Feykir


Feykir - 27.06.2018, Blaðsíða 1

Feykir - 27.06.2018, Blaðsíða 1
25 TBL 27. júní 2018 38. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BLS. 6–7 BLS. 4 Feykir lítur við hjá ferðaþjón- ustuaðilum á Geitafelli á Vatnsnesi Fiskréttir í fögru umhverfi BLS. 5 Listsköpun á Norðurlandi vestra Listamiðstöðvar vettvangur háskólanáms Biathlon kynnt á Sauðárkróki í tengslum við Landsmótið Öllum finnst þetta rosa skemmtilegt Holræsa- og stífluþjónusta Bjóðum alhliða lagnahreinsun og lagnamyndun Leitið nánari upplýsinga í síma 452 2958. Sími 452 2958 | Oddagata 18 | 545 Skagaströnd | gamar.is | vilhelm@gamar.is Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Þú hringir í síma 540 2700 Nýttu þér netverslun Skoðaðu vöruúrvalið á lya.is Ráðherrafundur Fríverslunar- samtaka Evrópu EFTA var haldinn á Sauðárkróki á mánudaginn en áður en sjálfur fundurinn hófst voru undirritaðir annars vegar nýr fríverslunarsamningur EFTA og Ekvadors og hins vegar uppfærður fríverslunarsamningur EFTA við Tyrkland. Skrifað var undir samningana á Hólum í Hjaltadal. Fyrir umrædda fundi hittust þeir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- ráðherra, og Nihat Zeybekci, efna- hagsmálaráðherra Tyrklands á Hof- stöðum í Skagafirði og ræddu ýmis málefni, þar á meðal mál Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafa látist í átökum í Afrin-héraði í Sýrlandi fyrr á þessu ári. Guðlaugur Þór kom enn- fremur á framfæri gagnrýni á hernað Tyrkja í Norður-Sýrlandi. Fundur EFTA-ráðherranna Auk Guðlaugs sóttu ráðherrafundinn ráðherrar frá hinum EFTA-ríkjunum: Aurelia Frick, utanríkisráðherra Liechtenstein, Torbjørn Røe Isaksen, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Noregs og Johann N. Schneider-Amman, ráðherra efnahagsmála, menntunar og rannsókna í sambandsstjórn Sviss. Komu þeir saman til fundar í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Á fundinum ítrekuðu ráðherrarnir vilja sinn til að standa vörð um frjáls milliríkjaviðskipti byggð á gagnsæi og skýrum leikreglum. Um leið létu þeir í ljós áhyggjur af aukinni spennu og vaxandi tilhneigingu til verndarstefnu í alþjóðaviðskiptum. Þá lögðu þeir áherslu á mikilvægi Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar (WTO) og að Ráðherrafundur Fríverslunarsamtaka Evrópu EFTA á Sauðárkróki Fríverslun rædd við tollabandalag Suður-Afríkuríkja deilur um milliríkjaviðskipti væru leiddar til lykta á þeim vettvangi. Ráðherrarnir ræddu jafnframt fríverslunarmál og þá ekki síst stöðu og horfur í yfirstandandi fríverslunar- viðræðum. Lýstu þeir sérstakri ánægju með upphaf viðræðna við tollabanda- lag Suður-Afríkuríkja (SACU) um uppfærslu gildandi fríverslunarsamn- ings og létu í ljós von um að viðræður við Chile um uppfærslu á núgildandi samningi gætu hafist fljótlega á ný. Útganga Breta úr ESB Samskipti EFTA-ríkjanna við Evrópu- sambandið voru jafnframt til umræðu, sérstaklega í ljósi yfirvofandi útgöngu Breta úr ESB. Ráðherrarnir lýstu yfir vilja til að viðhalda nánu viðskipta- sambandi EFTA-ríkjanna og Bretlands og í því skyni væru þeir reiðubúnir til að aðstoða við að koma á bráða- birgðafyrirkomulagi á viðskiptum við Breta uns þau mál hefðu verið til lykta leidd til frambúðar. „Við áttum afar góðar viðræður um Brexit enda eru öll EFTA-ríkin á einu máli um hve áríðandi það sé að vel takist til við útgöngu Breta úr ESB. Þýðing þess verður ekki ofmetin.“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Guðlaugur Þór segir að fríversl- unarsamningurinn sem gerður var við Ekvador taki til allra sviða nútíma fríverslunarsamnings og EFTA-ríkin séu sammála um að með honum sé grunnur lagður að auknum við- skiptum og fjárfestingum. „Við erum sannfærð um að þessi samningur skapi viðskiptatækifæri fyrir fyrirtæki bæði í Ekvador og EFTA-ríkjunum,“ segir Guðlaugur. Fríverslunarsamn- ingur Tyrklands og EFTA gekk í gildi vorið 1992. Hann tekur meðal annars til vöru- og þjónustuviðskipta, upp- runavottunar, verndar hugverkaréttar og sjálfbærrar þróunar. /PF Framkvæmdastjóri EFTA Kristinn F. Árnason ásamt Aurelia Frick, utanríkisráðherra Liechtenstein; Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra Íslands; Torbjørn Røe Isaksen, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Noregs og Johann N. Schneider-Amman, ráðherra efnahagsmála, menntunar og rannsókna í sambandsstjórn Sviss. MYND: UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ FYRIR HEYSKAPINN Eigum til tinda og hnífa í flestar gerðir heyvinnuvéla, einnig slöngur og dekk með eða án felgu. & 453 8888 NETFANG velaval@velaval.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.