Feykir


Feykir - 07.03.2018, Blaðsíða 5

Feykir - 07.03.2018, Blaðsíða 5
Hversu lengi ertu í kjör- búðina frá heimili þínu? Sú næsta er í fimm mínútna göngufjarlægð. Hvað færðu þér í staðinn fyrir eina með öllu? Við leyfum okkur stundum Burger King. Hvað kostar mjólkurlítr- inn? Yfirleitt í kringum 80 krónur. Hver er skrítnasti mat- urinn? Pylsur í dós. Vinsælt á elliheimilum. Hvert ferðu til að gera vel við þig? Ítalska veitinga- staðinn Barolo. 5 á 15 sekúndum landi, Írlandi og Tyrklandi. Samt náum við alveg ótrúlega vel saman. Hvað er best við að búa í þínu nýja landi? -Ég vissi það ekki fyrr en ég kom hingað, en ég er óttalegur Breti í mér. Okkur hjónunum líður alveg ofboðslega vel hérna og okkur finnst við vera mun afslappaðari hérna heldur en á Íslandi, enda ekki sami hraðinn og þetta rosalega stress sem við fundum oft fyrir heima. Við bjuggum í Reykjavík meiripartinn af okkar sambandi, og okkur fannst við alltaf vera að flýta okkur, og höfðum einhvern veginn aldrei tíma til að setjast bara niður og anda. Einu skiptin sem mér fannst ég raunverulega geta það á Íslandi var þegar ég fór norður í Skagafjörðinn minn góða. Bretar eru dálítið gamaldags samfélag og ég kann að meta það. Þeir hafa mörg hundruð ára reynslu af því að vera þjóð, svo þeir hafa fyrir margt löngu stabilíserað hvernig þeir vilja hafa hlutina. Raðir eru til að mynda heilagar í þeirra huga. Ég vissi það áður en ég kom hingað, en að upplifa það er einhvern veginn öðruvísi. Þeir taka raðirnar sínar mjög alvarlega, maður ryðst ekki framfyrir Breta í röð, þá ertu í rauninni að ráðast á samfélags- legan kjarna hans. Ég myndi segja að það besta við að hafa flutt erlendis er að fá að upplifa hvernig aðrar þjóðir gera hlutina. Og það hjálpar manni að vera meira opin og skilningsrík manneskja. Okkur var alveg frá fyrsta degi tekið mjög vel hérna. Bournemouth er alveg yndislegur bær, og heiman að frá okkur er stutt í allt. Það tekur mig um korter að labba í skólann, vinnan hans Hlyns er í um hálftíma göngufjarlægð, það tekur um 10 mínútur að taka strætó niður í miðbæ og á ströndina, og auk þess búum við hjónin við endann á langri og mikilli verslunargötu sem býður upp á bókstaflega allt. Okkur vanhagar ekki um neitt. Og þetta er allt fyrir utan hversu rosalega ódýrt það er fyrir okkur að lifa hérna. Að flytja til Bretlands var kannski ekki rosalega mikil breyting, þar sem þetta er vest- rænt samfélag rétt eins og Ísland, en hér líður okkur samt mun betur. Ég er samt ekki enn farin að leggja mitt af mörkum til te- drykkju landans, hún er nógu mikil fyrir. Og ég hef ekki enn vanist því að stýrið sé vitlausu megin í bílunum hérna, en það hlýtur að fara að koma! Hvað gerir þú helst í frístundum? -Ég reyni að skrifa sem mest, það hljómar kannski klisjukennt en mér líður eiginlega langbest þegar ég skrifa. Nú þegar hefur ein stuttmynd verið gerð eftir hand- riti sem ég skrifaði, og annað í vinnslu, auk þess lék ég lítið hlutverk í einni stuttmynd sam- nemanda míns, allt voru þetta skólaverkefni. Ég hef líka gaman af því að taka göngutúra og læra á þennan yndislega bæ sem við búum í. Nú svo bjuggum við hjónin til skemmtilega hefð fljótlega eftir að við