Feykir


Feykir - 27.06.2018, Blaðsíða 6

Feykir - 27.06.2018, Blaðsíða 6
til að vinna að eigin verkum. Hún hefur lagt áherslu á kennslu utan kennslustofunnar, í hverfum í Montréal þar sem sagan spilar mikið inn í, svo nemendurnir læri af sögunni og geti nýtt hana í listsköpunina og skrif. Námskeiðið á Íslandi er framlenging af þessari nálgun. Rachel Lin Weaver hefur dvalið bæði í listamiðstöðinni á Skagaströnd og á Blönduósi. Hún dvaldi í Nes listamiðstöð á tímabilinu 2013-2014 og tók þátt í verkefninu Weight Það mætti gera ráð fyrir því að þetta væru samantekin ráð að nemendur beggja skólanna séu við nám á sama tíma en í raun er það algjör tilviljun að skólarnir dvelji á Norðurlandi vestra í júnímánuði. Upphafið að dvöl nemendanna í Austur - Húnavatnssýslu má rekja til þess að umsjónarmennirnir þrír hafa allir dvalið í listamiðstöðinni á Blönduósi og einn þeirra á Skagaströnd, en þó ekki öll þrjú á sama tíma. Kathleen Vaughn dvaldi í textíllistamiðstöðinni á Blöndu- ósi í júnímánuði árið 2016 og féll algjörlega fyrir svæðinu að eigin sögn. Dvölin í listamiðstöðinni veitti henni aukinn innblástur til listsköpunar. Verkefnið sem hún vann á meðan hún dvaldi þar er textílgöngukort sem ber nafnið Ísland: Jörð og himinn. Kathleen notaði jurtalitaða ull og annað garn til að sýna staðbundna reynslu sína á meðan hún dvaldi hér. Hún studdist við bæði stafræna tækni og útsaum til að tákna jörðina og hvernig hún ferðast um hana sem og lykkjulaga hreyfingar sólarinnar og tunglsins yfir jörðina og rammaði inn verkið með blúnduprjóni og hangandi steinum. Kathleen hafði aldrei áður upplifað 24 tíma birtu og orkuna sem henni fylgdi og var ákveðin að koma aftur til Íslands. „Ég bý í þriggja milljóna manna borg þar sem það getur verið hættulegt fyrir konur að vera á ferli. Um leið og ég kom á Blönduós fann ég öryggi sem veitti mér tækifæri til að tengjast fólkinu hérna á svæðinu mjög vel og fræðast um lífið á Íslandi og söguna.” segir Kathleen. Um leið og Kathleen lauk dvöl sinni á Íslandi byrjaði hún að vinna að því að koma með nemendur sína til Íslands, svo að þeir fengju að upplifa það sem hún upplifði þegar hún dvaldi í listamiðstöðinni. Kathleen vildi að þau upplifðu náttúruna, gestrisni heimamanna og frelsið VIÐTAL Lee Ann Maginnis Nemendur Virginia Tech háskólans í Bandaríkjunum og Concordia háskóla í Montréal í Kanada, hafa nú í júnímánuði dvalið í listamiðstöðvunum á Blönduósi og á Skagaströnd. Þrettán nemendur eru í hvorum hóp. Kathleen Vaughn, aðstoðarprófessor við Concordia, dvelur með nemendum sínum á Blönduósi, og á Skagaströnd dvelja Lesley Duffield og Rachel Lin Weaver, aðstoðarprófessorar við Virginia Tech. Blaðamaður Feykis settist niður með Kathleen og Rachel, umsjónarmönnum verkefnanna, og ræddi við þær um upphafið, hugsjónina og framtíð verkefnisins. Nemendur fá fyrirlestur og kennslu um vefnað frá Ragnheiði Björk Þórsdóttur. MYNDIR AÐSENDAR Listsköpun á Norðurlandi vestra Listamiðstöðvar vettvangur háskólanáms á Norðurlandi vestra Kathleen Vaughn. of Mountains Filmmaking Residency program sem ætlað var listamönnum í kvikmyndagerð. Hún dvaldi einnig í textíllistamiðstöðinni á Blönduósi árið 2017 ásamt Lesley Duffield. Það var þá sem hugmyndin kviknaði að því að koma aftur með nemendahóp til Íslands sem myndi dvelja í listamiðstöð og fræðast um svæðið og vinna að list sinni. Þau skoðuðu skipulagið og getu svæðisins til að taka á móti nemendahópi og þau komust að þeirri niðurstöðu að Norðurland vestra væri kjörið til að taka þátt í verkefni af þessari stærðargráðu. Að auki var það þeim mikilvægt að þetta væri á svæði þar sem þau hefðu stuðningsnet, þ.e. vini og vandamenn sem þau höfðu kynnst á meðan á dvöl þeirra stóð. „Það var mér mjög mikilvægt að koma aftur hingað, með nemendur mína, til að þeir fengju að upplifa það sem ég hafði upplifað og þetta er einnig mín leið til að skila aftur til baka til samfélagsins öllu því sem það hefur gefið mér,” segir Rachel. Uppbygging námskeiðanna á báðum stöðum er með svipuðum hætti. Nemendurnir dvelja á svæðinu, sitja fyrirlestra, vinna að verkefnum og fræðast um svæðið. Einnig hafa þau töluvert frelsi til að ferðast um landið. Textíllistamiðstöð á Blönduósi Á Blönduósi dvelja nemend- urnir í listmiðstöðinni sem staðsett er í Kvennaskólanum á Blönduósi í fjórar vikur. Nám- skeiðið gengur undir heitinu Imagining Iceland – Iceland Field School [þýðing blm. Að ímynda sér Ísland] og er samstarfsverkefni Concordia háskóla, Textílseturs Íslands og Þekkingarsetursins á Blönduósi. Mestur tími nemenda fer í það að sinna eigin verkefnum. 6 25/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.