Fréttablaðið - 30.04.2020, Side 14
Café
AUSTURSTRÆTI • SKÓLAVÖRÐUSTÍG • LAUGAVEGI • AKUREYRI • VESTMANNAEYJUM
Við gætum fyllsta hreinlætis og fylgjum ráðleggingum
um sóttvarnir í öllum okkar viðskiptum.
3 0 . A P R Í L 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R14 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
HANDBOLTI „Maður er orðinn
vanur og svolítið ónæmur fyrir
því að fyrrverandi liðsfélagar séu
að hætta en það tók langan tíma að
meðtaka þetta,“ segir Björgvin Páll
Gústavsson, landsliðsmarkvörður
í handbolta, þegar Fréttablaðið
slær á þráðinn til hans til að ræða
ákvörðun Guðjóns Vals Sigurðs-
sonar um að leggja skóna á hilluna.
Björgvin og Guðjón voru herbergis-
félagar um árabil hjá íslenska lands-
liðinu og hluti af silfurliði Íslands á
Ólympíuleikunum 2008 og brons-
liðinu á Evrópumótinu tveimur
árum síðar.
Guðjón Valur tilkynnti í gær að
25 ára leikmannaferli væri lokið.
Lengst af á ferlinum lék hann í
Þýskalandi með stærstu liðum
Þýskalands en hann lék einnig með
AG Köbenhavn, Barcelona og nú
síðast stjörnum prýddu liði PSG
sem varð franskur meistari á dög-
unum. Undanfarin ár hefur hann
verið í lykilhlutverki hjá bestu
liðum heims og samdi við eitt besta
lið heims á fertugsaldri.
„Það er svolítið honum líkt að fá
að fara út á eigin forsendum. Hann
hættir á toppnum. Ég held að það
hafi enginn náð jafn hátt á hans
aldri og hann gæti auðveldlega
haldið áfram í tíu ár ef hann væri
að hugsa um peningana eða sjálfan
sig. Ég held að hann sé að taka skref
sem er hollt fyrir hann sem per-
sónu. Hann er klár maður og á eftir
að láta til sín taka á fleiri sviðum en
að kasta boltanum fram og til baka,“
segir Björgvin enn fremur.
Kveðjum rigndi yfir Guðjón Val á
Instagram-færslunni þar sem hann
tilkynnti að ferlinum væri lokið.
Bæði mátti sjá þar íslenskt afreks-
fólk en einnig f lestar af stærstu
stjörnum handboltaheimsins.
Nikola Karabatic og Thierry Oma-
yer, máttarstólpar franska lands-
liðsins undanfarna áratugi, senda
Guðjóni Vali kveðju, kalla hann
goðsögn og þakka honum fyrir allt.
„Íslendingar eiga það til að ein-
blína á hvað hann gerði fyrir lands-
liðið, hversu mörg mörk hann
skoraði. Þeir sem hafa spilað með
honum sjá íþróttamanninn. Ég hef
ekki upplifað betri íþróttamann en
Guðjón Val á öllum sviðum. Hann
var leiðtogi og fyrirmynd innan sem
utan vallar. Það sést á þessum skila-
boðum sem hann er að fá, það sýnir
hvað Guðjón skildi mikið eftir sig,“
segir Björgvin að lokum. – kpt
Guðjón Valur hættir á toppnum
Guðjón Valur í einum af síðustu landsliðsleikjum sínum. MYND/AFP
Hann gæti auðveld-
lega haldið áfram í
tíu ár ef hann væri að hugsa
um peningana.
Björgvin Páll Gústavsson
um Guðjón Val Sigurðsson
HANDBOLTI Guðjón Valur kveður
sem markahæsti landsliðsmaður
sögunnar hjá íslenska landsliðinu,
markahæsti leikmaður frá upp-
hafi í sögu Evrópumótanna og er í
þriðja sæti meðal markaskorara í
lokakeppnum heimsmeistaramóta.
Ferill Guðjóns Vals hófst á Sel-
tjarnarnesinu en árið 1995 lék hann
sinn fyrsta leik í meistaraf lokki
fyrir Gróttu/KR sem lék þá í næst-
efstu deild. Þessi 16 ára pjakkur lék
þá undir stjórn Ólafs Lárussonar
sem ræddi við Fréttablaðið um
Guðjón Val.
„Það var ljóst þegar Guðjón Valur
var svona 14-15 ára að hann ætlaði
sér að ná langt í handboltanum.
Það komst ekkert annað að hjá
honum og hann var klár í að leggja
þetta auka á sig til þess að komast
í fremstu röð. Á þessum tíma var
Alexander Petersson einnig í her-
búðum okkar. Þeir eru svipaðar
týpur að mínu mati, miklir íþrótta-
menn með mikið keppnisskap og
þrá til þess að ná eins langt í íþrótt-
inni og mögulegt er,“ segir Ólafur
um sinn fyrrverandi lærisvein.