komum hingað, svokallaða Ferða-laugardaga. Við keyptum bíl af íslenskum frænda Hlyns fljótlega eftir að við komum hingað, en hann býr í South- ampton, nágrannabæ Bourne- mouth, ásamt sinni fjölskyldu. Þegar við vorum komin á bíl kom ekki annað til greina en að ferðast um þetta nýja heimaland okkar og þar sem við hjónin erum bæði miklir ferðalangar í okkur og höfum mjög gaman af því að sjá og upplifa eitthvað nýtt, tókum við uppá þessari hefð. Hvern einasta laugardag setjumst við inn í bíl og keyrum eitthvað. Erum ekkert endilega alltaf með fyrir- fram ákveðinn áfangastað. Þetta hefur leitt okkur á ótrúlegustu staði. Við höfum séð ótal kastala, hallir og sögufræga staði, svo sem fæðingarstað rithöfundarins Charles Dickens, sumarhús Viktoríu drottningar og Alberts prins, rómversku böðin í bænum Bath, Stongehenge og margt fleira. Við keyptum okkur árs aðild að National Trust annars vegar og English Heritage hins vegar, en þessi tvö fyrirtæki halda utan um menningararf Breta að miklu leyti. Og með því að kaupa okkur árs aðgang að hvoru tveggja erum við með óheftan aðgang að öllum þeim stöðum sem eru á skrá hjá þessum fyrirtækjum, og getum heimsótt alla þá kastala, allar þær hallir og í raun allt sem er í boði, hvenær sem okkur sýnist á þessu árs tímabili. Þetta hefur verið alveg ótrúlega skemmtilegt og við erum sko hvergi nærri hætt, enda bara búin að skoða suðurströnd Bretlands fram að þessu. Við eigum allt hitt eftir. Ég nýti líka stundum tímann í að taka göngutúra á þessari margfrægu og meiriháttar strönd sem íbúar Bournemouth búa svo vel að eiga, eða kíki á kaffihús með íslenskri vinkonu minni sem stundar meistaranám í fjölmiðla- fræði við sama háskóla og ég. Hún var samnemandi minn í fjöl- miðlafræði í Háskóla Akureyrar og við höfum svolítið fylgst að síðan. Hvers saknar þú mest að heim- an? -Litlu hlutanna. Ég sakna þess að geta til dæmis ekki tekið þátt í þessum hefðbundnu hlutum eins og skagfirsku þorrablóti eða réttum, eitthvað sem er fyrir mér, á við heilögustu hátíð. Ég sakna þess líka svolítið að hér komi ekki brjálaður snjóstormur eins og á Íslandi. Þó að ég sé því afar fegin að vetrarveðrið í Bournemouth skuli vera mjög óspennandi miðað við Ísland og við þurfum þess vegna ekki að moka bílinn okkar upp úr skafli, þá finnst Íslendingnum í mér voðalega notalegt að sitja inni með kakó og kertaljós á meðan úti geysar blindbylur. Það er aldrei að fara að gerast hér. Að sjálfsögðu saknar maður svo fjölskyldunnar en það er nú samt svolítið merkilegt með mig, að mér finnst þau ekki vera það langt í burtu frá mér. Ég sakna líka íslenska súkku- laðsins. Það er svolítið svona „enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“ tilfelli. Þegar ég bjó á Íslandi hugsaði ég aldrei út í það, en eftir að ég flutti út hef ég rekið mig á hvað íslenskt súkkulaði er í miklum gæðaflokki. Mér finnst breska nammið bara einfaldlega ekki vera samanburðarhæft við það íslenska, svo ég hef svolítið suðað í mömmu um að vera dugleg að senda mér almennilegt íslenskt súkkulaði. Svo blundar Skagfirðingurinn auðvitað alltaf í mér og þráin eftir því að ganga berfætt um grasið heima, heilsa Glóðafeykinum og kasta kveðju á annan