Fréttablaðið - 24.04.2020, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 24.04.2020, Blaðsíða 31
BÍTIÐ HEIMIR OG GULLI VAKNA Í MORGUNSÁRIÐ Á BYLGJUNNI, STÖÐ 2 VÍSIR OG VÍSIR.IS ALLA VIRKA MORGNA MILLI KL. 06:50 OG 10:00 Síðasta vetrardag árið 1971 komu fyrstu tvö hand-ritin aftur heim til Íslands frá Danmörku, eftir að Handritamálið svokallaða leystist. Þetta voru þjóðar- gersemarnar Flateyjarbók og Kon- ungsbók eddukvæða sem hafa síðan verið varðveittar á Stofnun Árna Magnússonar. Þessum handritum, og átta öðrum merkisbókum, má nú fletta í stafrænni handritahirslu stofnunarinnar sem opnuð var á sumardaginn fyrsta. Flett á netinu Sigurður Stefán Jónsson, ljósmynd- ari Árnastofnunar, vann að þessu verkefni. „Mín vinna fólst í því að láta mér detta í hug nýjar og öðru- vísi leiðir til að miðla handritunum. Ansi mörg handrit eru mynduð nú þegar og eru á handrit.is, en sá vefur er aðallega stílaður inn á fræða- fólk. Ég var að gæla við hugmyndir um það hvernig hægt væri að mat- reiða handritin fyrir almenning og nemendur í grunn- og framhalds- skólum. Með það í huga datt mér í hug að búa til bækur sem hægt væri að fletta á netinu. Þá þurfti að mynda nokkur handrit eða nota eldri myndir sem til eru af hand- ritum og vinna þær þannig að þær væru í samræmdu útliti. Síðan útbjó ég vefsíðu þar sem hægt er að fletta handritunum og skoða þau. Jafn- framt er hægt að lesa stutta lýsingu á hverju handriti fyrir sig. Síðan heitir hirslan.arnastofnun.is.“ Sigurður segir að hugmyndir séu uppi um að bæta við handritum. „Við erum líka að skoða fleiri leiðir til að miðla handritum, hvort sem það verður með vídeó, hlaðvarpi eða öðru. Ein hugmynd er svo að sérfræðingar hjá stofnuninni geti talað inn á hljóðrás og útskýrt hvað er áhugavert og athyglisvert við ein- stakar síður handritanna.“ Eins og úr bókasafni Hogwarts-háskóla Spurður hvernig tilfinning það hafi verið að ljósmynda þessar gömlu gersemar segir Sigurður: „Það er nokkuð sérstakt, sérstaklega núna nýverið með Flateyjarbók sem er eitt okkar þekktasta og frægasta handrit. Forvörður hefur unnið að því undanfarna mánuði að lagfæra og endurbinda hana. Hún var tekin í sundur og hvert blað fyrir sig var laust og þá var tækifærið notað og ég myndaði hana upp á nýtt. Það var gaman að komast í þess konar návígi.“ Sum handritanna eru listilega myndskreytt. „Sonur minn, sem nú er í framhaldsskóla, saknaði þess þegar hann var í grunnskóla að sjá ekki meira af myndum af hand- ritunum. Þegar ég sýndi honum þessar myndir fannst honum þær mjög spennandi. Þarna eru til dæmis myndir úr goðafræðinni og af gangi himintunglanna og sumt fannst honum mjög dulúðugt, næstum eins og eitthvað úr bóka- safni Hogwarts-háskóla í Harry Potter bókunum. Ég held að það væri gaman fyrir íslenskukennara í grunn- og framhaldsskólum og einnig myndmenntakennara að nýta sér þennan vef við kennslu því þarna er svo margt sem getur vakið áhuga nemenda.“ Sumargjöf Árnastofnunar til þjóðarinnar Sigurður Stefán Jónsson, ljósmyndari Árnastofnunar, vann að því að koma handritum, sönnum þjóðarger- semum, á vefsíðu þar sem hægt er að fletta þeim. Hugmyndir eru um fleiri leiðir til að miðla handritum. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Sigurður Stefán Jónsson segir gaman að hafa komist í návígi við handritin. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 19F Ö S T U D A G U R 2 4 . A P R Í L 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.