Bæjarbót - 04.12.1987, Blaðsíða 2

Bæjarbót - 04.12.1987, Blaðsíða 2
2 Bæjarbót, óháð fréttablað 1 tsk. sykur 3 msk. sherry 1 stk. salathöfuð, sneiðar og persllle. sftrónu* er fullsteiktur. Með réttlnum ei borið fram agúrkmafrt^os soðnar kartöflur. Smokkfiskurlnn er skorlnn í strimla og soðinn f «||kvatni í 5 Ul 6 mínútur. Síðanr hann skorinn Aenin< sói ■aUa ThhTram kreyttur með sítrónusneiðum ■áaMkÉnCÍeini KAN w OJp-TWfeppir stk. græn paprika 2 msk. smjör/smjörlíki 1 tsk. karrý eða ca. 1 msk Goodalls curry sauce. Fylltir kalkúnar KALKÚNI, FYLLTUR OG STEIKTUR (handa 8—10 manns) 1 kalkúni, 4—5 kg á þyngd 1 sítróna 3A msk salt 1 tsk pipar Hreinsið kalkúnann, og skolið hann vel að innan. Skerið háls og væng- bein af honum. Nuddið salti, pipar og sítrónusafa í kalkúnann bæði utan og innan, og setjið í hann fyllinguna, sem lýst er hér á eftir. Að svo búnu er annaðhvort saumað fyrir eða fuglinum lokað með kjötprjóni. Fætur og vængbein eru lögð þétt upp að fuglinum og hann bundinn upp. Kalkúninn er síðan lagður á rist í ofnskúffu og um Vi I af vatni hellt í skúffuna. Fuglinn er steiktur í ofni í 3—3 Vi klst. við 200° hita. Þegar kalkúninn er orðinn vel brúnaður að utan, er áiþynna sett yfir hann. Til að ganga úr skugga um, hvort hann er orðinn steiktur, má annaðhvort stinga í hann prjóni eða athuga, hvort lærin eru laus. Þegar kalkúninn er steiktur, er hann látinn kólna aðeins í 10—15 mín., áður en hann er hlutaður sundur, svo að auðveldara sé að skera hann niður. Síið soðið jafnið það og kryddið. Veljið krydd eftir því, hvaða fylling er notuð í kalkúnann. Fylling í kálkúna KARRÍHRÍSGRJÓN MEÐ LAUK OG SVEPPUM 3 dl hrísgrjón 1 laukur 125 g kjörsveppir 4 msk matarolía 2 tsk karrí 2 súputeningar 6 dl vatn Látið karrí, smátt saxaðan lauk og sveppi sjóða við vægan hita í olíunni. Bætíð vatni, súputeningum og hrísgrjónum í pottinn, setjið hlemm á pottinn og sjóðið í 18 mín. Síðan er fyllingin látin bíða í lokuðum pottinum í 5 mín. og að svo búnu sett í kalkúnann. Fyllingin er borin á borð sem með- læti með kalkúnanum ásamt frönskum kartöflum, steikarsoði eða rjóma- sósu, kastaníumauki og grænu salati. HUSRAÐIN Hraðhreinsun í , eldhúsinu / Steikarpannan • Stráið þurru þvottaefni á heita pönnuna. Setjið síðan raka pappírsþurrku yfir og bíðið örlitla stund. Það verð- ur auðvelt að ná brunnum matarleifum af pönnunni á eftir. Svarta steypta járnpannan • Hreinsið pönnuna að utan með venjulegum ofnhreinsi. Látið bíða á í 2 klst. og gömlu svörtu blettina má fjar- lægja með ediki og vatni. • Eftir að pannan er hreinsuð er gott að taka vaxpappír og nudda hana að innan meðan hún er heit. Það hindrar ryðmyndun. • Eða þegar hún hefur verið hreinsuð má nudda örlítið af matarolíu innan á hana til að halda henni í lagi. # Vissirðu þetta? Ef þú eldar í jarnpottspönnu tekurðu járn úr henni. Súpa sem soðin er í nokkrar klst. í járnpotti hefur 30 sinnum meira járninnihald en súpa soðin í annars konar potti. Koparpottar # Fyllið úðunarbrúsa af ediki og setjið 3 msk. af salti saman við. Úðið blöndunni vel á koparpottinn. Bíðið örlitla stund og nuddið pottinn þar til hann er hreinn. # Dýfið hálfri sítrónu í salt og nuddið. # Eða nuddið með Worchestershire sósu eða tómatsósu. Það sem fallið hefur á koparinn hverfur eins og dögg fyrir sólu. Ferðin hefst með heimsókn til FLAKKARANS! Viðurkenningar veittar: Gott, vaxandi starf í sumar r — Islandsmeistaratitill Jóhanns hápunkturinn Talið f.v.: Jóhann, Guðmundur, Bragi, Arnar, Kristjana, Jóhannes, Jón og Gunnar. Á innfelldu myndinni er Jóhann Andersen. Nýlega komu nokkrir félagar úr Golfklúbbi Grindavíkur sam- an í tilefni af því að veita átti viðurkenningar að loknu keppn- istímabilinu. Sigurvegari í Þ-mótunum (inn- anfélagsmótum) var Jón Guð- mundsson pípulagningamaður. Hann hlaut 46 stig. Annar varð Arnar Hilmarsson með 44,5 stig. Auk þeirra hlutu viður- kenningar fyrir Þ-mótin þeir Bragi Ingvason, Guðmundur Jónsson, Gunnar Sigurgeirsson og Jóhann P. Andrésson. Fjölmörg fyrirtæki tóku þátt í firmakeppni klúbbsins. Mölvík h/f bar sigur úr býtum, en Krist- jana Eiðsdóttir lék fyrir fyrir- tækið. Jóhannes Karlsson fékk bikar fyrir hönd Mölvíkur hf., einnig Kristjana fyrir sinn þátt. Jóhann P. Andersen náði þeim glæsilega árangri í sumar að vinna íslandsmeistaratitil í 2. flokki golfara. Fyrir þann ár- angur var honum veitt sérstök viðurkenning frá klúbbnum. Tveir hlutu viðurkenningar fyrir að fara holu í höggi. Þeir Bragi Ingvason og Guðmundur Örn Guðjónsson. Um 60 félagar eru nú í Golf- klúbbi Grindavíkur og gekk starfið vel sl. sumar. Formaður klúbbsins er Halldór Ingvason. Kaupfélagið í Grindavík: Nýtt húsnæði tilbúið að ári? — byggingin boðin út um áramót Húsnæðisskortur hefur lengi staðið starfsemi Kaupfélagsins hér í bæ fyrir þrifum, eða a.m.k. hindrað breytingar og aukið vöruframboð. Um þetta leyti að ári gætu forsendur þó verið breyttar. Upp úr áramótum er áformað að bjóða út fyrsta áfanga að ný- byggingu Kaupfélagsins. Þegar hefur verið byggður grunnur, á lóðinni milli félagsheimilisins og Verslunarmiðstöðvarinnar. Byggingin verður um 870 fer- metrar og þar er gert ráð fyrir matvöruverslun og bygginga- vöruverslun. Teikning af nýbyggingu Kaupfélagsins í Grindavík. KJARAKAUP Kenwood - magnari 2 x 20 wött. Verð: 3.500,- Barnarimlarúm. Brúnt. Notað af einu barni. Verð: 2.000,- Upplýsingar í síma 68606 eftir kl. 8 á kvöldin. Athafnir í stað orða! Snyrtum og fegrum bæinn okkar!

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.