hvern mann, er aldrei langt undan. Gætir þú deilt einhverri sniðugri eða eftirminnilegri sögu/uppá- komu frá dvöl þinni erlendis? -Þær eru nokkrar, en tvær standa uppúr. Eftir að við fluttum hingað út bjuggum við hjá ættingjum Hlyns í Southampton á meðan við vorum að leita okkur að íbúð. Fundum loks eina og fimm dögum eftir að við komum til landsins vorum við flutt inn. Þessi íbúð er ein af fimm í þessu húsi sem við búum í, við feng- um þakíbúðina. Yndisleg íbúð, nágrannarnir eru dásamlegir og leigjandinn okkar er gamall Pakistani sem hefur reynst okkur mjög vel. Við fluttum engin húsgögn með okkur út, svo við byrjuðum á því að kaupa okkur rúm. Það keyptum við í IKEA í Southampton og létum senda það til okkar. Það er um það bil 40 mínútna keyrsla milli Southamp- ton og Bournemouth, sem er of lítið fyrir tvær IKEA verslanir, svo annað var ekki í boði. Á meðan við biðum eftir sendingunni fór Hlynur út að versla sængur og kodda og ég beið heima ef ske kynni að sendlarnir kæmu. Sem þeir gerðu. Ég tók á móti þeim og fylgdist með þeim bera rúmið (sem að sjálfsögðu var ósamsett), upp. Nema hvað, að þeir ákváðu að skilja allt heila klabbið eftir á hæðinni fyrir neðan okkur! Þegar ég spurði þá hvort þeir ætluðu ekki að bera þetta alla leið upp (þeir voru jú komnir hálfa leið), var svarið; „Nei því miður, samkvæmt reglum fyrirtækisins megum við það ekki.“ Ég komst að því síðar að Bretar eru mjög mikið fyrir það sem kallað er health and safety. Það liggur við að þeir geri áhættumat áður en þeir fara yfir götu, það er mjög vel passað upp á allt slíkt hérna. Ég var nú ekki alveg á því að láta rúmið okkar bara standa á vitlausri hæð, og þá spurðu þeir mig; „Er ekki karlmaður á heim- ilinu sem getur hjálpað þér að bera þetta upp?“ Þá vaknaði íslenska víkingakonan í mér heldur betur! „Ég geri þetta bara sjálf!“ svaraði ég, kannski full reiðilega. Þeir voru ekki alveg að trúa mér fyrst, þar sem þetta voru jú níðþungir hlutar. En upp fór þetta nú samt! Ég ætla ekki að segja að það hafi verið auðvelt en íslenska þrjóskan í mér í bland við einhverja kven- rembu kom þessu upp á endan- um. Skyldi sko sýna þessum tveimur fullvaxta karlmönnum að ég þyrfti engan karlmann til að hjálpa mér! Stuttu síðar komumst við hjónin að því að við áttum ekki til skrúfjárn til að setja rúmið saman. Þá voru góð ráð dýr því klukkan var orðin ansi margt og við þurftum rúm til að geta sofið. Skunduðum út og fundum einhverja litla sjoppu. Spurðum starfsmanninn hvort hann seldi skrúfjárn. „Nei því miður“ svaraði hann. En honum fannst hins vegar svo leiðinlegt að geta ekki selt okkur skrúfjárn að hann lánaði okkur sitt eigið! Þekkti okkur ekki neitt, en vildi samt hjálpa okkur. Þetta voru okkar fyrstu kynni af hjálpsemi og vinsemd Breta, höfum ekki fundið fyrir öðru frá þeim síðan við komum hingað. LENGRA TIL VINSTRI: Frá upp- tökum á stuttmynd sem gerð var eftir handriti Katrínar. TIL VINSTRI: Ströndin í Bourne- mouth sem er vinsæll ferða- mannastaður. TIL HÆGRI: Katrín og Hlynur á ferðalagi. Hér er Katrín fyrir utan sumarhús Viktoríu drottningar og Alberts prins á eyjunni Isle of Wight. 10/2018 5

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.