Feykir


Feykir - 11.10.2017, Blaðsíða 1

Feykir - 11.10.2017, Blaðsíða 1
38 TBL 11. október 2017 37. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra „ BLS. 6–8 BLS. 10 Ragnheiður Sveinsdóttir Hvammstanga Baby born kjóllinn breyttist í skírnarkjól BLS. 5 Ferðasaga: Gunnar Rögnvaldsson, Guðrún Jónsdóttir og Arnór Gunnarsson Arkað í austurveg Ingvi Aron Þorkelsson Lítið um straumharðar ár og skíðabrekkur á Skáni Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Velkomin til Pacta lögmanna & 440 7900 pacta@pacta.is BORGARTEIGI 5 550 SAUÐÁRKRÓKUR & 571 5455 / 899 5227 / 691 6227 Smurþjónusta – Dekkjaþjónusta – Bremsuviðgerðir Pústviðgerðir – Almenn bifreiðaþjónusta Nýttu þér netverslun Skoðaðu vöruúrvalið www.lyfja.is Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Þú hringir í síma 540 2700 Á dögunum afhentu Búhöldar á Sauðárkróki tvær nýjar íbúðir í Iðutúni? En þar hafa risið tvö parhús með fjórum íbúðum og grunnur tilbúin að því þriðja. Að sögn Þórðar Eyjólfssonar er vonast til þess að næstu tvær íbúðir verði afhentar í desember og hafist handa við að reisa síðasta húsið næsta vor. Þegar þeim áfanga lýkur hafa Búhöldar komið alls fimmtíu nýjum íbúðum í gagnið fyrir félagsmenn sína. Húsin þrjú eru sett saman með steypueiningum og algerlega viðhaldsfrí að utan og segir Þórður það fela í sér mikinn sparnað fyrir eigendur íbúðanna. Þá hælir hann líka innréttingum og þá sérstaklega í eldhúsunum enda mikið um nýjungar í þeim. Smíði húsanna hefur tekið lengri tíma en áætlað var í upphafi enda skortur á iðnaðarmönnum í Skagafirði. Undir það tekur Helgi Þorleifsson, yfirsmiður, en hann segist hafa þurft að reiða sig á lausamenn og eldri borgara. Gamlingjarnir sem Helgi minnist á eru stjórnarmenn í Búhöldum þ.á.m. Þórður sjálfur sem stendur á níræðu, Ragnar Guðmundsson, múrari, á níræðisaldri og fleiri góðir menn. Helgi, sem er eigandi að einni íbúðinni, er fluttur inn ásamt Ölmu Guðmundsdóttur, konu sinni. Hann segist líka vel við íbúðina og húsin en með góðum mannskap væri hægt að koma svona einingahúsum upp á skömmum tíma. En kosturinn við það að vera ekki fljótur er að þá þornar timbrið í rólegheitum og engar sprungur sem geta myndast í kverkum og annars staðar, segir hann. Þegar Þórður er spurður hvað taki svo við þegar fimmtugasta íbúðin verður tilbúinn segir hann: „Ja, þá vantar okkur fleiri lóðir!“ /PF Afhentu nýjar íbúðir á dögunum Búhöldar á Sauðárkróki Í eldhúsinu hjá yfirsmiðnum. F.v. Búhöldarnir Þórður Eyjólfsson og Ragnar Guðmundsson, eigendur íbúðarinnar Helgi Þorleifsson, sem jafnframt er yfirsmiður húsanna, og Alma Guðmundsdóttir, með barnabarnið Árnýju Báru Feykisdóttur, og Fjólmundur Fjólmundsson stjórnarmaður. Mynd: PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.