Feykir


Feykir - 19.09.2018, Page 14

Feykir - 19.09.2018, Page 14
Gengið var á flestum afréttum landsins um síðustu helgi, sumstaðar í fyrstu leitir, annars staðar fóru menn í seinni göngur. Misjafnt er milli svæða hversu margir gangnadagarnir eru enda afréttarlöndin misstór. Sigþór Smári Sigurðsson á Kríthóli lagði upp á miðvikudag ásamt öðrum smölum úr framsveitum Skagafjarðar. Gistu þeir í Rústarskála við Orravatnsrústir, sem liggja í liðlega 700 m h.y.s. norðaustan Hofsjökuls. Hinir tignarlegu Illviðrahnjúkar eru þar sem risavaxnar vörður og góð kennileiti. Smalað er norður heiði og endað á fjórða degi með safnið í Hlíðarrétt í Vesturdal. Sigþór Smári segir smölun hafa gengið vel en veðrið hafi mátt vera betra. fimmtudags- nóttin var köld, dimm frost- þoka svo ísing lagðist yfir allt. Þoka var reyndar alla morgna sem tafði brottför og snjó fengu smalarnir á föstudaginn. Aðspurður um hvort hann sé bóndi á Krithóli, segir hann svo ekki vera. Mágur hans er skráður fyrir búskapnum en það hjálpist allir að í sveitinni. Meðfylgjandi myndir tók Sigþór Smári. /PF Allir hjálpast að í sveitinni Gengið á Hofsafrétt Þokunni hefur létt og staðan er góð. Gott að æja í grænum bala. Smalahrossin hans Smára stilla sér upp fyrir myndatöku. Loks kominn til byggða. 14 35/2018

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.