Feykir


Feykir - 09.05.2018, Blaðsíða 4

Feykir - 09.05.2018, Blaðsíða 4
AÐSENT : Björg Baldursdóttir skrifar Vinnuvaka Sambands skagfirskra kvenna – Ágóði fyrir samfélagið Aðalfundur Sambands skagfirskra kvenna, SSK var haldinn á Hólum í Hjaltadal fyrir stuttu. Sambandið er samstarfsvettvangur allra starfandi kvenfélaga í Skagafirði. Kvenfélögin eru tíu og 240 konur starfa innan þeirra. Meðal samstarfsverkefna kvenfélaganna er að halda s.k. Vinnuvöku í byrjun mars. Vinnuvakan var fyrst haldin árið 1982, það ár var ár aldraðra og í tilefni af því komu konur víða um land saman í sínum héruðum eina helgi til að útbúa hluti fyrir basar. Ágóðinn af basarnum rann síðan til góðgerðarmála. Samband skagfirskra kvenna heldur enn þessum sið, þótt framkvæmdin sé ekki með nákvæmlega sama hætti og 1982. Nú er það fyrst og fremst kaffisala, þar sem boðið er til glæsilegs kaffihlaðborðs auk köku og munabasars. Undanfarin ár hafa verið haldnar þematengdar sýningar á Vinnuvökunni. Síðast var sýndur skófatn- vöktu veski Sólveigar á Dýja- bekk. Voru þau af ýmsu tagi en áttu það öll sammerkt að vera einstaklega falleg og vel með farin. Ekki síst var áhugavert og skemmtilegt að Sólveig lét fylgja sögu hvers veskis. Áður hafa verið sýningar á gömlum kjólum, sjölum og hyrnum, barnafötum og hött- um. Nú skipta kvenfélögin með sér verkum í framkvæmd Vinnuvökunnar, bakstri og öðru sem þarf að sinna. Sú ákvörðun var tekin á fyrstu árum Vinnuvökunnar, að ágóðinn ætti aldrei að fara úr héraði og aldrei til ein- staklinga. Var ekki brugðið út af þeim vana. Að þessu sinni var Samfó hópnum afhent gjafabréf upp á 400 þúsund krónur en til að veita bréfinu viðtöku fyrir hönd hópsins voru mætt: Ólafur Ólafsson, Hafdís Ólafsdóttir og Hafdís Steinarsdóttir. Þau voru afar þakklát og Hafdís Steinars- dóttir sagði aðeins frá Samfó hópnum sem er geðræktar- hópur fólks sem einhverra hluta vegna er ekki úti á vinnumarkaðnum. Þau hittast tvisvar í viku til að styðja hvert annað og hafa gaman saman. Einkunnarorð hópsins, sem kom fyrst saman árið 2012, er: Trúnaður, traust, virðing. Hópurinn er algjörlega sjálfbær að öðru leyti en því að Sveitarfélagið Skagafjörður lætur þeim eftir Hús frítímans til að funda í svo styrkurinn kemur að góðum notum. Eitt af markmiðum kven- félaganna í landinu er að styrkja góð málefni og stuðla að góðum verkum í samfélagi sínu. Þar láta skagfirskar kven- félagskonur ekki sitt eftir liggja. Eru þeim öllum færðar bestu þakkir fyrir ómetanlegt starf í þágu samfélagsins. Stjórn sambandsins skipa: Björg Baldursdóttir, Hátúni; Aldís Axelsdóttir, Laufhóli; Valgerður Inga Kjartansdóttir, Hóli; Guðrún Kristín Eiríks- dóttir, Sólheimum; Sigurveig Dögg Þormóðsdóttir, Sauðár- króki; Sigurlína Kristinsdóttir, Sauðárkróki og María Reyk- dal, Starrastöðum. Björg Baldursdóttir Björg Baldursdóttir, Hafdís Ólafsdóttir, Ólafur Ólafsson, Hafdís Steinarsdóttir og Ásbjörg Valgarðsdóttir. AÐSENDAR MYNDIR Frá aðalfundi SSK. Engilráð Margrét Sigurðardóttir fundarstjóri í pontu. aður af ýmsu tagi auk veskja. Mátti þar líta allt frá virðu- legum ráptuðrum til sam- kvæmisveskja. Sérstaka athygli AÐSENT : Inga Katrín D. Magnúsdóttir skrifar Allt í rusli í Skagafirði? Ýmislegt hefur áunnist í endurvinnslumálum síðustu áratugi. Stefna Flokku