Fréttablaðið - 30.04.2020, Síða 6
Umhverfisstofnun vill
sýna fram á notagildi
fjarfundabúnaðar í kjölfar
kórónaveirunnar.
Lögmaður Toms Hagen
sagði í gær að sönnunargögn
gegn honum væru lítil.
Skjólstæðingur hans var
engu að síður úrskurðaður í
gæsluvarðhald næstu fjórar
vikurnar.
NOREGUR Norski auðkýfingurinn
Tom Hagen var handtekinn í stór-
aðgerð lögreglu við heimili hans
rétt fyrir utan Ósló á þriðjudags-
morgun. Hann er talinn hafa myrt
eða átt aðild að morði eiginkonu
sinnar. Hann var úrskurðaður í
fjögurra vikna gæsluvarðhald í gær.
Anne-Elisabeth Hagen, eiginkonu
Toms Hagen, hefur verið saknað frá
því í október 2018. Málið er án efa
stærsta sakamál síðustu ára í Nor-
egi. Í átján mánuði hefur ekkert
spurst til Anne-Elisabeth. Málið
hefur vakið mikla athygli utan og
innan Noregs.
Rannsókn málsins hófst þann 31.
október 2018 þegar Tom Hagen til-
kynnti lögreglu um hvarf eiginkonu
sinnar. Í fyrstu ríkti mikil leynd yfir
rannsókninni en málið var ekki gert
opinbert fyrr en 9. janúar 2019.
Málið var í fyrstu rannsakað sem
mannrán en lögreglan í Noregi taldi
að hin 68 ára Anne-Elisabeth hefði
verið numin brott af heimili sínu.
Meintir mann ræningjar skildu eftir
bréf á heimili hjónanna þar sem
þeir settu fram kröfu um lausnar -
gjald að jafn virði um níu milljóna
evra í raf myntinni Monero og var
skrifað á bjagaðri norsku.
Óþekktu auðmannshjónin
Í kjölfarið fór í gang viðamikil rann-
sókn í nokkrar vikur sem bar engan
árangur.
Það sem þykir merkilegt við
málið er að þrátt fyrir að Tom Hagen
sé vissulega efnaður þá hefur hann
alla tíð haldið sig til hlés og fyrir
mannshvarfið var Hagenfjölskyld-
an lítið sem ekkert þekkt í Noregi.
Dagblaðið Dagens Næringsliv
greindi frá því haustið 2018 að Tom
hefði þénað um milljarð norskra
króna á orkusölu. Það gæti hafa
vakið áhuga meintra mannræn-
ingja á hjónunum en samt sem áður
þykja þau fremur sérstök skotmörk
mannræningja.
Óvenjulegir mannræningjar
Annað sem vakti spurningar lög-
reglu var að mannræningjunum lá
ekki á að fá peningana. Samskipti
Hagens við mannræningjana voru
hæg og hann greiddi fyrst lausnar-
gjald til mannræningjanna í júlí í
fyrra. Hvorki fjöl skyldan né lög-
reglan vildu upp lýsa um eftir-
mála þess. Enn spurðist ekkert til
Anne-Elisabeth og enginn var nær
því hvar hún væri. Áhugi fjölmiðla
dvínaði smám saman og lítið var
fjallað um málið næstu mánuði.
Í janúar í ár var Anne-Elisabeth
Talinn eiga sér vitorðsmenn
Norski auðkýfingurinn Tom Hagen var handtekinn á þriðjudag grunaður um að hafa myrt eiginkonu
sína. Lögregla telur hann ekki hafa verið einan að verki. Hegðun meintra mannræningja vakti undrun.
Lögregla leitaði enn eina ferðina á heimili hjónanna Anne-Elsabeth og Toms Hagen rétt utan við Ósló. MYND/EPA
AÐALFUNDUR
SAMTAKA ATVINNULÍFSINS
verður haldinn miðvikudaginn 20. maí 2020.
Fram fara hefðbundin aðalfundarstörf þar sem greint verður
meðal annars frá kjöri formanns Samtaka atvinnulífsins og
stjórnar SA 2020-2021.
Aðalfundurinn verður á rafrænu formi að þessu sinni.
Rétt til setu á aðalfundinum eiga stjórnendur aðildarfyrirtækja
Samtaka atvinnulífsins ásamt starfsmönnum SA og aðildarsamtaka.
Ársfundur atvinnulífsins 2020 sem er öllum opinn verður líkt og
2019 haldinn að hausti, fimmtudaginn 22. október kl. 14-16 í Hörpu.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu SA þegar nær líður fundi.
31. október 2018
Anne-Elisabeth
hverfur sporlaust
af heimili sínu.
9. janúar 2019
Málið er gert opin-
bert almenningi.
14. janúar 2019
Interpol tekur þátt
í rannsókn málsins.
16. janúar 2019
FBI kemur inn í
rannsóknina.
27. janúar 2019
Mannræningjar hafa
aftur samband við
Tom Hagen.
26. júní 2019
Lögreglan byrjar
að rannsaka málið
sem morð.
3. ágúst 2019
Tom Hagen greiðir
138 milljónir
í lausnargjald.
9. janúar 2020
Mál Anne-Elisabeth
flokkað sem óupp-
lýst morðmál.
28. apríl 2020
Tom Hagen
handtekinn.
✿ Tímalína
skráð myrt frá deginum sem hún
hvarf og málið f lokkað sem óupp-
lýst morðmál.
