Feykir


Feykir - 07.02.2018, Blaðsíða 4

Feykir - 07.02.2018, Blaðsíða 4
Saga skipulegs hrossaræktarstarfs á Íslandi er ótrúlega stutt. Þannig var fyrsti ráðunauturinn í búfjárrækt sem hafði m.a. með hrossaræktina að gera, ekki ráðinn til Búnaðarfélags Íslands fyrr en 1902. Hann hét Guðjón Guðmundsson og beitti sér fyrir stofnun fyrsta hrossaræktar- félagsins árið 1904 og fyrstu hrossasýningunni á vegum BÍ árið 1906. Hann lést strax 1908. Næsti ráðunautur sem sinnti hrossaræktinni, Ingimundur Guðmundsson, hóf störf 1910 en lést af slysförum 1912. Næsti ráðunautur þar á eftir sem hafði með hrossaræktina að gera, var Sigurður Sigurðsson en hann hafði einhvern lengsta starfsaldur hinna eldri ráðu- nauta og gekk iðulega undir kenninafninu; Sigurður ráðu- nautur. Theodór Arnbjörnsson tók svo við sauðfjár- og hrossaræktinni af honum árið 1920. Theodór sinnti svo einvörðungu hrossaræktinni frá 1927 og var fyrsti ráðu- nauturinn sem hafði hrossa- ræktina sem aðalstarf en hafði þó að auki umsýslu með fóðurbirgðafélögunum og var féhirðir BÍ frá 1934. Theodór lést 1939 á 51. aldursári. Theodór markaði djúp spor í hrossaræktinni með stefnu sinni og starfi. Hann hóf færslu ættbókar BÍ fyrir undaneldis- hross árið 1923. Fyrst fyrir stóðhesta og svo einnig fyrir hryssur. Theódór var að auki afar ritfær maður og eftir hann liggja nokkrar bækur. Hestar kom út hjá BÍ árið 1931 og endurútgefin offsetprentuð árið 1975. Járningar kom út hjá sama útgefanda árið 1938 og endurútgefin offsetprentuð árið 1970. Einnig birtust margar greinar eftir Theodór í Búnaðarritinu, Búnaðarblaðinu Frey og víðar. Hestar er afskap- lega vandað rit, raunar eitt af öndvegisritum þeim er um hesta hefur verið skráð á Íslandi og heldur enn gildi sínu, þótt löngu sé tímabært að tekið yrði saman nýtt rit í líkum anda. Að Theodóri látnum kom svo út bókin Sagnaþættir úr Húna- þingi. Ísafoldarprentsmiðja í Reykjavík gaf hana út árið HESTAR OG MENN Kristinn Hugason forstöðumaður Söguseturs íslenska hestsins Theodórsstofa á Sögusetri íslenska hestsins Theodór Arnbjörnsson. MYND FRÁ SÖGUSETRI ÍSLENSKA HESTSINS 1941, með formála Arnórs Sigurjónssonar. Í þessu kveri, sem er listilega skrifað, er mikinn fróðleik að finna, m.a. um Þingeyrafeðga: Ásgeir Ein- arsson stórbónda og þingmann og mikinn fylgismann Jóns forseta og son hans, hesta- manninnn mikla Jón Ásgeirs- son, þar sem m.a. er greint frá tilurð vísunnar kunnu eftir Jón; Það er mas úr þér, vinur. Þetta: „Léttir dettur“. Aldrei rasar reiðskjótur rétt á sprettinn settur. Einnig er í kveri þessu að finna frásöguþátt um Katadalsfólkið en þaðan er Friðrik, „sá er drap Natan Ketilsson“ eins og Theodór kemst að orði. Um atburði þá hefur mikið verið ritað, t.d. frásöguþátturinn Friðþæging eftir Tómas Guð- mundsson skáld í bókinni Horfin tíð frá 1967 úr ritröð þeirra Tómasar og Sverris Kristjánssonar sagnfræðings; Íslenzkir örlagaþættir. Þess er og skemmst að minnast að réttarhöldin sjálf voru endur- tekin nú sl. sumar og þá í anda nútíma réttarfars og eftir gildandi landslögum dagsins í dag. Sögusetur íslenska hestsins fékk, fyrir nokkrum árum, höfðinglega gjöf frá fóstur- dóttur þeirra hjóna, Theodórs og Ingibjargar Jakobsdóttur, Kolfinnu Gerði Pálsdóttur sem voru skrifstofuhúsgögn og ýmislegir munir Theodórs. Í því tilefni var efnt til málþings þann 20. apríl 2007, sjá á vef SÍH; sogusetur.is, undir stik- unni Fræðsla. Þar er m.a. að finna yfirlitserindi um ævi og störf Theodórs sem undir- ritaður tók saman og flutti á málþinginu og er áhugasömum lesendum bent á það um nánari fróðleik. Mununum hefur svo verið fundinn staður á neðri hæð húsnæðis Sögusetursins heima á Hólum og kallast sá staður Theodórsstofa, jafn- framt sem gefinn var út bækl- ingur með sama nafni sem