Feykir


Feykir - 16.05.2018, Blaðsíða 6

Feykir - 16.05.2018, Blaðsíða 6
Hilma á ekki langt að sækja áhugann á kveðskap en móðir hennar, Ragnheiður Ólafsdóttir, er mikil kvæðakona og þann tíma sem Hilma var í námi á Akureyri starfaði hún með Kvæðamannafélaginu Gefjuni. Þegar leiðir hennar og Bjargar Baldursdóttur lágu saman kom í ljós að þær ólu með sér þann sameiginlega draum að stofna kvæðamannafélag í Skagafirði. Í apríl 2015 var svo haldinn stofnfundur í Jarlsstofu þar sem hátt í 20 manns gerðust félagar. Síðan þá hefur félagið haldið fundi mánaðarlega. „Við hittumst fjórða þriðjudag í mánuði í safnaðarheimilinu, yfir vetrarmánuðina, frá september til maí. Fyrirhugað er að halda aftur kvæðamannanámskeið eins og við gerðum á fyrsta starfsári í Kakalaskála,“ segir Hilma en á námskeiðið kom Ragnheiður, móðir hennar, og kenndi kveðandi. „Hún er doktor í þjóðlagafræðum og skrifaði ritgerð um kvæða- lagahefðina og hefur líka sett saman kver fyrir Kvæða- mannafélagið Iðunni um það hvernig maður lærir að kveða. Þetta felst í því að hlusta og herma og herma og herma og kveða svo sjálfur. Til þess að læra nýja vísur og stemmur þá þarf að endurtaka svona 30 sinnum.“ Vilja breiða út boðskapinn Kvæðamannafélagið hefur frá stofnun verið virkt í landssamtökum kvæðamanna, Stemmu, og sótt landsmót samtakanna sem haldin eru árlega, nú síðast á Bifröst í Borgarfirði og voru það Kvæðamannafélagið Iðunn og Kvæðamannafélagið Snorri í Reykholti sem sáu um það. Á þessu ári fékk félagið svo styrk frá Uppbyggingarsjóði SSNV. „Við sóttum um styrk til SSNV,“ segir Hilma, „bæði ferðastyrk svo við kæmumst á landsmót og einnig til að halda þetta kvæðakvöld. Svo ætlum við að heimsækja skólana í haust. Ég er aðeins farin að hafa samband við skólastjórnendur þannig að undirbúningur að því er hafinn því að við ætlum að breiða út boðskapinn, þennan gamla góða svo að fólk viti nú hvað kveðandi er. Svo viljum við náttúrulega endilega gera þetta að hefð að það sé kvæðakvöld á Sæluviku og stefnum að því og höfum gert það leynt og ljóst undanfarin ár en það tókst ekki fyrr en núna. Það hjálpaði náttúrulega mikið að fá þennan styrk þannig að við gátum allavega boðið kvæðafólkinu upp á kaffi og borgað húsaleigu og svona og þurftum ekki að rukka inn,“ segir Hilma sem er mjög þakklát fyrir styrkinn sem gerði þessa samkomu að veruleika. „Á kvæðakvöldið okkar buðum við nágrönnum okkar, Gefjunni á Akureyri, Rímu í Fjallabyggð og Vatnsnesingi. Svo kom Sigurður Sigurðarson dýralæknir og Ólöf, kona hans, og þau voru með heilmikið efni. Hann byrjaði á að kveða eða fara með vísur um barnabörnin sín sem búa hér á Króknum. Gefjun var með Rímu um nýja tíma eftir Hjálmar Freysteinsson og Ríma var með mikið prógramm, þau eru mjög góð í tvísöngvunum og kváðu ýmislegt fleira líka, þannig að Gná var eiginlega bara rúsínan í pylsuendanum. Anna Þóra Jónsdóttir frá Vatnsleysu kvað vísur eftir pabba sinn. Ég kvað nú bara mína uppáhaldsstemmu, eina af fyrstu stemmunum sem ég lærði sem er Grána eftir Pál Ólafsson. Ég kynntist kveðandi í rauninni þegar mamma og Þórarinn Hjartarson fóru að stúdera Pál og gerðu þætti fyrir Ríkisútvarpið um hann. Það var í kringum 1995 og svo VIÐTAL Fríða Eyjólfsdóttir Kvæðamannafélagið Gná Ungur en öflugur félagsskapur Hilma á vinnustofu sinni. MYND: FE Kvæðamannafélagið Gná hélt kvæðakvöld í Melsgili í Sæluviku við góðar undirtektir en skemmst er frá því að segja að þar var húsfyllir. Gná er ekki gamalt félag en er þó greinilega búið að skipa sér sess í menningarlífi fjarðarins eins og viðtökurnar bera með sér. Feykir mælti sér mót við formann félagsins, Hilmu Eiðsdóttur Bakken, á vinnustofu hennar í gamla pósthúsinu á Sauðárkróki þar sem hún vinnur við hönnun og framleiðslu á margs konar prjónaflíkum. gáfu þau út geisladisk 2001 með ljóðum Páls sem heitir Söngur riddarans. Þar er nokkuð um kveðandi þannig að maður er svona alinn upp við það þaðan. Mamma var einmitt kynnir á kvæðakvöldinu og kvað líka eina stemmu eftir sig. Svo komu Riddarar norðursins líka, það eru hestamenn héðan úr Skagafirði. Innan þeirra vébanda er kór sem er farinn að æfa og þeir sungu þarna hárri raust svo að þakið lyftist. Í kórnum er Úlfar Sveinsson sem er líka gjaldkeri hjá okkur og hann fékk þá til að koma. Þetta voru 10 manns þannig að það munaði um minna.“ Hátt í 40 manns komu fram Það er auðheyrt að Hilma er bæði ánægð og stolt enda fóru viðtökurnar langt fram úr vonum þeirra sem að kvöldinu stóðu. „Það voru 36 manns sem fóru á svið. Kvenfélag Staðarhrepps var með kaffisölu og kunnum við þeim miklar þakkir fyrir, því að upphaflega hugsaði ég, já við verðum nú ánægð með svona 30, þannig að ég pantaði kaffi fyrir 30. Svo fóru nú að renna á mig tvær grímur þegar ég sá að það væru 36 sem færu á svið og það væri nú ljómandi gaman ef það kæmu einhverjir að hlusta á okkur líka, einhverjir sem ætluðu ekki á svið, þannig að sennilega væri best að hafa kaffi fyrir svona 50-60 manns. Svo varð bara húsfyllir, ég held að það hafi verið hátt í 100 manns í húsinu. Kvenfélagskonur stóðu sig með stakri prýði eins og skagfirskum konum er lagið, að redda 100 manna veislu þegar er pantað kaffi fyri 30 manns! En það er svona þegar maður rennir blint í sjóinn, maður veit ekkert hvað koma margir en svo er bara fullt hús og ég er bara búin að svífa um á bleiku skýi síðan. Þetta heppnaðist svo vel,“ segir Hilma alsæl að lokum. Gná heldur úti Facebooksíðu undir nafninu Kvæðamannafélagið Gná þar sem áhugasamir geta fylgst með starfseminni. Síðasti fundur þessa vetrar verður haldinn þriðjudaginn 22. maí kl. 20:00 í Safnaðarheimilinu á Sauðárkróki og þangað eru nýir félagar velkomnir. Þór Sigurðsson og Þórarinn Hjartarson úr Kvæðamannafélaginu Gefjuni. Ragnheiður Ólafsdóttir, kynnir kvöldsins, og Sigurður Sigurðarson dýralæknir. MYNDIR: NENA ENGELEN 6 19/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.