Feykir


Feykir - 11.10.2017, Blaðsíða 11

Feykir - 11.10.2017, Blaðsíða 11
RÉTTUR 1 Kinda Carpaccio Fyrir fjóra 350 gr kindafille (hryggvöðvi) snyrt 1 sítróna 2 msk jómfrúarolía 100 gr parmaostur 4 msk jómfrúarolía 1 msk balsamedik salt pipar Aðferð: Skerið filleið í mjög þunnar sneiðar. Leggið á plast og annað plast yfir. Berjið, eða fletjið út með kökukefli eins þunnt og hægt er án þess að klessa kjötið of mikið. Stráið gæðasalti og nýmöluðum svörtum pipar á diskana fjóra og leggið kjötið ofan á. Blandið olíu og ediki saman og penslið yfir kjötið á diskunum. Setjið smá salat að eigin vali á hvern disk og stráið parmaosti yfir. Berið fram sítrónubát með hverjum disk. RÉTTUR 2 Grafið lamb með rauðrófusósu fyrir fjóra 3 dl gróft salt 2 msk. sykur 1 msk. nítritsalt, má sleppa 500 g kindafillet eða annar góður vöðvi, fitu- og sinalaus 1 msk. rósmarín 1 msk. tímían 1 msk. basil 1 msk. rósapipar ½ msk. dillfræ ½ msk. sinnepsfræ Aðferð: Blandið saman salti, sykri og nítritsalti og hyljið filleið með blöndunni. Geymið við stofuhita í 4 – 6 klst. og skolið þá saltblönduna af. Blandið öllu kryddi saman og veltið kjötinu upp úr því. Geymið kjötið í kæli yfir nótt. Kjötið geymist vel í kæli í 7 daga. Rauðrófusósa: 1 msk. dijon-sinnep 1 tsk. worcestershire-sósa 1 msk. hunang 1-2 msk. balsamedik 2 msk. rauðrófusafi salt nýmalaður svartur pipar 1 ½ dl olía Aðferð: Setjið allt nema olíu í skál og blandið vel saman. Hellið olíunni saman við í mjórri bunu og hrærið vel í á meðan með písk. Skerið kjötið í fallegar sneiðar og berið fram með rauðrófusósunni og blönduðu salati. RÉTTUR 3 Góður skyndibiti 350 g kinda innralæri (eða aðrir fitu- og sinalausir vöðvar) 3 msk hvítlauksolía 1 tsk grískt lambakrydd nýmalaður pipar salt 3 msk smjör 0.25 tsk paprikuduft 4 pítubrauð nokkur salatblöð 2 tómatar, vel þroskaðir en þéttir, skornir í sneiðar 0.5 rauðlaukur, skorinn í sneiðar Aðferð: Kjötið skorið í þunnar sneiðar, sett í skál og hvítlauksolíu, lambakryddi, pipar og salti hrært saman við og látið marinerast áður en það er steikt á pönnu. Smjörið er brætt og paprikudufti, pipar og salti og e.t.v. örlitlu lambakryddi eða oregano hrært saman við. Efri hlið brauðanna pensluð vel með smjörinu og þeim síðan raðað á grind eða bökunarplötu. Brauðin hituð á 180° C þar til þau eru farin að taka lit. Brauðin eru svo opnuð og fyllt með salatblöðum, kjötbitum og grænmeti og afgang- inum af smjörinu e.t.v. dreypt yfir. Borið fram t.d. með tzatziki eða annarri kaldri jógúrt- eða skyrsósu. Verði ykkur að góðu! SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU: Mýri, Ómar og Reimar. Feykir spyr... Hvað gerðir þú við peningana sem frúin í Hamborg gaf þér? Spurt á Facebook UMSJÓN palli@feykir.is „Keypti mér heitan pott.“ Klara Björk Stefánsdóttir „Ég verslaði á netinu.“ Maríanna Margeirsdóttir „Ég kannast ekkert við neina frú frá Hamborg og hvað þá einhverja peninga frá henni, hvaðan hefur þú þessar sögur?“ Áskell Heiðar Ásgeirsson „Spara, inn á reikning. Safna fyrir bíl.“ Róbert Smári Gunnarsson KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Sudoku FEYKIFÍN AFÞREYING Krossgáta Tilvitnun vikunnar Ef þér er ekki að mistakast öðru hverju er það merki um að þú sért ekki að gera neitt frumlegt. – Woody Allen Tveir góðir forréttir úr kindakjöti Hinir árlegu Bændadagar verða haldnir í Skagfirðingabúð á Sauðárkróki í vikunni og þá er um að gera að næla sér í ódýran og góðan bita. Lambakjötið er sívinsælt til matreiðslu en ekki má gleyma því að kindakjötið getur verið það líka. Kindafille, (og fleiri vöðvar), er t.d. afbragðsgott í forrétti og skyndibita. Hér meðfylgjandi eru þrjár uppskriftir sem geta gert kindakjötið að hinum ljúffengasta bita í veislunni eða bara handa fjöllunni um helgina. Uppskriftirnar eru fengnar af lambakjöt.is og naut.is og yfirfærðar á kindakjötið. Grafið lamb með rauðrófusósu. Mynd: Lambakjöt.is ( FEYKIR MÆLIR MEÐ ) palli@feykir.is 38/2017 11 Ótrúlegt, en kannski satt.. Svefn er mikilvægur eðlilegri líkamsstarfsemi og góðri heilsu. Svefnleysi getur valdið vanlíðan og þreytu á daginn, og langvarandi svefnleysi eykur hættuna á ýmsum kvillum og geðrænum vandamálum. Ótrúlegt, en satt, þá tekur það að meðaltali sjö mínútur að sofna fyrir meðalmanneskjuna. Bóndinn / Vísnagátur Sigurðar Varðar Fyrstu tvær hendingarnar segja hvað bærinn heitir, þriðja lína bóndinn og sú fjórða hver faðirinn er. Áttundi býr á víða vangi, á votu landi. Úr fjarska greindi fagra tóna. Faðirinn festi á sig skóna.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.