liggur frami fyrir gesti setursins. Bryndís Rut Haraldsdóttir, leikmaður mfl. kvenna hjá Tindastóli og fyrrverandi markmaður U19 landsliðsins, er gallharður stuðningsmaður Liverpool. Hún er reyndar gallhörð í hverju því sem hún tekur sér fyrir hendur, meira að segja að vera Seylhreppingur, þó hann heyri nú sögunni til. Hún er frá Brautarholti en segist að sjálfsögðu búa á Laugavegi 15 í póstnúmeri 560, þ.e. í Varmahlíð. Bryndís sækir vinnu til Sauðárkróks og starfar sem verkamaður hjá þjónustumiðstöð Skagafjarðar. Bryndís svarar hér spurningum í Liðið mitt. Hvert er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum og af hverju? -Liverpool er mitt lið, hef haldið með þeim síðan ég man eftir mér. Ætli það sé ekki uppeldinu að þakka, ólst upp með tveimur hörðum Liverpool aðdáendum og þeir sannfærðu mig um að þetta væri aðalliðið. Hvernig spáir þú gengi liðsins á tímabilinu? -Ætla að segja að við endum í 3. sæti. Ertu sátt við stöðu liðsins í dag? -Liðið er í þriðja sæti eins og er en væri rosalega til í að sjá þá komast í annað sætið, þar af leiðandi fyrir ofan Manchester United. Hefur þú einhvern tímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? -Já lendi frekar oft í því. Hver er uppáhaldsleikmaðurinn fyrr og síðar? -Gianluigi Buffon markmaður Juventus er minn maður. Hann er 39 ára, ennþá spilandi og er í hópi þeirra bestu. En svo var Steven Gerrard alltaf flottastur hjá Liverpool. Hefur þú farið á leik með liðinu þínu? -Nei, því miður! Enda setti ég mér það markmið fyrir árið 2018 að skella mér á leik. Það er næstum til skammar að maður hafi ekki skellt sér á leik. Áttu einhvern hlut sem tengist liðinu? -Já, ætli ég eigi ekki þrjár treyjur og einn gamlan trefil. Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldumeðlimi upp í stuðn- ingi við liðið? -Er mjög léleg í því, það verður að viðurkennast. Hefur þú einhvern tímann skipt um uppáhalds félag? -Nei aldrei, finnst það fáránlegt að breyta um lið eftir velgengni liða á tímabilinu. Uppáhalds málsháttur? -Batn- andi manni er best að lifa. Einhver góð saga úr boltanum? -Jájájá! T.d. þegar við fórum á Gothia cup 2011 í Svíþjóð þá fengum við að taka þátt í risastóru opnunaratriði. Biðin var löng en við vorum rosalega vinsælar og fullt af strákum sem vildu endilega fá myndir af sér með okkur. Í einum hópnum voru nokkrir strákar um 12 ára sem vildu að sjálfsögðu fá myndir af sér með okkur og ekkert mál, nema við sögðum við eina að gefa einum koss á kinnina því hann var svo mikil dúlla. Hún stökk til og gaf honum koss en viðbrögðin sem hún fékk voru frekar slæm, hann fór að hágráta. Drengurinn er líklegast skemmdur í dag. Einhver góður hrekkur sem þú hefur framkvæmt eða orðið fyrir? -Alex, kærasti minn, er reglulega að hrekkja mig. Hann laug því að mér að hann Maggi Hinriks væri með bótox í vörunum, sem væri samt fita af rassinum sett í varirnar, og að hann færi einu sinni á ári til læknis til að gera hann nú sætan… Ég trúði þessu í nokkra daga og munaði litlu að ég færi að spyrja Magga út í þetta. Spurning frá Magga Hinriks: -Heldur þú að þú eigir eftir að upplifa það að sjá Liverpool lyfta Englandsmeistaratitli? -Að sjálf- sögðu!! Góðir hlutir gerast hægt, sagði einhver snillingur við mig. Hvern myndir þú vilja sjá svara þessum spurningum? -Væri gaman að sjá Baldur Inga Haraldsson bróður minn, svara þessum spurningum, hann er mikill áhugamaður enska boltans. Hvaða spurningu viltu lauma að viðkomandi? -Af hverju hætt- irðu með Fantasy-baddan á snappinu? Bryndís Rut Haraldsdóttir / Liverpool FC Góðir hlutir gerast hægt ( LIÐIÐ MITT ) palli@nyprent.is Bryndís setti sér það markmið fyrir árið 2018 að skella sér á leik með Liverpool. MYND ÚR EINKASAFNI 4 06/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.