Bæjarbót - 01.03.1982, Page 1

Bæjarbót - 01.03.1982, Page 1
Blað frjálsra skoðana l.árg. mars 1982 Grindavík 1. tbl. Nú þegar úrslit liggja fyrir í sameiginlegu prófkjöri flokkanna í Grindavík er ekki úr vegi að rifja upp úrslit kosning- anna 1978. Alþýðuflokkur- inn fékk þá 271 eða 32,1% gildra atkvæða og tvo full- trúa. Alþýðubandalagið fékk 189 atkvæði, 22,4% og tvo fulltrúa. Framsókn fékk 166 atkvæði eða 25,6% og tvo menn kjörna. Þetta má heita „söguleg upprifjun” sem gaman er að draga fram nú með hlið- sjón af úrslitum prófkjörs- ins um síðustu helgi. Þær sviptingar, sem urðu þar, sýna svo að ekki verður um villst, að í hönd fara átaka- kosningar þar sem barist verður um hvert atkvæði. Urslit prófkjörsins urðu annars þessi: Alþýðuflokkur ....... 159 (23,0%) Alþýðubandalag ..... 63 (9,1%) Framsóknarflokkur .. 154 (22,2%) Sjálfstæðisflokkur .... 317 (45,7%) Þegar þessi úrslit lágu fyrir fóru „stjórnmála- spekúlantar” flokkanna að reikna og fengu út, að ef þetta hefðu verið kosninga- úrslit, væri Sjálfstæðis- flokkurinn með hreinan meirihluta í bæjarstjórn, þ.e. fjóra fulltrúa. Alþýðu- flokkurinn með tvo og Framsókn einn. En þetta voru bara ekki kosningar, heldur prófkjör. Kosning- aúrslitin eru enn jafn óráðin gáta. Vafalaust leggjast flokksbroddarnir nú undir feld og spá í bar- áttuna sem framundan er. Þessir menn urðu efstir hjá flokkunum. Tölurnar sýna heildaratkvæðamagn á mann, þ.e. í öll sætin. Alþýðuflokkur: Jón Hólmgeirsson ........... 130 Magnús Olafsson............ 113 Sigurður Agústsson........ 88 SverrirJóhannsson .......... 75 Björg Einarsdóttir.......... 64 Alþýðubandalag: Kjartan Kristófersson ...... 45 Hinrik Bcrgsson ............ 45 Helga Enoksdóttir........... 38 Guðrún Matthíasdóttir .... 28 Qlöf Ólafsdóttir............ 28 Framsóknarflokkur: Krístinn Gamalíelsson.... 136 Bjarni Andrésson.......... 123 Gunnar Vilbergsson ........ 76 Halldór Ingvason....... 62 Guðmundur K. Tómasson .. 52 Sjálfstæðisflokkur: Ölína Ragnarsdóttir........ 237 Guðmundur Krístjánsson .. 244 EdvarðJúlíusson ............ 181 Viktoría Ketilsdóttir...... 158 Stefán Tómasson............. 126 BB Jón Hólmgeirsson Kjartan Kristófersson Kristinn Gamalíelsson Ólína Ragnarsdóttir Foreldrar þroskaheftra — þakklátir bæjarfélaginu Þroskaheftir einstak- I daglega á Stór Reykjavíkur- lingar eru nokkrir hér í svæðið til að sækja þjálfun bænum. Flestir þeirra fara | allskonar, nokkrir fara á -*■ - ^ Aflafréttir Aflahæstu netabátar í febrúarlok: Tonn Róðrar Hrungnir GK 50 412,4 20 Hrafn GK 12 369,2 21 Hafberg GK 377 362,0 16 Vörður ÞH 4 345,5 22 Þorsteinn GK 16 326,8 20 Oddgeir ÞH 222 272,5 19 Hópsnes GK 77 256,1 20 Albert GK 6 253,5 22 Kópur GK 175 235,1 23 Höfrungur II GK 27 232,2 20 Aflahæstu línubátarnir í febrúarlok: Sigurjón HF 175,8 14 Hringur GK 18 127,0 18 Freyja GK364 140,5 12 Þorbjörn GK540 104,1 14 Þorkatla GK 97 90,1 16 Afli alls í febrúarlok: 7.949,4 tonn, þar af þorskur 3.606,4 tonn. ww ■■ m barnaheimili með sérdeild. Bíll var fenginn til að ann- ast þessa flutninga fyrir tveimur árum. Fyrst var farin ein ferð á dag, en eftir nokkurn tíma reyndist nauðsynlegt að fjölga ferð- um. Nokkur barnanna koma heim kl. 2:30 á dag- inn en önnur kl. 6:00. Farið er snemma á morgnana frá grunnskólanum. Talsmaður foreldra barnanna sagði þá mjög þakkláta bæjarfélaginu fyrir aðstoðina við börnin. Að sögn Þórðar Magnús- sonar bílstjóra, sem annast aksturinn, er samstarfið við foreldra barnanna og starfsfólk viðkomandi stofnana mjög gott. Sér- staklega gat hann þess hvað börnin væru stillt og við- ráðanleg. Þá vildi talsmaður foreldra barnanna koma á framfæri sérstöku þakklæti til bílstjórans fyrir alúð og nærgætni við þörnin. Þess má geta að stofnanir þær sem fara þarf á daglega eru 6 talsins. Ríkissjóður greiðir 85% og bæjarfélagið 15% af kostnaði við ferðirnar. gg Frá útgefendum Góðir Grindvíkingar. Þetta blað, sem nú er að hejja göngu sína, markar á vissan hátt tímamót hér í bœ. Aldrei áður hefur komið út í Grindavík frjálst óháð fréttablað, opið öllum skoðun- um, svo framarlega sem efnið hcefir almennu velscemi og stcerð blaðsins. Ollum einstak- lingum erfrjálst að tjá hug sinn og skoðanir í blaðinu. Blaðið hvetur Grindvíkinga, eldri ogyngri, til að stinga niður penna og senda inn greinar. Bcejarbúum hlýtur að vera það nokkur metnaður að svona blaðgetigengið, en öllum má vera Ijóst, aðþað skrifar sig ekki sjálft. Þess vegna er leitað eftirþví við ykkur, les- endur góðir, aðþið festið kugsanir ykkar á blað. Mjög fróðlegt vœri að fá frásagnir og fréttir af atburðum, félagastarfi og síðast en ekki sístfrásagnirfrá liðinni tíð. Blaðinu er œtlað að koma út á tveggja mánaða fresti, ef grundvöllur reynist traustur. Utgefendur. ' -

x

Bæjarbót

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.