Kýmni - 15.01.1930, Page 7

Kýmni - 15.01.1930, Page 7
PERLUR 3 FVLGIRIT Opíum var hið æskilegasta lyf, sem hægt var að hugsa sér, við svefnleysi því, sem frúin hafði lengi þjáðst af. Heilsa hennar fór dagbatnandi og hún varð blómlegri og þriflegri með hverri stund. — Veslings Taupin! — Ohamingjusami eiginmaður! Kvöld eitt stóðu hjónin út við glugga. Frúin horfði út á götuna, en hann starði næstum því hugfanginn á rósrjóðan vanga hennar, og var að velta því fyrir sér, hvað hann ætti að reyna næst, — þegar hún allt í einu fölnar upp og fellur í ómegin. Hann greip hana í faðm sér, æpti hástöfum: »Teningunum er kastað*, tók hníf, sem lá á borðinu, og rak í brjóst hennar. — — »Snarlega gert, herra minn«, sagði læknirinn, sem þjónninn hafði sótt, þegar hann sá húsmóður sína falla í ómegin. — »Það var nærvera yðar og snarræði, sem bjargaði henni. Ef þér hefðuð ekki látið henni blæða á þessu augnabliki, munduð þér hafa mist hana — hún hefði þegar í stað dáið úr hjartaslagi. Ég hefi lengi verið hræddur um, að eitthvað þess háttar mundi koma fyrir. Heilsa hennar hefir blátt áfram verið of góð í seinni tíð. Slíkt er ekki eðlilegt. Nú var Taupin öllum lokið. Hann sá, að allar til- raunir til þess, að fyrirgera lífi konu sinnar, enduðu með því, að auka á lífsþrek hennar. Hann sannfærðist nú greinilega um vanmátt sinn í þessu efni og hugðist að bera kjör sín með þolinmæði upp frá þessu. Hann fól því konu sína umsjá læknisins, og bað hann að gera allt, sem í hans valdi stæði, til þess að hún fengi aftur heilsu sína. Læknirinn fullvissaði hann um, að innan mánaðar mundi hún verða heilbrigðari en nokkru sinni fyr. — En viku frá því, að læknirinn tók við henni, var hún dáin!

x

Kýmni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kýmni
https://timarit.is/publication/1420

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.