Fréttablaðið - 30.04.2020, Qupperneq 2
Veður
Norðaustan 8-15 í dag, hvassast
norðvestan til. Að mestu skýjað og
dálitlar skúrir eða slydduél, einkum
á Norðaustur- og Austurlandi, en
þurrt vestan til. Hiti 2 til 11 stig,
hlýjast syðst. SJÁ SÍÐU 18
Lamb að leika við
Sauðburður er í fullum gangi víðast hvar. Í húsdýrgarðinum að Hraðastöðum í Mosfellsdal voru átta ær bornar í gærmorgun og nóg við að vera.
Ungur sveinn átti leið í fjárhúsin með móður sinni og dáðist að lömbunum. Á Hraðastöðum eru sumarnámskeið fyrir börn sem vilja kynnast
sveitalífinu. Fyrstu námskeiðin munu hefjast núna í maí þegar slaknar á samgöngubanni hvað börnin varðar. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
DÓMSMÁL Lögreglumaður hefur
stefnt fyrrverandi ritstjóra og
ábyrgðarmanni netmiðilsins DV
og krefst 1,5 milljóna í miskabætur
vegna fréttar sem birt var á vefnum
16. febrúar með fyrirsögninni: „Lög-
reglumaður sakaður um hrottalega
árás í miðbænum í nótt – er leik-
maður FH“.
Með fréttinni sem fjallar um lög-
regluaðgerðir vegna hópslagsmála
í Bankastræti, birtist andlitsmynd
af lögreglumanninum og var hann
nafngreindur. Byggt á er færslu
meints brotaþola á samfélags-
miðlum og vísað í skýrslu læknis
um áverka við handtöku.
Lögreglan sagði í yfirlýsingu
sama dag að upptökur úr búk-
myndavélum lögreglu sýndu að
maðurinn hefði þegar verið með
áverkana er lögregla kom á vett-
vang. Aðgerðir lögreglu hefðu verið
í samræmi við verklagsreglur.
Í stefnu segir að fréttinni hafi
verið breytt eftir að stefndu var
sent kröfubréf og mynd af stefn-
anda og aðrar persónuupplýsingar
fjarlægðar. Breytingarnar feli í sér
viðurkenningu á brotum miðilsins
gagnvart lögreglumanninum.
„Stefnda hefur þó enn ekki séð
sóma sinn í því að biðja stefnanda
afsökunar og viðurkenna að fréttin
hafi verið röng,“ segir í stefnunni.
Því sé nauðugur einn kostur að
höfða dómsmál.
DV.is er nú í eigu Torgs, útgáfu-
félags Fréttablaðsins. þau eigenda-
skipti fóru fram eftir að þessi atvik
urðu. – aá
Lögreglumaður
stefnir ritstjóra
Vildi afsökunarbeiðni eftir DV-frétt.
BANNER-UP STANDAR
Ódýr
og einföld
leið l að
kynna
þína vöru.
Sundaborg 3
104 Reykjavík
777 2700
xprent@xprent.is
MENNTAMÁL Endurskipulagning
skólastarfs Þelamerkurskóla vegna
COVID-19 faraldursins hefur gengið
svo vel að búast má við að breyting-
arnar verði varanlegar að hluta.
Nemendur og kennarar hafa
aldrei verið ánægðari en eftir að
skólabjallan var tekin úr sambandi
og hefðbundinni stundatöflu hent
út um gluggann. Hefur það þó ekki
komið niður á náminu.
„Helgin fyrir samkomubannið
var afar vel nýtt líkt og í öðrum
skólum. Við sveitarstjóri lágum yfir
þessu dag sem nótt og skipulögðum
hvernig þetta ætti að ganga fyrir sig.
Fyrir utan þetta sem við þurftum að
gera samkvæmt takmörkunum yfir-
valda, þá leyfðum við kennurunum
að sleppa sér og hugsa út fyrir öll
box,“ segir Ragnheiður Lilja Bjarna-
dóttir, skólastjóri Þelamerkurskóla.
„Við vildum fyrst og fremst hugsa
um vellíðan nemenda, taka utan um
þá án þess að snerta og dreifa huga
þeirra á sama tíma og við upp-
lýstum. Við vissum auðvitað ekki
hver þeirra viðbrögð yrðu, þann-
ig að við vorum mjög opin fyrir að
gera námið sem skemmtilegast.
