Feykir


Feykir - 11.10.2017, Blaðsíða 5

Feykir - 11.10.2017, Blaðsíða 5
Lítið um straumharðar ár og skíðabrekkur á Skáni Ingvi Aron Þorkelsson er 27 ára gamall Króksari sem býr í Lundi í Svíþjóð og starfar sem þróunar- og orkusölustjóri hjá Landskrona Energi. Hann er menntaður vélaverkfræð- ingur, sonur Lydiu og Kela (aðstoðarskólameistara FNV) og því alinn upp í Grenihlíðinni á Króknum. Kærastan hans Ingva heitir Aneta Kianková og er frá Tékklandi. Lundur er í Scaniu-sýslu skammt frá Malmö á Skáni í Svíþjóð og ófáir Íslendingar hafa stundað þar háskólanám í gegnum tíðina. Borgin telur um tæplega 90 þúsund íbúa ef eitthvað er að marka hina greinargóðu Wikipedíu en talið er að stofnað hafi verið til byggðar í Lundi á tímum Haraldar blátannar Danakon- ungs, eða um 990 eftir Krist, en þá var Skánn partur af Danaveldi. Þrátt fyrir hlutleysi Svíþjóðar í Síðari heimsstyrj- öldinni þá tókst einni breskri sprengjuvél að bomba Lund fyrir slysni. Þá er gaman að geta þess að fyrsti farsíminn var hannaður hjá Ericsson í Lundi árið 1985 og þá segja sumar heim- ildir að fyrsta mjólkurfernan hafi verið hönnuð hjá Tetra Pak á síðustu öld en höfuðstöðvar þess ágæta fyrirtækis eru einmitt í Lundi. En snúum okkur að Ingva... Hvenær og hvernig kom það til að þú fórst til Svíþjóðar? -Eftir tvö æðisleg ár í alþjóðlegum framhaldsskóla, með nemend- um frá 85 löndum, lengst úti í stórfenglegri sveit í Noregi, var kominn tími til að sækja um háskólanám. Flestir skólafélag- arnir fóru í nám til Banda- ríkjanna, en mér fannst Norðurlöndin meira spenn- andi kostur. Það var svo í Tækniháskólanum í Lundi sem ég fann það nám sem ég leitaði að á orkusviði vélaverkfræð- innar. Ég flutti í framhaldinu til Lundar haustið 2009. Hvernig myndir þú lýsa venjulegum degi hjá ykkur Anetu? -Við förum á fætur kl: 6:00, borðum brauðsneið eða jógúrtskál í morgumat og röltum síðan yfir á lestarstöðina sem er hinum megin við götuna. Þaðan tek ég lestina til Landskrona og Aneta til Älmhult þar sem hún starfar í höfustöðvum IKEA. Í vinn- unni eru dagarnir oftast þétt skipaðir fundum og marg- breytilegum verkefnum sem ég eða vinnufélagarnir þurfum að ljúka. Í hádeginu reynum við vinnufélagarnir að skella okkur saman í ræktina og borðum mat sem við tökum með okkur að heiman. Um fimmleytið hjóla ég á lestarstöðina í Landskrona og tek lestina heim. Þegar heim er komið skipti ég oftast um föt til þess að fara beint á Acro Yoga æfingu með Anetu og öðrum vinum eða spila frisbígolf. Eftir æfingarnar er haldið heim, við borðum kvöldmat og gerum það sem gera þarf heima, eða horfum bara á einhverja þáttaröð. Hver er hápunktur dagsins? -Hápunktur dagsins er venju- lega frístundirnar í góðra vina hópi að loknum ánægjulegum vinnudegi. Hvað er best við að búa í þínu nýja landi? -Mér finnst best við Svíþjóð að þar býr gott fólk sem lætur sig sjálfbærni og framtíð plánetunnar varða. Hér hugsar fólk til framtíðar í stað þess að láta skammtíma hagsmuni ráða ferðinni. Hvað gerir þú helst í frístund- um? -Oftast stundum við Acro Yoga, frisbígolf, spilum eða horfum á þáttaraðir. Þegar ég hef tíma til að ferðast þá ræ ég straumkajak eða fer á skíði en það er lítið um straumharðar ár og skíða- ( DAGUR Í LÍFI BROTTFLUTTRA ) oli@feykir.is Ingvi Aron Þorkelsson / þróunar- og orkusölustjóri / Króksari í Lundi í Svíþjóð brekkur á Skáni. Hvers saknar þú mest að heiman? -Eins og það er gott að búa hérna þá er margt sem maður saknar að heiman. Fjölskyldan og vinirnir heima eru að sjálfsögðu það sem maður saknar mest. Ég sakna líka einfaldra hluta sem ykkur þykja sjálfsagðir, eins og þess að geta bankað fyrirvaralaust upp á hjá nágrannanum og kíkt í kaffi. Ofan á þetta allt, þá sakna ég íslensku náttúrunnar alveg rosalega og útivistarmöguleik- anna þar! Gætir þú deilt einhverri sniðugri eða eftirminnilegri sögu frá dvöl þinni erlendis? -Fyrir fjórum árum síðan fór ég í fjögurra mánaða ferðalag um Asíu. Einn daginn var ég að róa niður Ganges-fljótið í Indlandi með breskum félaga mínum. Þegar hungrið sagði til sín fórum við í land í leit að mat. Félagi minn bankaði upp á í næsta húsi og bar upp erindið. Þegar húsráðandinn frétti að í för með félaga mínum væri Íslendingur spurði hann að bragði hvort hann héti Ingvi. Félagi minn varð afar hissa á þessari spurningu og svaraði játandi. Í ljós kom að hús- ráðandi þekkti annan breskan vin minn sem hafði ætlað að róa með mér tveimur vikum fyrr en hann komst ekki vegna meiðsla. Já, það er óhætt að segja að heimurinn er lítill. Það er einnig skemmtilegt að hugsa til þess hvernig ég hef kynnst þeim fáu Íslendingum sem ég hef hitt í Lundi. Þrátt fyrir að Íslendingasamfélagið í Lundi sé mjög stórt, þá hef ég bara hitt landa mína í gegnum tékknesku kærustuna mína, þar á meðal Króksarann Ingva Hrannar Ómarsson. MYND: Ingvi Aron og Aneta í léttri leik- fimi í Noregi. Hversu lengi ertu í kjör- búðina frá heimili þínu? Rétt um tvær mínútur. Hvað færðu þér í staðinn fyrir eina með öllu? Kebabrúllu, sem er í rauninni ekkert sérstaklega sænsk. Hvað kostar mjólkurlítr- inn? Nákvæmlega 9 sænskar krókur sem er u.þ.b. 120 íslenskar krónur. Hver er skrítnasti mat- urinn? Án efa surströmm- ing. * Hvert ferðu til að gera vel við þig? Á sænsk/ tælenska veitingastaðinn Ishiri. * Surströmming er síld sem er lát in gerj ast í viðartunn um í nokkra mánuði og síðar komið fyrir í niðursuðudós um þar sem gerj un in held ur áfram. Dósin bólgnar þá út, en þegar hún er opnuð gýs upp fnyk ur sem þykir minna á rot in egg. 5 á 15 sekúndum 38/2017 5

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.