Bæjarbót - 01.03.1982, Síða 5

Bæjarbót - 01.03.1982, Síða 5
Bæjarbót 5 íþróttahúsið — hver verður framkvæmdahraðinn? Flestir bæjarbúar vita líklega að íþróttahús er í byggingii hér í Grindavík. Bygging slíks mannvirkis er mikið fjárhagslegt fyrir- tæki, sem tekur stóran skerf af ráðstöfunarfé bæjarins. Auðvitað eru skiptar skoð- anir á þessu máli, eins og flestum fjárfrekum fram- kvæmdum. Það er ekki allra að stunda íþróttir. Margir telja að þeir pening- ar, sem í húsið fara, muni skila sér vel til baka í nýtari þjóðfélagsþegnum. Til að komast hjá getgátum og misskilningi vegna þessa máls, voru lagðar nokkrar spurningar fyrir fulltrúa flokkana í byggingarnefnd hússins. Það skal tekið fram að fulltrúi UMFG, Wiliard Olason, hefur enn ekki verið boðaður á fundi nefndarinnar að hans sögn. Formaður nefndarinnar er Eiríkur Alexanderson, bæjarstjóri. 1. Ert þú áncegður með störf nefndarinnar og hvernig hefur veriÖ staÖið að byggingu htíssins? 2. Telur þú að minnkun hússins um % hluta hafi verið réttmœt og hverjar voru forsendur þeirrar ákvörðunar? 3. Hvers vegna varÖ að fresta uþþsetningu ein- inganna nú í haust? Mun þaÖ seinka nœsta bygg- ingaráfanga? 4. Hverjar eru áœtlanir nefndarinnar varÖandi nœsta byggingaráfanga? 5. Verður einhver starfsemi í húsinu nœsta haust? Aðalgeirjóhannsson: 1. Já. Af hálfu nefndarinn- ar hefur verið staðið vel að málum. Það er við aðra að sakast vegna frestunar við reisninguna. 2. Já. Forsendurnar voru þær að talið var að við hefðunt ekki efni á að byggja stærra hús vegna fjárskorts. 3. Verktakinn fór fram á frest til 1. mars s.l. Hann fcllst á að reisa húsið fyrir sama verð og í haust. Hann fullyrti að um seinkun á öðrum áfanga yrði ekki að ræða. 4. Nefndin er ekki búin að gera ncina áætlun um annan áfanga ennþá. Menn hafa verið að láta sér detta í hug að koma gólfinu í lag með haust- inu. Húsið á alla vega að klárast á þremur árum. 5. Ég vil ekki vera með neinar tálvonir. Halldór Ingvason: 1. Já, ég er nokkuð ánægð- ur með nefndarmenn, samt finnst mér að for- maðurinn mætti sýna svolítið meiri frískleika. Nefndinni er nauðsyn- legt að koma oftar saman, en hún hefur verið einhuga um að koma þessu húsi áfram. 2. Það má segja að þetta hafi veruð fjármálalega rökrétt gagnvart ríkis- valdinu, ef tillit er tekið til þeirra norma sem það miðar við. Mín skoðun er samt sú að þetta hafi verr ið röng ákvörðun. Það hcfði mátt koma af stað frjálsum framlögum, reisa allt húsið, en láta síðan '/diluta hússins standa eftir fokheldan. 3. Verktakinn óskaði eftir frestun. Hann færði þau rök í'yrir því að um frest- un á sjálfri byggingunni yrði ekki að ræða, en vegna óhagstæðs veðurs á þessum árstíma yrði erfitt að reisa húsið. Hann benti á að . tafir hefðu þegar átt sér stað vegna jarðvinnu. Þjöpp- un náði ekki tilskildum þéttleika. Verkfræðing- ur hússins mælti með frestun og taldi hana ekki koma að sök cins og verkið stæði í dag. Verk- taki kvaðst skila húsinu 1. apríl eins og kveðið er á um í samningi. Seinkunin verður bæn- um að kostnaðarlausu. Ég samþykkti þessa frestun fyrir mitt leyti. 4. Nefndin hefur ekki komið saman í þrjá mánuði liverju sem um er að kcnna. A síðasta fundi var ákveðið að byrja aftur á húsinu og keyra áfram af krafti meðan fjármagn leyfir. 5. Nei. Sigurður Ágústsson: 1. Nefndin hefur starf- að vel og samþykktir hennar gengið fljótt og vel fyrir sig. Ég var ósátt- ur við teikningar af 1. áfanga. I þeim var hvergi að sjá gufubað og þrekherbergi. Því lagði ég fram tillögu um breyt- ingu á skipulagi í þjón- ustubyggingunni, þann- ig að þetta tvennt yrði tekið inn á teikningarn- ar. Sú tillaga var sam- þykkt. Gufubaðið lenti í þeim hluta sem byggingu var frestað á. Fundir í nefndinni mættu vera fleiri. Mér finnst mjög bagalegt að nefndarmenn hafa ekki eintak af teikningum, sér til glöggvunar. Fór því fram á það við verkfræð- inginn að úr því yrði bætt, en það hefur ekki orðið enn. 2. Sú ákvörðun var alröng og vægt til orða tekið mikil mistök. Ég lagði til að húsið yrði allt reist fokhelt. Éf við síðan stæðum frammi fyrir því að fjárhagurinn leyfði ekki að við gætum klárað það í þeirri stærð, þá mætti loka af Vs og geyma þar til bejur stæði á. Þessi skoðun mín er byggð á vitneskju, sem ég hef aflað mér, frá mönnum sem staðið hafa í sambærilegum byggingum. Þeir segja að sá veggur, sem á að loka enda hússins, sé ill eða ófæranlegur. Þá geta all- ir séð hvert áframhaldið verður. Við þessa ákvörðun var ekki haft samráð við arkitekt húss- ins, hann varð furðu lostinn yfir þessu og varð að endurteikna húsið. Ákvörðun um að byggja aðeins % hluta hússins var einhliða ákvörðun bæjarstjórnar. Um for- sendur þeirrar ákvörðunar vísa ég því til hennar. 