Fréttablaðið - 24.04.2020, Blaðsíða 18
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Frá árinu 2003 hefur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands staðið myndarlega að því
að efla hreyfingu og starfsanda
á vinnustöðum með heilsu- og
hvatningarverkefninu Hjólað í
vinnuna. Það stendur að vanda
yfir í þrjár vikur eða til 26. maí. Á
þeim tíma eru landsmenn hvattir
til að hreyfa sig og nýta sér heilsu-
samlegar, umhverfisvænar og
hagkvæmar samgöngur með því
að hjóla, ganga eða nota annan
virkan ferðamáta.
„Undanfarinn áratug hefur orðið
gríðarleg vakning í þjóðfélaginu
um hjólreiðar sem heilsusamlegan
samgönguvalkost. Starfsmenn
vinnustaða hér á landi hafa aldeilis
tekið vel við sér því þátttakan
hefur margfaldast á nokkrum
árum. Ætla má að margir þátt-
takendur hafi tekið hjólreiðar upp
sem lífsstíl í framhaldi af þátttöku
sinni í verkefninu,“ segir Hrönn
Guðmundsdóttir hjá ÍSÍ.
„ÍSÍ er stolt af því að hafa stuðlað
að bættri hjólamenningu á Íslandi
og orðið til þess að vinnustaðir
og sveitarfélög hafi bætt til muna
aðstöðu fyrir hjólandi fólk. Hjólað
í vinnuna er nú orðið hluti af
menningu margra vinnustaða í
landinu í maí ár hvert.“
Hrönn nefnir að margir vinnu-
staðir taki þátt ár eftir ár og á skipu-
leggi ýmsa viðburði í kringum
átakið eins og hjólaferð fyrir fjöl-
skylduna og fleira skemmtilegt.
Dagleg hreyfing nauðsynleg
Meginmarkmið verkefnisins er að
vekja athygli á virkum ferðamáta
sem heilsusamlegum, umhverfis-
vænum og hagkvæmum sam-
göngumáta. Þátttakendur eru
hvattir til þess að hjóla, ganga,
hlaupa eða nýta almennings-
samgöngur til og frá vinnu í þrjár
vikur í maí ár hvert. Hrönn segir
að sú hugmynd hafi komið upp að
fresta verkefninu í ár vegna þeirra
sérstöku aðstæðna sem nú ríkja
í samfélaginu. En ákveðið var að
halda keppnina þrátt fyrir allt með
örlítið breyttu sniði.
„Við þessar sérstöku aðstæður
er nauðsynlegt að sinna sinni dag-
legu hreyfingu. Það er ekki síður
mikilvægt fyrir vinnustaði lands-
ins að huga vel að starfsandanum
á þessum fordæmalausu tímum.
Verkefnið Hjólað í vinnuna er
mjög góð leið til þess að hressa upp
á stemninguna og þjappa hópnum
saman, en auðvitað á sama tíma
að virða tveggja metra fjarlægðar-
mörkin,“ segir Hrönn.
„Hjólreiðar eru bæði virkur
og umhverfisvænn ferðamáti og
jafnframt eru þær frábær útivist,
hreyfing og öflug líkamsrækt.“
Keppt í tveimur flokkum
Keppnisgreinar í Hjólað í vinnuna
eru tvær. Í fyrsta lagi vinnustaða-
keppni þar sem keppt er um flesta
þátttökudaga hlutfallslega miðað
við heildarfjölda starfsmanna
á vinnustaðnum. Keppt er í átta
keppnisflokkum út frá stærð
vinnustaða. Og í öðru lagi kíló-
metrakeppni þar sem keppt er á
milli liða um annars vegar heildar-
fjölda kílómetra og hins vegar
hlutfall kílómetra miðað við fjölda
liðsmanna í liði.
„Í vinnustaðakeppninni skiptir
ekki máli hversu margir kíló-
metrar eru hjólaðir heldur hversu
margir taka þátt og hversu oft þeir
hjóla. Það er því um að gera að
reyna að virkja sem flest starfs-
fólk til að taka þátt. Í ár hvetjum
við þá sem vinna heima hjá sér að
byrja eða enda vinnudaginn á því
að hjóla, ganga eða nýta annan
virkan ferðamáta sem nemur
kílómetrum til og frá vinnu. Ein-
faldara getur það ekki verið og allir
geta tekið þátt,“ segir Hrönn.
„Hver vinnustaður skráir sig til
þátttöku í keppninni og fólk hópar
sig sjálft saman í lið. Það getur
verið eftir deildum, hæðum eða að
þeir sem hjóla mikið eru saman í
liði. Það er allur gangur á því.“
Gjaldgengir þátttakendur
Allir geta tekið þátt í Hjólað í
vinnuna svo framarlega sem þeir
nýta eigin orku til og frá vinnu (og
heimavinnu). Það er hjóla, ganga,
hlaupa, nota línuskauta og svo
framvegis. Þeir sem nýta almenn-
ingssamgöngur geta einnig tekið
þátt en þá er skráð sú vegalengd
sem er gengin eða hjóluð til og frá
stoppistöð. Rafhjól eru tekin gild
en hver kílómetri sem hjólaður er á
rafhjóli gildir sem 0,75 km.
„Meðan á átakinu stendur eru
ýmsir leikir í gangi svo sem skrán-
ingarleikur þar sem allir þátttak-
endur fara sjálfkrafa í pott og eiga
möguleika á að vera dregnir út í
þættinum Morgunverkin á Rás 2
alla virka daga. Hjólreiðaverslunin
Örninn gefur glæsilega vinninga
og þann 27. maí er dregið út glæsi-
legt reiðhjól að verðmæti 100.000
krónur,“ segir Hrönn.
Einnig verður myndaleikur í
gangi á Instagram, Facebook og á
vefsíðu Hjólað í vinnuna þar sem
fólk er hvatt til að taka skemmti-
legar myndir af þátttöku sinni í
verkefninu og merkja myndina
með #hjoladivinnuna. Með því
gætu þátttakendur unnið veglega
vinninga frá Nutcase á Íslandi.
Auðvelt er að skrá sig til leiks
ásamt því að finna allar frekari
leiðbeiningar um verkefnið á
hjoladivinnuna.isÁ mörgum stöðum hefur skapast skemmtileg stemning í kringum átakið.
Þau sem vinna heima geta hafið eða endað daginn á að hjóla smá hring.
Átakið hjólað
í vinnuna fer
fram um allt
land.
Verkefnið Hjólað í
vinnuna er mjög
góð leið til að hressa upp
á stemninguna og þjappa
hópnum saman.
Framhald af forsíðu ➛
2 KYNNINGARBLAÐ 2 4 . A P R Í L 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RALLIR ÚT AÐ HJÓLA