Feykir


Feykir - 16.05.2018, Blaðsíða 7

Feykir - 16.05.2018, Blaðsíða 7
X18 AÐSENT : Gunnsteinn Björnsson skrifar Er skuldahlutfall mikilvæg tala? Umræður hafa verið í gangi um skuldir Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undanförnu og hafa þær umræður snúist um krónutölur skulda en ekki getu sveitarfélagsins til að standa undir þessum skuldum eða tilurð þeirra. Skuldahlutfall er einmitt mælikvarði á getu sveitarfélagsins til að standa undir skuldum sínum og það gerir okkar sveitarfélag mjög vel og má benda á, því til staðfestingar, að í skýrslu Íslandsbanka um fjármál sveitarfélaganna frá 2017 segir um Sveitarfélagið Skagafjörð: „Lítil skuldsetning og rekstur stendur vel undir núverandi skuldsetningu.“ Það má líka nálgast samanburð skulda með því að framreikna skuldir sveitar- félagsins með vísitölu í krónutölu og þá kemur í ljós að skuldir hafa verið svipaðar í framreiknaðri krónutölu um langt skeið en það sem hefur breyst er geta sveitarfélagsins til að standa undir sínum skuldum og hvernig þessar skuldir eru til komnar. Það er staðreynd að tilurð skulda skiptir líka miklu máli í þessu sam- hengi en á undanförnum árum hafa helstu fjár- festingar sveitarfélagsins verið í hitaveitufram- kvæmdum í dreifbýli Skagafjarðar en veitufram- kvæmdir hafa langan afskriftatíma og skila jafn- framt tekjum til greiðslu skulda. Það er líka staðreynd að lífeyris- skuldbindingar sveitarfélagsins voru árið 2010 705 milljónir en eru núna 1146 miljónir, en þessar skuldbinding- ar eru áætluð skuldbinding vegna greiðslu lífeyris starfsmanna sveitar- félagsins næstu 40 árin, eigi að síður eru þessar skuldbindingar hluti skulda á efnahagsreikningi, þær koma þó ekki að nema litlum hluta til greiðslu árlega. Skuldahlutfall er því mikilvæg tala og er okkar stefna á lista Sjálfstæðis- flokksins í Skagafirði að halda áfram að styrkja fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og lækka skuldahlutfall. Gunnsteinn Björnsson sveitarstjórnarfulltrúi og skipar 3. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði Skuldahlutfall Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur lækkað hratt á líðandi kjörtímabili og er nú 117,1%. Kiwanisklúbburinn Freyja Gaf þrjú sjónvörp inn á Skammtímavistun Síðastliðinn laugardag afhenti Kiwanisklúbburinn Freyja Skammtímavistun á Grundarstíg 22 á Sauðárkróki þrjú sjónvörp ásamt veggfestingum sem leysa munu af hólmi gömul túbusjónvörp sem farin voru að skapa hættu. Að sögn Oddnýjar Rögnu Pálmadóttur var ágóði konukvölds, sem haldið var fyrr á árinu, notaður í þetta þarfa verkefni. Oddný Ragna segir að stelpurnar í Kiwanisklúbbnum Freyju hafi verið að leita að styrktarverkefnum í vetur þegar þetta verkefni rak á fjörur þeirra. „Skammtímavistun vantaði nýja flatskjái inn í her- bergin en gömlu litlu túbu- sjónvörpin voru farin að skapa mikla hættu, hljóðmengun við tilflutning þeirra í og úr her- bergjunum á hjólaeiningunni sem þau stóðu á, plássfrek sem og löngu úrelt. Fengnar voru nánari upplýsingar hjá for- stöðumanni Skammtímavist- unar, henni Guðrúnu Hönnu, og þær bornar undir Freyj- urnar. Loks var ákveðið að slá til ef safnast myndi nægur peningur en við erum nýr klúbbur og því ekki til mikill peningur,“ segir