Feykir


Feykir - 11.10.2017, Blaðsíða 6

Feykir - 11.10.2017, Blaðsíða 6
Upp í þessa lest stigum við ferðafélagarnir af brautarpalli 4 í Moskvu seint að kvöldi 22. ágúst hvar framundan voru fjórir sólarhringar um borð þar til komið væri til borgarinnar Irkutsk við Baikalvatnið. Gamalli dísilreið var beitt fyrir 13 farþegavagna og einn veitingavagn þar sem við fengum pláss í þeim aftasta á öðru farrými, klefa sem var á að giska tveir metrar á annan veginn en rúmlega einn og hálfur á hinn. Þarna inni voru fjögur svefnpláss og lítið borð á milli neðri bekkjanna. Í hverjum vagni eru tvær þernur og eða þjónar sem skipast á vöktum og sjá um að halda uppi aga um borð, þeim þrifum sem við verður komið og ekki síst, sjá til þess að alltaf sé heitt á kútnum „samóvarnum“, kola- kyntum suðukatli með neyslu- vatni í kaffi, te og matargerð farþega. Ákvörðun tekin á korteri Aðdragandi þessarar ferðar var allnokkur og tilefnið verðandi afmæli Gunnars á árinu, sem upphaflega kvaddi með sér Árna, vin og bekkjarbróður Gunnarsson frá Flatatungu. Guðrún Jónsdóttir frá Hólum, nú búsett í Berlín, skólasystir okkar úr Varmahlíðarskóla, fregnaði svo af uppátækinu fyrir tveimur og hálfu ári síðan og munstraði sig á galeiðuna. En fáum vikum fyrir brottför forfallaðist Árni vegna gamalla bakmeiðsla sem tóku sig upp. Þá voru góð ráð dýr, búið að skipuleggja og panta víðast hvar miðað við þrjá.... Þegar þessar fréttir komu var ekki annað að gera en finna einhvern sem tekið gæti ákvaraðanir í skyndi. Gunnar tók upp símann og hringdi í Arnór Gunnarsson frá Glaumbæ sem staddur var í Norrænu á leið til Færeyja, bar upp erindið, hvort hann væri tilbúinn í fjögurra vikna ferðalag um Rússland, Mongólíu og Kína ...með lest? Hann kvaðst skyldi hugsa málið. Og Arnór er ekki maður málalenginga. Korteri seinna FRÁSÖGN & MYNDIR Gunnar Rögnvaldsson Arnór Gunnarsson Guðrún Jónsdóttir hringdi síminn og á hinum endanum heyrðist. „Ég kem með.“ Ekki höfðu Arnór og Guðrún hist fyrr en í Berlín nokkrum dögum áður, þaðan sem við flugum til Moskvu svo eins gott var að samkomulagið yrði þokkalegt, slíkt var ná- býlið í „Gúlaginu“ eins og Arnór kallaði klefann. Og svo mjakaðist lestin af stað út í náttmyrkrið. Er skímaði með morgni gat að líta það útsýni er síðan reyndist eins og límt á gluggana meirihluta fyrsta áfangans. Tré og aftur tré á nánast mishæðalítilli endaleysu. Meira að segja tókst okkur að komast yfir Úralfjöllin, sem í landafræðitímunum á Þorbjargarstöðum var gríðar- legur fjallgarður, án þess að taka eftir honum!! Vissulega fórum við hjá fjölda þorpa og bæja sem áttu það sameiginlegt að vera heldur hrörleg og stundum var erfitt að sjá hvað var yfirgefið og hvað ekki. Við höfðum birgt okkur upp af nesti, en í veitingavagninum sem var eins og leikmynd úr Agöthu Christie mynd mátti líka fá ágætan mat og eins biðu farandsalar á brautarpöllunum með heima- gerðar samlokur og fleira þegar áð var. Átta aðrir klefar voru í vagninum, eingöngu skipaðir Rússum á öllum aldri og voru sumir búnir að vera rúma viku á leiðinni áður en yfir lauk enda er Síberíulestin samgöngutæki heimamanna. Fæstir farþeganna gátu gert sig skiljanlega á ensku en þá var gripið til táknmáls og Google translate. Helst voru það börnin sem eru einlæg og opin sem vildu gjarnan æfa sig í ensku. Upphófst þá gagnkvæm tungumálakennsla. Lestin stoppaði allt frá tveimur mínútum og upp í þrjú korter í stærri borgunum en aldrei það lengi að hægt væri að fara neitt frá því ekki er beðið eftir neinum, allt á mínútunni. Skagfirskir ferðalangar á framandi slóðum Arkað í austurveg Leið lestarinnar. Kreml, fáninn blaktir á höll Putins. Síberíulestin er nafn sem hljómar kunnuglega í eyrum margra síðan Gúlagið var og hét, en er samt sem áður sveipuð þeirri dulúð sem fjarlægðin og sagan hafa ofið í áranna rás. Lagning brautarinnar sem hófst 1857 tók um sextíu ár og kostaði ótölulegan fjölda mannslífa þar sem hún teygði sig austur um óbyggðir Síberíu og tengdi að lokum saman Evrópuhluta Rússlands við Vladivostok á Kyrrahafsströndinni. Það var svo 1956 sem möguleiki á lestarferðum á milli Peking og Moskvu opnaðist þegar síðasti hluti leiðarinnar um Mongólíu var lagður og rúmlega 7600 km samgöngumannvirki sem teygði sig yfir fimm tímabelti var tilbúið. Á Torgi hins himneska friðar. Forboðna borgin í baksýn. Frá vinstri: Gunnar, Guðrún og Arnór. 6 38/2017

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.