Kýmni - 15.01.1930, Blaðsíða 6
ó rfuróyrfarinri-.
I’^IONAN var svo sem bezta manneskja, en Tauoin
ii&ll var nú samt orðinn dauðþreyttur á sambúðinni,
og þar eð hjónaskilnaðurinn var gagnstæður lögmáli
guðs, tók hann það göfuga ráð, að byrla henni inn
eitur! Eins og hver annar óbreyttur maður, sem ekkert
hafði lesið sér til fróðleiks um eiturefni, var hann knúður
til þess að nota rottueitur. Hann fékk sér því tvö eða
þrjú lóð hjá næsta lyfsala, og blandaði því vandlega
saman við mat konu sinnar.
Rottueitrið hafði undursamleg áhrif. Frúin tók að
fitna þessi býsn. Andlit hennar var að vísu ofurlítið
fölara; en hún sagðist aldrei hafa verið jafn heilsugóð
á æfi sinni.
Taupin formælti rottueitrinu. — Aftur fór hann til
lyfsalans og bað hann nú um kvikasilfur. Hann leysti
það upp í vatni og blandaði því í drykk sinnar ástkæru
eiginkonu.
En hvað skeði? Þar sem rottueitrið hafði aukið
mjög á matarlyst frúarinnar, var hún farin að kenna
meltingarleysis, sem kvikasilfrið nú algerlega læknaði.
Nábúar hennar voru undrandi yfir því, hve ágæta heilsu
hún hafði og sögðu að hún blómgaðist eins og rós í júní.
Enn formælti Taupin. Hann fann að kvikasilfrið hafði
blekkt hans háleituslu vonir. Þó ákvað hann að gera eina
tilraun enn. Dapur í bragði fór hann til lyfsalans og
bað nú um eina flösku af ópíum-seyði. Hann hraðaði
sér heim, og þessu sinni var hann ekki að hugsa um
að mæla í skömmtum né dropatali, heldur blandaði því
ríflega saman við mat konu sinnar, og hrærði duglega í.