Fréttablaðið - 24.04.2020, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 24.04.2020, Blaðsíða 8
Ég er ekki fulltrúi íslenska ríkisins þegar ég dæmi í íslensku máli. Ég er dómari við Mannréttindadómstól Evrópu. „Það er ekki hollt fyrir neitt rétt- arríki að horfa einungis inn á við,“ segir Róbert Spanó, nýr forseti Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann segir íslenska réttarkerfið hafa notið góðs af aðildinni að Mannréttindasáttmála Evrópu á undanförnum áratugum. „Utanaðkomandi áhrif geta verið af hinu góða, opnað nýjar víddir og nýja sýn sem styrkir vernd mann- réttinda þegar til lengri tíma er litið. Við Íslendingar höfum sér- staklega notið slíks ytra aðhalds hvað okkar réttarkerfi varðar.“ Auk lögfestingar sáttmálans í íslenskan rétt og heildarendurskoðun Mann- réttindakaf la stjórnarskrárinnar árið 1995, nefnir Róbert gjörbreyt- ingu á skipan dómsvalds og fram- kvæmdarvalds í héraði snemma á níunda áratugnum. „Þá ber sérstaklega að nefna þá auknu tjáningarfrelsisvernd hér á landi sem hefur hlotist af dómum MDE síðastliðin ár. Það er ekki ofsögum sagt að dómafram- kvæmd innlendra dómstóla hafi tekið stakkaskiptum til hins betra vegna nokkurs fjölda dóma MDE,“ segir Róbert og nefnir þær grund- vallarbreytingar á dómskerfinu sem gerðar hafa verið á síðastliðnum tveimur árum með stofnun milli- dómstigs, en þær byggja að mestu á þeirri viðleitni að bæta réttar öryggi í samræmi við ákvæði Mannrétt- indasáttmálans. „Ég hef mikla trú á því að tilkoma Landsréttar hafi og muni í fram- tíðinni hafa jákvæð áhrif á þróun íslensks réttar með því að styrkja réttaröryggi á áfrýjunarstigi, eink- um í sakamálum. Þá tel ég að Hæsti- réttur muni styrkjast og eflast sem æðsti dómstóll þjóðarinnar sem kveður upp fordæmisgefandi og vel rökstudda dóma með nýrri kynslóð sem mun móta stefnuna til fram- tíðar,“ segir Róbert og er ósammála þeim sem telja breytinguna ekki til góðs. „Ég ber mikið traust til íslenska dómskerfisins, þar er mikið um afskaplega fært fólk á öllum þremur dómstigunum sem reynir að gera sitt besta. Ég hef miklar væntingar til þess að með tíð og tíma muni hin nýja dómstólaskipan á milli Lands- réttar og Hæstaréttar auka enn á fyrirsjáanleika og samkvæmni í dómaframkvæmd. Íslenska lög- mannastéttin hefur einnig að geyma margt afar hæfileikaríkt fólk. Þá er starf lagadeildanna öfl- ugt. Framtíð íslensks réttarkerfis er því björt.“ Rúmlega sjötíu mál frá Íslandi bíða meðferðar í Strassborg. „Það er mikill fjöldi hlutfallslega í saman- burði við önnur aðildarríki,“ segir Róbert. Ljóst sé að meðvitund bæði íslenskra lögfræðinga og almenn- ings um efni sáttmálans og störf MDE sé meiri en í mörgum öðrum aðildarríkjum. „Það er mjög gott mál að mínu áliti og sýnir einnig hversu aðgengilegur dómstóllinn er fyrir borgarana.“ Tryggja þurfi endurupptöku Mörg þeirra mála sem nú eru til meðferðar eiga rót sína að rekja til sakamála sem höfðuð voru hér á landi í framhaldinu af bankahrun- inu á árinu 2008. Þegar hefur verið dæmt í nokkrum slíkum málum. „Það er að mínu áliti misskiln- ingur að halda því fram að brot á meginreglu 6. greinar sáttmálans um réttláta málsmeðferð séu lítil- væg brot eða bara nokkurs konar „formbrot“, eins og stundum er haldið fram. Þegar ríkið beitir ægi- valdi sínu til að sækja menn til saka vegna gruns um refsiverða hátt- semi skiptir réttlætið í málsmeð- ferðinni öllu máli fyrir þann sem í hlut á,“ segir Róbert og nefnir einnig önnur mikilvæg réttindi sem felist í reglunni um að dómarar skuli vera sjálfstæðir og óvilhallir. „Í réttlátri málsmeðferð felst kjarni þeirrar mannréttinda- verndar sem sakaður maður, sem telst saklaus uns sekt hans er sönn- uð, nýtur. Þetta er grunnhugsunin að baki 6. greininni. Hún byggir á því að það sé eitt af grundvallar- hlutverkum dómara að vera varð- menn réttarríkisins.“ Það hvíli því á endanum á herðum dómaranna að tryggja réttláta málsmeðferð þótt sú skylda hvíli auðvitað líka á lög- reglu og ákæruvaldi. „Mikilvægt er síðan að hið inn- lenda kerfi tryggi endurupptöku mála þegar verulegir gallar hafa verið á málsmeðferð í sakamáli sem staðfestir hafa verið í dómi MDE. Réttur borgaranna samkvæmt sátt- málanum verður að vera raunhæfur og virkur.“ Ekki fulltrúi Íslands Í kjölfar dóms MDE í Landsréttar- málinu varð töluverð umræða um stöðu íslenska dómarans við rétt- inn, af hverju hann dæmdi í málinu og tæki aftur sæti í yfirdeild. Róbert getur ekki tjáð sig um Landsréttar- málið og meðferð þess hjá MDE, þar sem lokaniðurstaða þess liggur ekki fyrir. Hann segir umræðuna þó byggjast á misskilningi. „Það er misskilningur sem oft kemur fram í umræðunni að dóm- ari, sem kjörinn er til starfa við MDE, sé „fulltrúi“ síns heimaríkis. Það er rangt. Ég er ekki fulltrúi íslenska ríkisins þegar ég dæmi í íslensku máli. Ég er dómari við Mannréttindadómstól Evrópu,“ segir Róbert. Íslensk mál fái að sjálfsögðu ekki aðra meðferð hjá honum en önnur mál og þar skipti innlend pólitík aðildarríkja engu máli, aðeins þekking og reynsla dómarans við túlkun og beitingu sáttmálans. Dómarar við MDE eru kosnir á vettvangi Evrópuráðsins á grund- velli lista sem hvert aðildarríki leggur fram. „Íslenska ríkið til- nefndi mig á sínum tíma til starfans ásamt tveimur öðrum afar mætum kandídötum,“ segir Róbert. Reglur Mannréttindasáttmálans kveði á um að dómurum beri að sitja í þeim málum sem komi frá heima- ríki þeirra, bæði í deildum sjö dómara og í yfirdeild þegar málum er vísað þangað. „Hugsunin hér er sú að landsdómarinn hafi þekk- ingu á þeim innlendu réttarreglum er á reynir í slíku máli, sem nauð- synleg er til að MDE geti komist að niðurstöðu á grundvelli réttra upplýsinga. Þetta er það kerfi sem aðildarríkin hafa komið sér saman um, þar á meðal Ísland, sem hefur lögfest þessar reglur á Íslandi.