska mánann. Mátti það til sannsvegar færa því sjaldan sér maður aðra eins orðgnótt í einni vísu. Fælinn reikar flátt með styggð fólin keikilegur, föla kveikir silfursigð seggur feikilegur. Sigurður Baldursson í Lundarbrekku í Bárðardal er einn af mörgum ágætum hagyrðingum. Minnir að hann hafi um 1977 látið í ljósi álit sitt á atómkveðskaparruglinu með eftirfarandi vísum: Finnst þar ekki fögur list fellur brátt úr minni. Orð á stangli eru hrist aldrei kæta sinni. Engin ljóðsins styrk er stoð stemmir ekki þetta, að kalla svona klaufa hnoð kveðskapinn þann rétta. Í hann vantar andans lím allt svo tilgang hafi, eyðilegt þið eigið rím og enga höfuðstafi. Þegar vorið nálgast verður þessi vísa til hjá Sigurði: Sólin um gluggann gægist inn gengur seint til náða. Sunnanvindurinn vermir kinn vekur menn til dáða. Margir þeir sem eldri eru og hafa verið unnendur vísnamála kannast eflaust við hinn snjalla hagyrðing Karl Friðriksson, vegaverkstjóra og brúarsmið. Eftir hann er næsta vísa sem ég held að hafi verið ort vorið 1935. Blíðkast haf og blána fjöll byggir móinn lóa. Inni í sál og út um völl allt er að byrja að gróa. Á fallegu sumarkvöldi mun Karl hafa ort þessa: Vísnaþáttur 690 Yrðu færri mannameinminna skuggans veldiværi sálin heið og hrein sem himinn á svona kveldi. Lengi hefur undirritaður verið hrifinn af þessari mögnuðu hringhendu Karls: Heims af yndi ýms um stig æðsta blindast þráin. Af því syndin á við mig eins og lind við stráin. Að lokum þessi ágæta hringhenda frá Karli: Þegar aldan undir rær ýfir kaldan strauminn, góðra valda geislablær gef mér hald í tauminn. Eitt af góðum guðsgjöfum er þessi blessuð vornæturbirta sem nú ríkir. Sigurður Óskarsson, áður bóndi í Krossanesi í Skagafirði, mat mikils þá sendingu til okkar jarðarbarna er hann orti svo: Ég sef ekki seinnipart nætur ef sólin á himninum skín. Guð ekki gleyma sér lætur og gleðina sendir til mín. Þekkt var hér áður fyrr af sveitungum Sigga að hann hafði gaman af því að fara á traktornum til að versla hinar ýmsu nauðsynjar á þann verslunarstað sem hann vildi alltaf láta kalla Varmahlíð. Einhverju sinni í slíkri kaupstaðarferð voru honum sögð mikil tíðindi vegna nýrra íbúðarhúsabygginga á staðnum. Vel fannst Sigga hægt að grínast við þá er þar stóðu fyrir framkvæmdum og af því tilefni varð eftirfarandi vísa til. Hverfið byggt af köppum var hver einn má því trúa. Höfuðbólin helstu þar Hunda- og Mánaþúfa. Í tilefni af 70 ára afmæli hins virta fræðimanns, Friðriks Margeirssonar á Sauðárkróki, orti Siggi. Leiti ég fróðleiks fanga framtíðar bjartari sýn, mun ég þá glaður ganga götuna heim til þín. Vini sínum Páli Sigurðssyni, sem bæði var kenndur við Varmahlíð og Fornahvamm, sendi Siggi þessar fallegu vísur er hann var 70 ára. Þó hausti að og halli degi horfin gleðimál, þeystu enn um víða vegi velríðandi – skál. Heiðursmanninn hylla ber höldar það um lesi. Sína kveðju sendir þér Siggi í Krossanesi. Veriði þar með sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) palli@feykir.is 30 ára Úrtaka fyrir HM í hestaíþróttum Finnbogi kominn í landsliðið Skagfirðingurinn Finnbogi Bjarnason tryggði sér sæti í landsliðinu í hestaíþróttum eftir úrtökumót landsliðs- nefndar og Spretts um liðna helgi. Fjórir aðrir tryggðu sig inn í liðið á mótinu samkvæmt sérstökum reglum eða lykli að vali sem landsliðsnefnd LH gefur út hverju sinni en fjórir heimsmeistarar frá HM2015 munu fá að verja titil sinn. HM fer fram í Oirschot í Hollandi í ágúst. Finnbogi og Randalín frá Efri-Rauðalæk voru vel stemmd á úrtökumótinu hjá Spretti og stóðu efst í tölti T1 í ung- mennaflokki í forkeppninni. Stigahæsti töltari í úrtöku, að meðaltali úr báðum umferðum tryggir sér sæti í landsliðinu líkt og Finnbogi og Randalín gerðu. Aðspurður segist Finnbogi ekki hafa átt von á því að kom- ast í landsliðið þar sem mikil samkeppni er um landsliðssæti. „En auðvitað var stefnan alltaf sett á það og þess vegna fór maður af stað í þessa úrtöku. Ég hef verið að undirbúa mig fyrir þetta síðastliðið ár með tvo hesta í huga annars vegar Dyn frá Dalsmynni og hins vegar Randalín frá Efri - Rauðalæk sem á endanum reyndist sterk- ari,“ segir Finnbogi. Randalín er 11 vetra gömul og reynd keppnishryssa með einstaka getu á tölti og æðislegt geðslag. Finnbogi segir hennar helsta kost vera þann að hún sé alltaf tilbúin að vinna með manni og hægt sé að treysta fyrir hverjum sem er. Að sögn Finnboga var keppnin mjög mikil, margir góðir hestar og knapar sem komu fram og litlu mátti muna og þá sérstaklega í fyrri um- ferðinni en það eru tvær umferðir sem telja. En hvað gerði útslagið? „Það voru gerðar vissar áherslu- breytingar fyrir seinni umferð sem gerðu gæfumuninn þar sem einkunnin í fyrri umferð var 7,00 og í seinni umferð 7,33.“ /PF Finnbogi og Randalín á úrtökumóti fyrir HM. MYND: UNNUR ÓLÖF Gott ástand afrétta Upprekstur hafinn Fjallskilanefnd Víðdælinga fór ásamt ráðunaut að kanna ástand gróðurs Víðidalstunguheiði þann 6. júní sl. Ákveðið var að leyfa upprekstur sauðfjár í löndin milli girðinga að austan, í Krók og á Tungur frá og með þeim degi. Upprekstur sauðfjár á Austurheiði var leyfður frá og með 12. júní. Upprekstur hrossa er leyf- ður frá og með 24. júní nk. fram á Víðidalstunguheiði. Gróður er einnig kominn vel af stað á afrétt Mið- firðinga og var upprekstur leyfður frá og með 7. júní. Þá er upprekstur hrossa leyfður frá og með 1. júlí 2017. /PF Feyki- flottur 8 23/2017

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.