Feykir


Feykir - 07.02.2018, Blaðsíða 8

Feykir - 07.02.2018, Blaðsíða 8
nú látið fara vel um sig á sófanum án truflunar. Ég gleðst líka yfir því að hafa lifað af janúarmánuð og þrátt fyrir að vera hvorki fullkomin á líkama eða sál er ég án nokkurs vafa alveg EINSTÖK ;o) - - - - - - - Þóra skorar á Turid Rós Gunnarsdóttur að koma með pistil. Ég er ein þeirra sem byrja nýtt ár á fögrum fyrirheitum um heilsusamlegri lífsstíl, að sigrast á fitupúkanum og morgunljótunni og verða að öllu leyti betri og fullkomnari útgáfa af sjálfri mér. Fyrstu dagar janúarmánaðar fara því í að setja mér fastar, og oft á tíðum flóknar, reglur um hvað ég megi gera og hvað ég megi ekki. Hvenær ég eigi að gera hlutina og hvernig eigi að framkvæma þá. Svo hamast ég eins og hamstur í hlaupahjóli við að aðlaga mínar daglegu skyldur að þeim heraga sem ég ætla að beita sjálfa mig. Svo finnst mér ekki sanngjarnt að aðrir fjölskyldumeðlimir megi borða hvað sem er, hvenær sem er og ræði þau mál daglega við þau. Jafnframt prédika ég yfir þeim nauðsyn þess að hreyfa sig meira. Börnin mín taka þessu öllu af mikilli eftirvæntingu enda enn á þeim aldri að finnast gaman að hoppa og sprikla. Meira að segja eru þau dugleg að borða grænmeti og flesta hinna ofurhollu (misgóðu) rétta sem eldaðir eru. Það er „hinn“ fjölskyldumeðlimurinn sem verr gengur að virkja í gleði og glimmerrok hreyfingar og hollustu. Suð, nöldur, tuð, prédikanir, hótanir og málamiðlanir virðast engin áhrif hafa á viðkomandi. Á meðan ég nota alla mína kvenlegu lævísi til að fá mitt fram sperrir hann sig fram, þenur út á sér perustefnið og klappar hraustlega á það svona eins og mér til ögrunar. Svo kemur febrúar – þorrablótin, með sinn stórgóða skemmda mat og kalda bjór og freista nautnaseggsins sem í mér býr og miðað við reynslu undangenginna ára þá er febrúar sá mánuður sem herskipulagi um „betri mig“ er stungið ofan í skúffu og ekki tekið fram fyrr en í janúar að ári. Börnin gleðjast að nýju yfir því að nú megi öðru hverju fá gos og slikkerí og „hinn“ fjölskyldumeðlimurinn ásamt perustefninu sínu getur ÁSKORENDAPENNINN Þóra Margrét Lúthersdóttir Forsæludal Svo kemur febrúar UMSJÓN palli@feykir.is Þóra Margrét í góðu formi. MYND ÚR EINKASAFNI AÐSENT : Rúnar Kristjánsson frá Skagaströnd skrifar Þulið undir þorratungli! Síðastliðið haust orti ég eftirfarandi vísu um ástand sem allt of lengi hefur verið viðvarandi og vonandi verður þar sem fyrst breyting á til batnaðar: Heilbrigðiskerfið er hamingjulaust í heildina fátt sem það styður. Horfið er frá því hið farsæla traust og fjársvelti að brjóta það niður. Kunningi minn fékk þessa kveðju þegar hann var á förum suður í óðaþéttbýlið: Hvert sem annars leið þín liggur, láttu gildin kynna sig. Vertu í öllu trúr og tryggur, treystu á Guð og sjálfan þig. Dómskerfisumræðan virðist oft býsna undarleg og margt virðist geta gerst í heimi hinna löglærðu. Þar sækir líklega fleira í fang en lognið eitt: Dómsmál landsins eru öll eins og fúinn viður, eftir margvís unnin spjöll ofan frá og niður. Sumir virðast ekki hafa góða reynslu af dómskerfinu og eftir eina lýsingu af einu meðferðarmáli þar, kvað ég: Kerfið flátt og flókið er, flesta illa prettar. Fólk því sjaldan fram úr sér flækjum ,,laga og réttar!” Og oft virðist því miður vera svo að allt velferðartal ráðamanna eigi sér litla stoð í veruleikanum þegar einhver þarf á fyrirgreiðslu að halda: Stoðir þær sem standa verða stöðugt fyrir velferð hér, eru í róti reglugerða rifnar niður hvar sem er. Og sumir gætu hugsað svipað og ég gerði þegar eftirfarandi vísa varð til: Kostum flíkar kjararáð, kærleiks strýkur gandinn. Sýnir ríkum sína náð, sést þar klíkuandinn. Margskyns heiðranir hafa löngum verið sneyddar raungildi þegar vel er að gáð: Yfir markið oft er skotið, ýmis viðmið teygð og skekkt. Það hefur margur hundur hlotið ,,heiður” út á fylgispekt! Í haust kom ég inn í gamalt verbúðarhús sem var verið að gera að nýtísku gisti- heimili undir ehf nafni, varð mér þá að orði: Ég úr dagsins línum les löngum eftir þörfum. Hér er þetta Hrafnanes og hrafnarnir að störfum. Eftir hrunið fór í orði kveðnu af stað einhver siðbót, en helst virtist það eitthvað sem í hraðkasti augnabliksins rétt rjálaði við yfirborð málanna. Varð mér að orði um það efni: Kastið ekki í klóið neinu, kynnið þar ei flýtinn. Nú á allt að hafa á hreinu, helst af öllu skítinn! Allt virðist á leið að verða að gráðutengdum fræðigreinum í dag. Þykir mér í sumum tilfellum býsna langt sótt í þeim efnum: Margt með skarpleik skynja fræði, skóluð yfir dynja fræði. Oft í hruni hrynja fræði, hrellir glóru kynjafræði! Draumar um Nýjan himin og Nýja jörð hafa lengi lifað með manninum. Fyrir nokkru orti ég eftirfarandi vísu varð- andi það efni með áherslu á það sem helst þarf að breytast: Djúpstæð þrá í brjósti býr sem biður þess að dagur nýr taki úr sínum tryllta gír tveggja fóta villidýr! Ritað á Kyndilmessu 2018. Rúnar Kristjánsson Söngvakeppni Sjónvarpsins Sönghópurinn Fókus flytur eitt af þeim tólf lögum sem hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2018. Í sönghópnum eru tveir Húnvetningar, þau Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir frá Dæli í Víðidal og Sigurjón Örn Böðvarsson sem bjó í mörg ár á Blönduósi sem barn. Fókus stígur á stokk í fyrri undanúrslitum sem fram fara í Háskólabíói næsta laugardag. Fókus er sönghópur sem samanstendur af fimm söngvurum sem allir kynntust í hæfileikaþættinum The Voice Ísland og sýndur var í Sjónvarpi Símans. Hópinn skipa, auk Hrafnhildar og Sigurjóns, þau Eiríkur Hafdal, Karitas Harpa og Rósa Björg. Að sögn Hrafnhildar hefur hópurinn starfað saman í rétt tæpt ár og komið fram hér og þar um landið. Hún segir að Sigurjón og Rósa hafi tekið þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í fyrra, sem dansandi bakraddir, og þar kynntust þau Michael James Down, meðhöfund lags, og varð úr að þau sömdu lagið saman ásamt Primoz Poglajen. Höfundar texta eru þau Þórunn Erna Clausen og Jonas Gladnikoff. Sjá nánar á Feykir.is /PF Tveir Húnvetningar syngja á laugardag 8 06/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.