“ Þar sem um alþjóðadómstól sé að ræða, settan á laggirnar af sjálf- stæðum og fullvalda ríkjum, verði þessum reglum ekki að öllu leyti jafnað við innlenda dómstóla. Ríki geri ávallt þá kröfu að landsdómari sitji í dómi þegar dæma á um ábyrgð þeirra. „Þótt öllum sé frjálst að gagnrýna kerfið sem gildir um þátt- töku landsdómaranna, sýnist mér sumir hafa gleymt að þeirri gagn- rýni verður auðvitað ekki beint að dómurunum sjálfum enda ber þeim fortakslaus skylda til að fara eftir gildandi reglum,“ segir Róbert. Aðildarríkin verði að breyta kerfinu vilji þau hafa þetta öðruvísi. Valdhafar vandi gagnrýnina Róbert segist þó skilja og virða að dómarar þurfi að þola gagnrýni á störf sín. Hana megi þeir þó hvorki taka persónulega né nærri sér. „Maður verður að hafa bein í nefinu í svona starfi, annars er bara best að fara að gera eitthvað annað,“ segir Róbert en bætir við: „Þeir sem hins vegar gagnrýna dómstóla, verða að gera það mál- efnalega og velja orð sín af kost- gæfni. Það á sérstaklega við um þá sem fara með opinber völd. Sama gildir og jafnvel enn frekar um lög- fræðinga almennt,“ segir Róbert. Hann bendir á að mannréttindin séu reglur sem beinist ekki síst að stjórnmálamönnum og vald- höfum. „Kjósi menn að láta gott af sér leiða á sviði stjórnmála verða þeir jafnframt að horfa til þeirra reglna sem um slík störf gilda í lýð- ræðis- og réttarríki og þeim ber að fara eftir. Stjórnmálamenn sem fara með opinbert vald verða að fara að lögum, svo einfalt er það. Það er síðan hlutverk dómstóla að taka afstöðu til þess hvort störf stjórn- málamanna séu á hverjum tíma í samræmi við MSE, stjórnarskrá og almenn lög,“ segir Róbert og bætir við: „Það er beinlínis það kerfi sem er undirstaða réttarríkisins.“ Stoltur af litla Íslandi Róbert segir forsetakjör sitt við MDE ekki aðeins persónulegan heiður fyrir sig, heldur fyrir alla íslensku þjóðina. „Það skiptir í raun mun meira máli hve mikil- vægt það er fyrir okkar litlu þjóð að Íslendingar veljist til leiðtoga- starfa á alþjóðlegum vettvangi. Kjör Íslendings í forsæti þessa áhrifamikla alþjóðadómstóls mun hafa jákvæð áhrif á ímynd og stöðu Íslands í samfélagi þjóða sem byggja á lýðræði, réttarríkinu og vernd mannréttinda,“ segir Róbert sem er stoltur af Íslendingum. „Þetta sýnir einnig að við Íslend- ingar erum alls megnug. Eljan og krafturinn sem býr í okkar litlu þjóð er með ólíkindum, eins og síðustu vikur hafa sýnt, þar sem íslenska heilbrigðiskerfið og þrí- eykið okkar hefur sýnt að það er af burðafólk og með þekkingu á heimsmælikvarða. Ég hef þurft að fylgjast með framvindu mála úr fjarlægð hér frá Strassborg undan- farnar vikur, en framganga þeirra og raunar allrar íslensku þjóðar- innar á þessum erfiðu tímum hefur fyllt mig miklu stolti.“ Valdhöfum ber að virða mannréttindi Kjör Íslendings í forsæti Mannréttindadómstóls Evrópu er mikilvægt fyrir þjóðina alla, segir forseti MDE, Róbert Spanó. Gagnrýni á dómara þurfi að vera málefnaleg, sérstaklega þeirra sem hafi menntun til og þeirra sem fara með völd. Þeirra sé að virða réttindin. Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Róbert hefur verið dómari við MDE frá 2013. Hann hefur verið forseti dómdeildar, varaforseti og nú forseti eins áhrifamesta alþjóðadómstóls heims. Róbert hefur undanfarin ár verið forseti sinnar dómdeildar við Mannrétt- indadómstólinn. Nú bætist enn stærra verkefni við hefðbundin dómstörf. Meira á frettabladid.is 2 4 . A P R Í L 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.