Kýmni

Árgangur
Tölublað

Kýmni - 15.01.1930, Blaðsíða 9

Kýmni - 15.01.1930, Blaðsíða 9
PERLUR 5 FVLGIRII hugar að ég væri brúðguminn, heldur áleit hann mig vera einn af hinum óhjákvæmilegu betlurum, sem ávalt eru viðstaddir við þesskonar tækifæri. Hann hélt að Wallace væri hinn hamingjusami og var í þann veginn að gefa þau saman, þegar Wallace mótmælti og eftir- lét mér brúðurina. í enskum blöðum fyrir nokkru síðan var frásaga um það, að fögur dansmær í Ameríku hefði skrifað Bern- hard Shaw og ráðið honum til að giftast sér. »Hugsið yður, þvílík fyrirmyndarbörn við myndum eignazt«, skrifaði dansmærin. »Mína fegurð og yðar gáfur*. Bernhard Shaw svaraði: »Get því miður ekki tekið tilboðinu. Ahættan er of mikil. Hugsið yður, ef börnin erfðu mína fegurð og yðar gáfur*. Sagan er að vísu ágæt, en hún hefir aldrei átt sér stað. Hún er samin af austurrískum rithöfundi. — Shaw varð sjálfur að afturkalla hana og gerði hann það með bréfi, sem endaði þannig: »Eg ætla um leið að lýsa því yfir, að af öllu því, sem um mig er skrifað, er 99 prósent hreinn uppspuni og aðeins prósent hálfur sannleikur. Það, sem eftir er, er að vísu sannleikur, en rangt með farið? ^yiucf/z/sznýa?— Dragkista til sölu hjá undirritaðri, sem er grænmáluð með fjórum skúffum. Stúlka, sem kann að sjóða og passa börn, getur fengið vist í Ulfagötu 4.

x

Kýmni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kýmni
https://timarit.is/publication/1420

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (15.01.1930)
https://timarit.is/issue/407254

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (15.01.1930)

Aðgerðir: