Feykir


Feykir - 09.05.2018, Blaðsíða 1

Feykir - 09.05.2018, Blaðsíða 1
18 TBL 9. maí 2018 38. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BLS. 3 BLS. 5 Sigfús Ólafur Guðmundsson svarar Tón-lystinni Fyrsta platan með Ásgeiri Trausta alveg frábær BLS. 11 Byggðastofnun Byggingin vottuð sem vistvænt mannvirki Arnrún Bára og Kristján eru matgæðingar vikunnar Heimagerðir hamborgarar með sætkartöflu brauði BORGARTEIGI 5 550 SAUÐÁRKRÓKUR & 571 5455 / 899 5227 / 691 6227 Smurþjónusta – Dekkjaþjónusta – Bremsuviðgerðir Pústviðgerðir – Almenn bifreiðaþjónusta Hér er laust pláss! Hafðu samband í síma 455 7171 og tryggðu þér frábæran stað til að minna á þig eða fyrirtækið þitt – Feykir er sprækur sem lækur! Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Þú hringir í síma 540 2700 Á Atvinnulífssýningunni sem haldin var á Sauðárkróki um helgina skrifuðu Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs Svf. Skaga- fjarðar og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmála- ráðherra, undir viljayfirlýsingu þess efnis að stjórnvöld leggi fjármuni í byggingu menningarhúss á Sauðárkróki sem ætlað er að rísi á Flæðunum í náinni framtíð. Að sögn Stefáns Vagns er til samn- ingur við stjórnvöld um uppbyggingu menningarhúss á Sauðarkróki frá árinu 2002 – 2003 sem gerður var þegar farið var í uppbyggingu menningarhúsa vítt og breitt um landið og var menn- ingarhús á Sauðárkróki hluti af því. Tekið var fjármagn úr þeim samningi sem fór í lagfæringar á Miðgarði en Stefán segir að það hafi aðeins verið brot af upphæðinni. „Við eigum bréf frá ríkinu frá árinu 2009 þar sem óskað var eftir því að viðræður færu á ís út af efnahagsástandi þess tíma. Í fyrra fórum við af stað aftur til að endurvekja þennan samning. Það tókst og í kjölfarið á því var skipaður þarfagreiningahópur sem fulltrúar allra framboða í Skagafirði áttu aðild að ásamt mennta- og menn- ingarmálaráðuneytinu. Sú vinna er í fullum gangi og er langt komin. Það sem í rauninni út af stóð núna var að tryggja fjármagn til verkefnisins af hálfu ríkisins. Þó að þarfagreininga- hópurinn væri tekinn til starfa var ekki búið að eyrnamerkja fjármagnið,“ segir Stefán. Stefán segir að með undirskriftinni sé ríkið og ríkisstjórnin í raun búið að setja menningarhús á Sauðárkróki inn í fjármálaáætlun hjá sér og eyrnamerkja því verkefni fjármagn árin 2020, 2021 og 2022, tæpar 350 milljón krónur. „Það þýðir í raun og veru að sveitar- félagshlutinn, sem er 40%, gefur okkur möguleika á því, ef það er vilji hjá sveitarstjórninni að nota þá fjármuni, til að hefjast handa árið 2019,“ segir Stefán Vagn og bendir á að stóru tíðindin í þessu séu þau að búið sé að tryggja fjármagn til verksins. Stefán segir að farið verði í hönn- unarsamkeppni á húsinu en það gæti tekið talsverðan tíma. Ef vel gengur ætti hins vegar að vera hægt að hefja framkvæmdir seinni parts árs 2019. Að sögn Stefáns er þarfagreininga- hópurinn enn að störfum en það sem horft hefur verið til er skrifstofuhúsnæði fyrir söfnin, Byggðasafnið, Byggðasögu, bókasafnið og fleiri, með skrifstofu- aðstöðu þar. Þá verða væntanlega ein- hverjir salir, fjölnota salur og svo leik- hússalur með hallandi gólfi og alvöru sviði. „Menn hafa einnig verið að skoða aðstöðu fyrir leikfélagið og varðveislu- rými fyrir Byggðasafnið þar sem starfs- menn geti þá verið í beinum tengslum við það rými.,“ segir Stefán Vagn. /PF Menningarhús á Sauðárkróki Skrifað undir viljayfirlýsingu Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs Svf. Skagafjarðar, við undirskrift viljayfirlýsingar stjórnvalda um að leggja fjármuni í uppbyggingu menningarhúss á Sauðárkróki. Karlakórinn Heimir var vottur að undirskriftinni en hann söng nokkur vel valin lög við setningu Atvinnulífssýningarinnar á laugardag. MYND: PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.