Við í raun breyttum öllum leiðum
að námsmarkmiðunum.“
Nemendur Þelamerkurskóla eru
66 talsins frá 1. upp í 10. bekk og
koma þeir f lestir úr Hörgársveit.
„Við erum mjög heppin með
að ekkert smit hefur komið upp í
þeirra nærumhverfi,“ segir Ragn-
heiður Lilja. Fáir nemendur gera það
að verkum að skólinn hefur getað
tekið á móti þeim öllum frá klukkan
8 til 13 alla virka daga. Hefur þeim
verið skipt upp í fjóra hópa sem
passað er upp á að hittist ekki.
„Þau fá ekki að skipta um stofu
eða fara í sérgreinar, þannig að
kennararnir hafa fengið að missa sig
í skapandi hugsun varðandi hvernig
þeir skipuleggja stofuna sína. Við
slökktum á skólabjöllunni, það eru
engar stundaskrár í gildi. Eftir að
við einfölduðum þetta ytra skipu-
lag þá varð stemningin einhvern
veginn lágstemmdari,“ segir Ragn-
heiður Lilja.
Hafa nemendur meðal annars
þulið upp margföldunartöf luna á
meðan þeir þvo sér um hendurnar,
bakað vöfflur og hrákökur í skóla-
stofunni, spilað útiskrafl og reikn-
að á meðan þeir smíða snjóhús.
Kennararnir hittast svo daglega
og fara yfir það sem getur gengið
betur, einnig hafa hugmyndir ann-
arra kennara sem deilt hefur verið
á netinu nýst vel við að útfæra
kennsluna.
„Nemendurnir þurfa ekki að
skipta um fag nákvæmlega klukkan
þetta eða hitt. Einn kennari orðaði
þetta þannig að hann hefði kynnst
sumum krökkum upp á nýtt. Einnig
eru dæmi um nemendur sem áður
létu lítið fyrir sér fara og sýndu
kvíðaeinkenni en eru nú opnari og
magaverkurinn horfinn. Tækni-
framfarir nemenda og kennara er
svo heill kapítuli út af fyrir sig.“
Ragnheiður Lilja segir lærdóm-
inn af þessu skipulagi hafa orðið til
breytts skipulags út maí. Það verði
jafnvel varanlegt.
„Skólabjallan mun ekki hringja
á milli tíma lengur, í maí mun hún
bara hringja inn úr frímínútum. Ég
hef starfað lengi við skólaþróun og
er mjög spennt fyrir að sjá hvernig
skólasamfélagið allt nýtir sér lær-
dóm síðustu vikna í framtíðinni.
Við sjáum hvernig þetta gengur í
maí en ef það gengur vel þá er aldr-
ei að vita nema þetta haldi áfram í
haust að einhverju leyti.“
arib@frettabladid.is
Gaf skólabjöllunni frí
Skólastarfið í Þelamerkurskóla gengur vel sem aldrei fyrr þrátt fyrir eða þökk
sé breyttum starfsháttum á tímum kórónaveirunnar. Gæti orðið varanlegt.
Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir, skólastjóri Þelamerkurskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/BB
Eru dæmi um
nemendur sem áður
létu lítið fyrir sér fara og
sýndu kvíðaeinkenni en eru
nú opnari og magaverkur-
inn horfinn.
COVID-19 Vinnumálastofnun var til-
kynnt um fimmtán hópuppsagnir í
gær þar sem á áttunda hundrað var
sagt upp. Í langflestum tilvikum er
um að ræða starfsfólk í ferðaþjón-
ustu. Meðal fyrirtækja sem gripu
til hópuppsagna í gær eru Kynnis-
ferðir, Gray Line, Arctic Adventures
og Hótel Saga.
Tilkynnt var um tvö ný COVID-
19 tifelli í gær en tekin voru rúmlega
500 sýni. Annað greindist á Land-
spítalanum en hitt hjá Íslenskri
er fðag reining u . Heildar f jöldi
greindra er nú 1.797 en með virkt
smit er 131. Sex eru á sjúkrahúsi en
enginn á gjörgæslu. – sar
Hópuppsagnir í
ferðaþjónustu
Rúmlega 700 var sagt upp í gær.
3 0 . A P R Í L 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð