Feykir


Feykir - 07.03.2018, Blaðsíða 2

Feykir - 07.03.2018, Blaðsíða 2
Í þau skipti sem ég hef farið til annarra landa í lengri tíma en skottúr yfir helgi hafa þrír hlutir verið mér ofarlega í huga við heimkomuna. Það er að fá almennilegt íslenskt vatn að drekka, góðan íslenskan fisk að borða og í þriðja lagi að geta andað að mér tæra og heilnæma íslenska loftinu. Þetta þrennt, vatnið, fiskurinn og loftið, er eitthvað sem alls ekki er sjálfsagt að sé þokkalegt í öðrum löndum. Ég verð því að segja að mér brá í brún í ljósaskiptunum í fyrrakvöld þegar ég ók leiðina sunnan úr Keflavík í átt að höfuðborgarsvæðinu. Ég kleip mig í handlegginn og nuddaði augun í von um að mig væri að dreyma. En því miður var ekki svo. Yfir öllu lá blátt mengunarský sem teygði sig langt suður á Vatnsleysuströnd og mengunin var svo mikil að fljótlega fór ég að finna afleiðingar hennar í vitunum, þó svo að ég sé, að því er ég best veit, blessunarlega laus við öndunarfærasjúkdóma. Ekki tók svo betra við í Hvalfjarðar- göngunum þar sem súrnaði í augum og sveið í nefi, þrátt fyrir að komið væri fram á kvöld og umferð ekki mikil. Við Íslendingar verðum að fara að vakna upp og átta okkur á að við þurfum að gera eitthvað í málunum. Við getum ekki endalaust haldið áfram að hugsa sem svo að við séum svo fá að það sem við gerum af okkur skipti engu máli. Hin margnefndu kolefnisspor eru ekki eitthvert „húmbúkk“ sem ofstækissinnaðir umhverfisverndarsinnar hafa fundið upp. Ég veit að ég er ekki ein um að finnast það öfugsnúið að flytja þurfi sömu vöruna margar ferðir milli landshluta, fram og til baka, áður en hún hafnar á borði neytenda. Með fækkun sláturhúsa er kjötið flutt, lifandi og dautt, langar leiðir áður en hægt er að bjóða það til sölu. Sama má segja um fiskinn. Ég veit ekki hvort það gildir enn að bjórinn, sem framleiddur er á Akureyri, þurfi að flytja suður um heiðar til Reykjavíkur áður en smásöluverslanir á Norðurlandi fá hann í hillur sínar. Er ekki eitthvað öfugsnúið við þetta kerfi? Við flytjum inn og spreðum olíu til allra þessara flutninga og kvörtum yfir vondum vegum sem Vegagerðin hefur ekki efni á að viðhalda. Það er dagljóst að það hlýtur að vera hægt að draga umtalsvert úr flutningum hér innanlands, bara með smá skipulagi og hagsýni að leiðarljósi. Tilgangslaus innflutningur á matvælum sem við Íslend- ingar framleiðum sjálf og gætum vel framleitt meira af er svo annað og ekki betra dæmi um það hvað þjóð sem básúnar á tyllidögum hvað hún sé umhverfisvæn og græn getur verið ótrúlega ósamkvæm sjálfri sér. Fríða Eyjólfsdóttir, blaðamaður LEIÐARI Á bláu skýi Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Tíu bátar lönduðu á Skagaströnd í síðustu viku en það eru helmingi fleiri en í vikunni þar á undan. Samanlagður afli þeirra var ríflega 63 tonn. Á Sauðárkróki lönduðu fimm skip og bátar og var afli þeirra 352,6 tonn. Hvorki var landað á Hofsósi né á Hvammstanga. Heildarafli síðustu viku á Norðurlandi vestra var 415.782 kíló. /FE Aflatölur á Norðurlandi vestra 25. febrúar – 3. mars 2018 Ríflega 350 tonnum landað á Króknum SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKAGASTRÖND Alda HU 112 Lína 2.876 Auður HU 94 Landbeitt lína 5.065 Bergur sterki HU 17 Landbeitt lína 3.922 Dagrún HU 121 Þorskfiskinet 1.139 Hafrún HU 12 Dragnót 751 Katrín GK 266 Landbeitt lína 13.393 Onni HU 36 Dragnót 14.046 Ólafur Magnússon Þorskfiskinet 1.657 Sæfari HU 212 Landbeitt lína 7.282 Særún EA 251 Lína 13.017 Alls á Skagaströnd 63.148 SAUÐÁRKRÓKUR Drangey SK 2 Botnvarpa 118.068 Fannar SK 11 Landbeitt lína 3.165 Kaldi SK 121 Rauðmaganet 228 Málmey SK 1 Botnvarpa 207.463 Sigurborg SH 12 Rækjuvarpa 23.710 Alls á Sauðárkróki 352.634 Mette og Karl frá Torfunesi sigruðu Gæðingafimi Meistaradeildar KS Bændur á Syðri-Hofdölum fengu Landbúnaðarverðlaunin Búnaðarþing 2018 Að Hofdalabúinu standa þau Ingibjörg Aadnegard, Trausti Kristjánsson, Ingibjörg Klara Helgadóttir og Atli Már Trausta- son en bændurnir í Nesi í Höfðahverfi í Grýtubakkahreppi eru þau Sigurlaug Sigurðardóttir og Ari Laxdal. Til gamans má geta þess að Sigurlaug Sigurðardóttir er ættuð úr Skagafirði, frá Brúna- stöðum í Lýtingsstaðahreppi. Verðlaunin eru þakklætis – og virðingarvottur frá land- búnaðarráðherra til bænda og íslensks landbúnaðar. Landbún- aðarverðlaunin hafa verið veitt í 20 ár og alltaf við setningu Búnaðarþings. Fjölmörg mál voru á dagskrá Búnaðarþings, sem lauk í gær, m.a. um endurskoðun búvöru- samninga, yfirvofandi innflutn- ing á hráu kjöti, tollamál búvara, upprunamerkingar á mat og eftirlit með þeim, menntun í landbúnaði, loftslagsmál og endurheimt votlendis, lífrænan landbúnað og fleira. /PF Við setningu Búnaðarþings, í Súlnasal Hótel Sögu sl. mánudagsmorgun, voru veittar tvær viðurkenningar vegna Landbúnaðarverðlauna 2018; Hofdalabúið á Syðri-Hofdölum í Skagafirði og Nes í Höfðahverfi í Grýtubakkahreppi. Frá afhendingu Landbúnaðarverðlauna 2018. MYND:GUÐRUN LÁRUSDÓTTIR Fyrsta mót Meistaradeildar KS var haldið á Sauðárkróki miðvikudagskvöl í síðustu viku þar sem keppt var í gæðingafimi. Í forkeppni sáust margar ágætar sýningar og nokkuð fjölbreyttar útfærslur. Þær bestu voru mjög góðar og skemmtilegar áhorfs, segir í tilkynningu frá Meistaradeild- inni. „Það er ljóst að ef knapar koma vel undirbúnir til leiks þá er þessi keppnisgrein mjög svo áhorfendavæn. Þar þarf allt að spila saman, góð útfærsla æf- inga, góður hestur og síðast en ekki síst góð tónlist sem hæfir.“ Öll þau sem komust í úrslit áttu framúrskarandi sýningar. Úrslitin voru spennandi þar sem flestir knapar voru að bæta sig frá forkeppni, en það fór svo að Mette Mannseth hélt sæti sínu og sigraði enda vel að því komin með sinn vel þjálfaða hest, Karl frá Torfunesi. Það var svo lið Hrímnis sem sigraði liðakeppnina. Í kvöld fer svo fram slak- taumatölt svo spennan heldur áfram í reiðhöllinni á Sauðár- króki. /PF Mette Mannseth og Karl frá Torfunesi voru efst eftir forkeppni og sigruðu svo í úrslitum í gæðingafiminni. MYND: MEISTARADEILD KS 2 10/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.