„Ég man til að mynda eftir partíi
sem haldið var hjá leikmannahópi
Gróttu/KR. Um miðjan gleðskap-
inn fóru Guðjón og Alexander að
þrátta um það hvor væri sneggri
að að skila sér til baka í vörnina
þegar andstæðingurinn væri á leið
í hraðaupphlaup. Það endaði með
því að þeir útkljáðu rifrildið með
því að fara í kapphlaup. Þetta segir
sitt um hugarfar þeirra og vilja til
þess að skara fram úr og gera liðinu
gagn á báðum endum vallarins,“
segir hann enn fremur.
„Guðjón var óttaleg písl þegar
hann var unglingur en með mik-
inn sprengikraft og gat leikið sem
skytta og hornamaður. Þegar
Guðjón var síðan svona 16-17 ára
gamall tók Gauti Grétarsson hann
upp á sína arma. Lagaði mataræðið
og skrokkinn með styrktar- og
sprengikraftsæfingum. Það var
allt annað að sjá hann eftir nokkur
ár undir handleiðslu Gauta. Hann
gat vel leikið sem skytta en fór að
einbeita sér meira að því að leika í
horninu sem reyndist gæfuspor. Það
var aftur á móti gott vopn að hann
gat lyft sér upp fyrir utan og sumir
þjálfarar lögðu upp úr því á ferli
hans,“ segir þjálfarinn gamalreyndi.
„Ég heimsótti Guðjón nokkrum
sinnum út eftir að hann fór að leika
erlendis. Það var auðséð að hann
var mikils metinn alls staðar þar
sem hann spilaði. Guðjón gaf mikið
af sér og er drífandi í hóp. Eitt dæmi
er þess er að hann hjálpaði danska
landsliðsmanninum Mads Mensah
mikið þegar þeir spiluðu saman
hjá Rhein-Neckar Löwen eftir að
Mensah var að koma til baka úr
meiðslum. Svo eru f leiri dæmi um
slíkt frá félagsliðaferlinum. Það
verður vissulega skrýtið að horfa
á landsliðið í komandi leikjum og
stórmótum án hans þar sem lands-
liðsferillinn hefur verið svo langur
og glæsilegur,“ segir Ólafur.
Guðjón Valur lauk ferli sínum
sem leikmaður franska liðsins
PSG. Hann hefur verið sigursæll
með félagsliðum sínum í gegnum
tíðina. Guðjón vann EHF-keppnina
með Essen, varð danskur meistari
og bikarmeistari með AG, þýskur
meistari með Kiel tvisvar og bikar-
meistari árið 2013. Með Barcelona
varð Guðjón spænskur meistari tví-
vegis. Vorið 2015 var Guðjón Valur
í sigurliði Barcelona í Meistaradeild
Evrópu. Til viðbótar varð Guðjón
Valur þýskur meistari með Rhein-
Neckar Löwen árið 2017 og bikar-
meistari árið eftir. Hann lauk svo
ferli sínum sem franskur meistari
hjá PSG.
Guðjón lék sinn fyrsta A-lands-
leik gegn Ítal íu á alþjóðlegu móti í
Haar lem í Hollandi 15. des em ber
1999, þá tví tug ur að aldri. Hann tók
þátt í sínu 22. stórmóti á ferlinum
þegar hann spilaði á Evrópumótinu
í janúar fyrr á þessu ári. Hann missti
einungis af einu stórmóti þar sem
Ísland átti þátttökurétt á öldinni,
það er HM 2019. Hann vann til silf-
ur verðlauna með ís lenska lands-
liðinu á Ólymp íu leik un um í Pek-
ing árið 2008 og til bronsverðlauna
á Evr ópu mót inu í Aust ur ríki árið
2010.
Guðjón Valur var kjör inn íþrótta-
maður árs ins árið 2006. Þessi frá-
bæri hornamaður varð deildar-
meistari með KA árið 1998. Guðjón
varð markakóngur þýsku efstu
deildarinnar árið 2006 sem leik-
maður Gummersbach. Hann er einn
af þremur íslenskum handknatt-
leiksmönnum sem hefur tekist það.
Hinir eru Sigurður Valur Sveinsson
og Bjarki Már Elísson, sem náðu því
báðir sem leikmenn Lemgo.
hjorvaro @frettabladid.is
Snemma ljóst að hann ætlaði alla leið
Kaflaskipti hafa orðið í íslenskri handboltasögu en Guðjón Valur Sigurðsson er hættur. Ferill hans, sem spannar aldarfjórðung í
hæsta gæðaflokki, hefur runnið sitt skeið og harpixið er farið á hilluna. Guðjón Valur getur svo sannarlega gengið sáttur frá borði.
Guðjón Valur Sigurðsson var sigursæll hjá þeim félagsliðum sem hann spilaði með á ferli sínum. MYND/GETTY
Guðjón Valur varð
landsmeistari alls sjö
sinnum í fjórum mismun-
andi löndum. Allir titlarnir
komu eftir þrítugt.