Feykir


Feykir - 05.09.2018, Blaðsíða 11

Feykir - 05.09.2018, Blaðsíða 11
SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU OG LÍKAMSRÆKT FEYKIS:: Mörk. Feykir spyr... Hvað stendur upp úr frá sumrinu? Spurt á Facebook UMSJÓN palli@feykir.is „Að vera viðstaddur þegar Ísland gerði jafntefli við Argentínu og svo Þjóðhátíð í Eyjum.“ Jón Grétar Guðmundsson „Fríið með fjölskyldunni.“ Díana Dögg Hreinsdóttir „Vígsla á nýju gervigrasi sem mun bæta uppbyggingu yngri flokka í knattspyrnu, algjör snilld.“ Konráð Freyr Sigurðsson (t.v.) „Sumarið fór að mestu í vinnu en í gegnum vinnuna hitti ég fjöldann allan af skemmtilegu og áhugaverðu fólki. Ég fór einnig á nokkra frábæra tónleika og horfði mikið á fótbolta. Ætla svo að enda sumarið á því að skella mér til Kaupmannahafnar á morgun [fimmtudag].“ Lee Ann Maginnis KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Krossgáta Tilvitnun vikunnar Lífið er leikur og sönn ást eru aðal verðlaunin. – Rufus Wainwright Su do ku Léttsteikið bringurnar og saltið og piprið. Setjið þær í eldfast mót, soðið brokkolí ofan á og hellið sósunni yfir. Ritzkexi, osti og bræddu smjöri hrært saman og sett ofan á. Sett inn í ofn við 200° C í 30 mínútur. Gott er að hafa hrísgrjón og hvítlauksbrauð með. EFTIRRÉTTUR Marsterta 4 eggjahvítur 1 dl flórsykur 1 dl púðursykur 2 bollar Rice krispies Aðferð: Eggjahvítur, flórsykur og púðursykur þeytt vel saman og Rice krispies bætt út í á eftir. Sett í tvö form og bakað í 40 mínútur við u.þ.b. 150° C. Krem: 2 Mars 60 g smjör 4 eggjarauður 3 matskeiðar flórsykur Mars og smjör brætt saman og látið kólna. Eggjarauður og flórsykur þeytt saman. Súkkulaðinu blandað saman við. Einn peli þeyttur rjómi settur á milli og kremið ofan á. Sett í frost og tekin út hálftíma áður en hún skal borðuð. Verði ykkur að góðu! Við skorum á Huldu Björg Jónsdótt- ur og Konráð Leó Konráðsson að vera næstu matgæðingar. Matgæðingar þessarar viku eru þau Anna Birgisdóttir og Elvar Hólm Hjartarson sem búa á Sauðárkróki ásamt tveimur dætrum sínum. Elvar vinnur hjá Vörumiðlun en Anna í eldhúsinu á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki. Anna segir að Elvar sé ekki gefinn fyrir að elda en verji frekar tíma í hestamennsku sem dæturnar stunda með honum. Sjálf segist hún hafa gaman af að elda og prufa eitthvað nýtt og er m.a. í matarklúbbi sem hefur fengið að prófa réttinn sem hún gefur okkur uppskriftina að og vakti hann góða lukku. „Ekki er Marskakan síðri, hún er sælgæti,“ segir Anna. FORRÉTTUR Salat með rækjum og fetaosti (fyrir 6) 2 hausar lambhagasalat eða u.þ.b. ⅓ haus jöklasalat (ísberg) 1 stk. rauðlaukur ½ agúrka ½ græn paprika 1 krukka fetaostur í kryddlegi 1 dl furuhnetur 2 dl brauðteningar 300 g risarækjur salatsósa að eigin vali Aðferð: Skolið og rífið salatið, skerið laukinn í þunnar sneiðar og agúrku og papriku í bita. Hellið krydd- leginum af fetaostinum og blandið honum saman við grænmetið og rækjurnar í stórri skál. Stráið brauðteningunum yfir um leið og salatið er borið fram með salat- sósunni. AÐALRÉTTUR Kjúklingaréttur (fyrir 6) 4 kjúklingabringur 1 dós Cambell sveppasúpa 1 haus brokkolí 1 dós sýrður rjómi 2 tsk sítrónusafi 2 tsk karrý 3 msk smjör u.þ.b. ½ pakki Ritzkex rifinn ostur Aðferð: Hrærið saman súpunni, sýrða rjómanum, karrý og sítrónu- safa. Rækjur í forrétt, kjúklingaréttur og Marskaka í eftirrétt ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) frida@feykir.is Anna og Elvar á Sauðárkróki matreiða Elvar og Anna. MYND ÚR EINKASAFNI 33/2018 11 Ótrúlegt – en kannski satt.. Þegar John Lennon var ungur greindist hann með ADHD (athyglisbrest). Neituðu kennarar oft að hafa hann sem nemenda því þeim fannst hann trufla oft í tíma og kölluðu kennararnir hann því tossa. Fyrri kona hans var Cynthia Powell en sú síðari heitir Yoko Ono og er Íslendingum vel kunnug. Ótrúlegt, en kannski satt, þá hét fyrsta kærasta Lennon Thelma Pickles. Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum. Ungbörn eru mæld í mér. Magna föður tengd ég er. Ráðum miklu í réttunum. Rauðagull með Þjóðverjum. FEYKIFÍN AFÞREYING

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.