Bæjarbót - 04.12.1987, Blaðsíða 10

Bæjarbót - 04.12.1987, Blaðsíða 10
10 Bæjarbót, óháð fréttablað Fiskmarkaður Suðurnesja sœkir á: Vaxandi viðskipti og aukin umsvif — viðræður í gangi um verulega útþenslu fyrirtækisins Miklar líkur eru nú taldar á því Fiskmarkaður Suðurnesja færi út kvíarnar og næsta skref- ið í því verði að setja upp útstöð austur í Þorlákshöfn. Um 80 aðilar á Eyrarbakka, Stokkseyri, Selfossi og Þorláks- höfn hafa kosið viðræðunefnd úr sínum hópi og þegar hafa miklar þreifingar átt sér stað. Talað er um að auka hlutafé fyrirtækisins upp í 6 milljónir og að austanmenn eignist 25% (1,5 milljónir) þar af. Þá hefur verið rætt um þann möguleika að nafnabreyting verði á fyrirtækinu og sam- kvæmd heimildum blaðsins er ekkert því til fyrirstöðu og ef af verður yrði endurskírnin á næsta aðalfundi. Einnig hafa komið upp hug- myndir um að tengja allt svæðið frá Snæfellsnesi austur til Eyja, við fjarskiptamarkaðinn með útstöðvum. Þá er hugsanlegt að gólfmarkaðirnir í Hafnarfirði og Reykjavík æski einnig nánari samvinnu. Þau mál munu skýr- ast á komandi mánuðum. BYGGINGAVÚRUR r-i.r iðavöllum 7 - Keflavík r r TRÉ-X Sími 14700 TRÉ-X Bílakaup framundan? FLAKKARINN SÍMI 68060 TILKYNNING KEFLAVÍK - GRINDAVÍK NJAJRÐVÍK - GULLBRINGUSÝSLA Samkvœmt lögum nr. 46/1977 og reglugerð nr. 16/1978, er hverjum og einum óheimilt að selja skotelda eða annað þeim skylt nema haía til þess leyíi lögreglustjóra. Peir sem hyggja á sölu íramangreinds varnings, sendi umsóknir sínar til yíirlög- regluþjóns í Keflavík, eigi síðar en 18. desember 1987. Að öðmm kosti verða um- sóknir ekki teknar til greina. Umsóknareyðublöð íást hjá yíirlögreglu- þjóni á lögreglustöðinni í Keflavík og hjá aðalvarðstjóra á lögreglustöðinni í Grinda- vík. Lögreglustjórinn í Keflavík, Grindavík, Njarðvík og GuLLbringusýslu. TILKYNNING til eigenda búfjármarka Vegna útgáfu markaskráa árið 1988, skv. lögum nr. 6/1986 um afréttamál, fjallskil o.fl. og reglugerð nr. 224/1987, og tölvuskráningar á mörkum hjá Búnaðarfélaginu, beina markanefnd og Búnaðarfélag íslands þeim tilmælum til allra eigenda búfjármarka (annarra en frostmerkinga), að þeir til- kynni viðkomandi markaverði mörk sín til birtingar í marka- skrá sýslunnar, eigi síðar en 10. janúar 1988. MARKANEFND BÚNAÐARFÉLAGS ÍSLANDS Utanríkisráðherra: Hlynntur sameiningu — ekki síst vegna vallarins Steingrímur Hermannsson. Steingrímur Hermannsson, þingmaður Reykjaneskjördæm- is og utanríkisráðherra ávarpaði aðalfund SSS um síðustu helgi og ræddi einkum um varnarliðið og samskipti við það. Bæjarbót lék hugur á að heyra afstöðu Steingríms til sameiningarmál- anna, sem mjög eru til umræðu nú. ,,Ég er mjög hlynntur samein- ingunni. Menn sameina ekki á sumum sviðum og sleppa öðrum! Ég er mjög sammála þeim skoðunum sem Hjálmar Árnason setti fram hér á fundin- um. Suðurnesjamenn eiga að sameinast í eitt stórt sveitar- félag. Allt í sambandi við völl- inn kemur sveitarfélögunum við, vinnan þar, vatnsbólin og bókstaflega öll samskipti,“ sagði ráðherrann. Sveitarfélög í útgerð: Ekki mitt atkvæði — segir Eðvarð. Kjart- an meðmæltur ,,Ég er hlynntur Eldey hf. og mitt fyrirtæki leggur í púkkið. En ég er ekki hlynntur því að sveitarstjórnir séu í útgerð. Hún er fyrir einstaklinga. Ég mun því ekki greiða því atkvæði að bær- inn kaupi hlut í Eldey“ sagði Eðvarð Júlíusson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á aðalfundi SSS. Kjartan Kristófersson Al- þýðubandalagsmaður sagðist styðja aðild bæjarins.

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.