Oddný og ekki var um annað að gera en að fara af stað í fjáröflun. Flottar Freyjur voru búnar að fá þá snilldarhugmynd að halda konukvöld og ákváðu að tileinka kvöldið þessu verkefni og auglýstu í takt við það. „Konukvöldið var haldið á Mælifelli þann 28. mars síðastliðinn með pompi og prakt og er mjög líklegt að þessi skemmtun sé komin til með að vera árlega, svo vel tókst til, aldrei að vita,“ segir Oddný ákveðin. Á kvöldinu var haldin tískusýning í samstarfi við Skagfirðingabúð, kynningar á ýmsum vörum sem búnar eru til í okkar nánasta samfélagi, happdrætti, Zumba og ball með Hvanndalsbræðrum. Þá fengu Freyjur veglega happ- drættisvinninga hvaðanæva að og styrkti Blóma-og gjafabúðin þær um fallega innpökkun á þeim. Veislustjóri kvöldsins var Kristín Sigurrós Einarsdóttir. „Það náðist svo sannarlega að safna fyrir nýjum flatskjáum og fyrir ágóða kvöldsins keypti klúbburinn þrjú smart-sjón- vörp og arma í þeim stærðum sem Skammtímavistun óskaði eftir,“ segir Oddný og afhenti Kiwanisklúbburinn Freyja flatskjáina, sem og armana, síðasta laugardag, þann 12. maí. Kiwanisklúbburinn Freyja vonar að gjöfin opni ný tæki- færi fyrir starfsemi Skamm- tímavistunar og gestir hennar njóti heimsóknarinnar enn frekar og öruggar. „Við í Kiwanisklúbbnum Freyju viljum þakka öllum þeim sem styrktu okkur í hvaða mynd sem það var þannig að gerlegt væri að framkvæma konukvöldið“ segir Oddný Ragna þakklát. Vill hún minna á Facebókarsíðu klúbbsins, Kiwanisklúbburinn Freyja, og Instagram #kiwanisfreyjur. Ellefu fjölskyldur nýta sér þjónustu Skammtímavistunar Skammtímavistun á Sauðár- króki er þjónusta fyrir fjöl- skyldur fatlaðra barna og ung- menna á vegum Sveitarfélagsins Skagafjarðar og þjónustar allt Norðurland vestra. Starfsemin hófst árið 1994 og er markmiðið að létta álagi af fjölskyldum, veita fötluðum börnum og ungmennum tilbreytingu og stuðla með þeim hætti að því að þeir geti búið sem lengst í heimahúsum. Vistunin er ýmist reglubundin eða veitt til ákveðins tíma og er dvalar- tíminn breytilegur eftir að- stæðum hvers og eins. Flestir nýta sér helgarþjónustu en aðrir dvelja lengur. Einnig er boðið upp á neyðarvistun en þá þjónustu er hægt að sækja um ef óvænt atvik koma upp í fjölskyldum. Meðan á dvöl stendur sinna gestir skamm- tímavistunar vinnu, skóla eða hæfingu eftir því sem við á. Skammtímavistun flutti í endurgert húsnæði á Grundar- stíg 22 árið 2001sem tekur mið af þjónustunni. Gestir koma víða af Norðurlandi vestra, úr Húnaþingi vestra, Austur Húnavatnssýslu og Skagafirði. Í dag eru það ellefu fjölskyld- ur sem nýta sér þjónustuna. Helstu áherslur í innra starfi er að virkja einstaklinga til að gera það sem í boði er í samfélag- inu og fylgja þeim í tómstundir og virkja félagslega þáttinn. Skammtímavistun hefur afnot af bíl sem Kiwanisklúbburinn Drangey í Skagafirði gaf til heimila fatlaðs fólks og skamm- tímavistunar og er hann notaður til að fara lengri og styttri ferðir. UMFJÖLLUN Páll Friðriksson Frá afhendingu sjónvarpanna sl. laugardag. F.v. Sigurlaug Lára Ingimundardóttir, Guðrún Hanna Björnsdóttir, Sigríður Káradóttir, Oddný Ragna Pálmadóttir og Ragnheiður Ósk Jónsdóttir. MYND:FREYJUR. 19/2018 7

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.