á Sauðárkróki vegna endurvinnslu er skýr: Við flokkum til að halda umhverfi okkar hreinu og „draga úr sorpi og rusla- haugum úti í náttúrunni [og] til að auka líkurnar á því að við getum skilað komandi kynslóðum jörð sem er enn lifandi, rík af auðlindum og velmeð farin” (af heimasíðu Flokku). Hér eru göfug markmið á ferð. Ef unnið væri að þeim markvisst með sorphirðu værum við sannarlega vel sett, en raunveruleikinn er sannarlega ekki í takt við markmiðið. Sorphirðu og endurvinnslu í þéttbýli hefur fleytt fram síðustu ár, en dreifbýlið hefur orðið alveg eftir í þessum málaflokki (að undanskilinni hirðingu á rúlluplasti og hræjum). Nú er gámurinn – ég meina mælirinn, fullur! Íbúum í dreifbýlinu er ætlað að nota gámasvæðin í sínu nærumhverfi eða gera sér ferð til Sauðárkróks og nýta sér aðstöðuna þar. Raunveruleikinn er þó sá að skynsamlega hönnuð og aðgengi- leg gámasvæði finnast svo gott sem hvergi í Skagafirði nema á Sauðárkróki. Skipulagi svæðanna, stærð og/eða fjölda gámanna miðað við íbúafjölda og merkingum þeirra er víðast hvar mjög ábótavant. Sæmilegt aðgengi að opnum gámum (t.d. með rampi) er hvergi fyrir hendi. Þá er víðast ekki boðið upp á fullnægjandi flokkun. Eins og staðan er í dag eru ruslagámar oft á tíðum yfirfullir og bið eftir því að þeir séu tæmdir, þannig að sorp flæðir ýmist upp úr þeim eða er skilið eftir við gámana. Þurfi fólk að leggja upp í langferð til að skila af sér sorpi, er ljóst að hvorugur kosturinn er sérstaklega aðlaðandi eða hagkvæmur fyrir íbúa. Íbúar sveitafélagsins borga fyrir sorphirðu (sjá Gjaldskrá á heimasíðu Sveitarfélagsins). Þetta gildir bæði um íbúa í þéttbýli og dreifbýli. Það er óforsvaranlegt að íbúar í dreifbýlinu borgi fyrir sorphirðu en fái hvorki sæmilega aðstöðu né aðstoð við að standa sómasamlega að frágangi. Meirihluti sveitarstjórnar hefur verið aðgerðalítill í umhverfismálum og hefur verið fátt tíðinda af þeirra hálfu í umhverfis- og samgöngunefnd. Umbætur í sorphirðu og flokkun hafa rekið nokkuð á reiðanum síðustu ár og hefur ástand farið hratt versnandi. Samningar við ÓK gámaþjónustu hafa t.d. verið lausir frá því í haust. Nú rétt fyrir kosningar er að sjá einhverja hreyfingu í langþráðum lagfæringum á gámasvæðum, þó enn sé bið eftir að framkvæmdir verði að veruleika. Hætt er við að málin sofni aftur ef ekki verða breytingar á stjórn Sveitarfélagsins. Þá má í framhaldinu spyrja: hvað með öll hin gámasvæðin? Verður biðin eftir úrbótum á öðrum gámasvæðum í Skagafirði annar áratugur eða tveir? Þetta þolir enga bið. Hvað er til ráða? Endurvinnslumál eru sameiginlegt verkefni íbúa og sveitarstjórnar. Ábyrgð íbúa felst í að ganga um gámasvæði af virðingu og samviskusemi. Ábyrgð kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn felst í að útbúa gámasvæði sem bjóða upp á að gengið sé vel um þau og að sjá til þess að sorphirða sé ásættanleg. Þessi vegferð verður að hefjast hjá sveitar- félaginu. Ég vil beita mér fyrir því að gáma- svæðin, sorphirða og endurvinnsla verði okkur Skagfirðingum til sóma. Ég hlakka til að sjá þjónustu við dreifbýlið aukna, með bættri aðstöðu víðsvegar um Skagafjörð. Inga Katrín D. Magnúsdóttir skipar 6. sæti á lista VG og Óháðra Spilliefni. MYND AÐSEND 4 18/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.