3. Mér var tjáðafverkfræð- ingi hússins að því hafi valdið seinkun á jarðvinnu (?). Það seinkaði grunninum fram á haustið. Síðan bað verktakinn um frest, sem nemur því að húsið skuli vera reist og tilbúið frá hans hendi 1. apríl. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að frágangur á þaki yrði erfiður í jan. - feb. og að þessi beiðni myndi ekki seinka fram- kvæmdum frekar en orðið var. Var frestunar- beiðnin því samþykkt. 4. Samþykkt var á síðasta fundi að koma salnum í gagnið sem fyrst. Þá er átt við lýsingu, hita og dúk á gólfið. 5. Ég held ég megi segja að það sé von okkar allra í nefndinni að íþróttafólk- inu megi hlotnast sú gæfa. Guðni Þ. Ölversson: 1. I úpphafí starfaði nefn- din mjög vel. Nefndar- menn skoðuðu ýmsar gerðir af íþróttahúsum, skiptust á skoðunum um þau og reyndu að gera sér grein fyrir því hvers konar húsgerð væri heppilegust fyrir Grindavík. Endanleg ákvörðun var svo tekin um byggingu á því húsi sem nú er hafin vegna sérstaklega hagstæðra samninga við fram- leiðanda, en segja má að um nokkurskonar fjöldaframleiðslu afslátt hafi verið að ræða þar sem framleidd voru a.m.k.þrjú samskonar hús í einu. Síðan þá hef- ur nefndin nánast verið afgreiðslunefnd og ekk- ert starfað að öðru leyti. 2. I pólitík er ekkert rétt- mætt og ekkert órétt- mætt. Stærð hússins er æði mikið peningaspurs- mál og í bæjarstjórn var ekki meirihluti fyrir því að byggja allt húsið í einu vegna þess, hve ríkið hefði þá greitt lítið hlut- fall af verði hússins. M.ö.o. meirihlutinn taldi að það hefði verið bæn- um ofviða. En um byggingu íþróttahúsa gilda áveðin norm og samkvæmt þeim greiðir ríkissjóður ákveðið hlut- fall af stærð hússins mið- að við hausatölu. Þannig hefði ríkið ekki greitt nema u.þ.b. 25% af verði hússins í fullri stærð en á nú að greiða 37,88% af þeim hluta sem nú er í smíðum, á móti 62,12% sem bærinn greiðir. Auðvitað hefði verið skynsamlegast að a.m.k. reisa allt húsið í einu þó svo ekki hefði verið lokið við nema %hluta þess sem nú er ákveðið að reisa og ljúka við í náinni framtíð. Sú hætta er nú fyrir hendi að seint verði lokið við íþróttahúsið og jafnvel aldrei. 3. Páll Þorbjörnsson verk- taki og framleiðandi hússins fór fram á frest- un vegna mikilla anna í öðru verki og Ágúst Jónsson verkfræðingur mælti eindregið með því að fresturinn yrði veittur á þeirri forsendu að hann vildi að fram- leiðandi eininganna reisti þær sjálfur með sínum bestu mönnum til að tryggja það sem allra best að verkið væri eins vel unnið og kostur er. Þetta átti ekki að tefja framkvæmdina, því ald- rei stóð til að gera neitt meira í haust en að reisa húsið. Páll fékk síðan umræddan frest til mán- aðamóta febrúar og mars til að hefja verkið og síðan átti að halda áfram þar til húsið væri tilbúið undir tréverk. Þannig á sú áætlun sem bæjarstjórn gerði að geta staðist, þ.e. að húsbygg- ingunni verði lokið haustið 1983. 4 Áætanir nefndarinnar hafa náttúrulega engan- veginn staðist því hún gerði í upphafi ráð fyrir því að í Grindavík væri komíð gott þróttahús ekki seinna en árið 1981. En eins og fram er komið er nú meiningin að húsið verði tilbúið haustið 1983. 5. Ég er nú svo bjartsýnn að ala á þeirri von að hugs- anlega gætu einhverjar æfingar farið fram í þessu íþróttamannvirki einhvern tíman næsta vetur. Grindvíkingar! Eins og yður er eflaust kunnugt, þá höfum við opnað skrifstofu að Víkurbraut 40, neðri hæð. Auk allrar almennrar fasteigna og skipasölu, þá sjáum við einnig um gerð skattframtala fyrir einstaklinga. Verið velkomin. Eignamiðlun Suðumesja Opið alla daga nema sunnudaga kl. 9-12 f. h. Víkurbraut 40 Sími8245 Samantekt: LPJ

x

Bæjarbót

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.