Þriðjudagsmorguninn 28. apríl
rataði málið aftur á síður fjölmiðla
þegar auðkýfingurinn var handtek-
inn. Nú lítur út fyrir að Tom Hagen
hafi reynt að setja á svið hinn full-
komna glæp. Samkvæmt norska
ríkisútvarpinu NRK hefur lögregl-
una lengi grunað að Tom Hagen hafi
átt sök í málinu og grun ur inn í garð
hans hef ur styrkst jafnt og þétt.
Ýmislegt hefur komið inn á borð
lögreglunnar og hefur ítarleg rann-
sókn verið í gangi síðustu mánuði.
Síðasta sumar fékk lögreglan leyfi
til hef ja leynilega rannsókn á
norska milljarðamæringnum. Lög-
reglan kom fyrir vöktunarbúnaði á
heimili hjónanna, á skrifstofu Hag-
ens og hleraði síma hans.
Lög regl an tel ur að af öll um sönn-
unargögnum að dæma í málinu sé
um að ræða stórfelldan og skipu-
lagðan glæp og að líklega hafi Tom
Hagen ekki verið einn að verki.
Enginn veit fyrir víst hvers vegna
Tom Hagen ætti að hafa myrt eigin-
konu sína en ýmsar sögusagnir hafa
verið á kreiki. Upp lýs ing ar hafa bor-
ist um að Anne-Elisa beth hafi rætt
það við f leiri en einn að hún hefði
átt í storma sömu hjóna bandi sem
hún vildi gjarn an losna úr. Einnig
kom fram í upplýsingum norska
ríkisútvarpsins NRK að kaupmáli
hjónanna væri óeðlilegur.
Sönnunargögn ekki á borðinu
Sumir halda því fram að ef Anne-
Elisabeth hefði sótt um skilnað
hefði kaupmálinn verið felldur úr
gildi. Í því tilfelli hefði hún átt rétt
á mun stærri hluta af eigum eigin-
mannsins en kaupmálinn gefur til
kynna.
Lögreglan vill enn sem komið
er ekki gefa upplýsingar um sönn-
unargögn í málinu og segir að málið
sé enn þá í rannsókn.
Lögreglan fer nú fram á að Hagen
verði úrskurðaður í fjögurra vikna
gæsluvarðhald. Hvort Tom er sekur
um að hafa myrt eiginkonu sína og
greitt sjálfum sér milljarða króna í
lausnargjald kemur vonandi í ljós
von bráðar. urdur@frettabladid.is
UMHVERFISMÁL Umhverfisstofnun
hefur farið stað með nýja tegund
af fræðslu til almennings og fjöl-
miðla um umhverfismál sem hlotið
nafnið Umhverfisvarpið.
Á það að miðla betur verkefnum
Umhver f isstof nunar og auka
umhverfisvitund.
„Við viljum efla umhverfisvitund
almennings en við erum einnig að
nota þessa fundi til að miðla efni
betur til okkar viðskiptavina og til
fjölmiðla,“ segir Birgitta Stefáns-
dóttir, hjá Umhverfisstofnun.
Eitt af markmiðum Umhverfis-
stofnunar eftir kórónaveiruna og
ástand síðustu vikna er að sýna
fram á að það sé hægt að nýta fjar-
fundabúnað meira.
„Við viljum leggja mikla áherslu á
fjarfræðslu, að við séum ekki alltaf
að fara á milli staða á fundi heldur
er hægt að nýta sér slíkan búnað í
staðinn, líka þegar ástandið í sam-
félaginu fer aftur í fyrra horf.“
Annað markmið er að sérfræð-
ingar Umhverfisstofnunar geti verið
virkari í því að miðla verkefnum og
niðurstöðum.
Fyrsta Umhverfisvarpið fór fram
í gær og var í beinu streymi á net-
inu. Halla Einarsdóttir, teymisstjóri
mengunareftirlits Umhverfisstofn-
unar, ræddi um áherslur og árangur
í mengunareftirliti.
Á næsta fundi verður fjallað um
losun Íslands og loftslagsbókhaldið.
„Við vonumst til að Umhverfis-
varpið hvetji fólk til að nota fjar-
fundabúnað, verði duglegt að miðla
sínum verkefnum og að fundirnir
verði gagnvirkir í framtíðinni,“ segir
Birgitta. – uö
Umhverfisvarpinu er ætlað að
efla umhverfisvitund almennings
KJARAMÁL „Nú þarf bara að skoða
þetta upp á nýtt. Boltinn er nú hjá
Aðalsteini Leifssyni ríkissáttasemj-
ara sem leiddi okkur og samninga-
nefnd ríkisins á síðustu metrunum,“
segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Félagsmenn felldu kjarasamning
við ríkið sem skrifað var undir 10.
apríl síðastliðinn. Alls greiddu 53
prósent atkvæði gegn samningn-
um en 46 prósent með og 1 prósent
skilaði auðu. Þátttaka var um 80
prósent.
„Við heyrðum vissa neikvæðni
varðandi launaliðinn fyrst og
fremst en við vissum ekki að hann
yrði felldur. Þetta var bara í hönd-
um félagsmanna. Við töldum okkur
vera með samning sem væri bara
góður og eins og staðan er í dag,“
segir Guðbjörg. – ilk
53 prósent fella
kjarasaming
SAMGÖNGUMÁL Starfshópi verður
falið að endurmeta og skoða tvo
fýsilega kosti við legu Sundabrautar.
Annar kosturinn felst í jarðgöngum
yfir í Gufunes og hinn í lágbrú sem
þverar hafnarsvæðið við Kleppsvík.
Samkvæmt skýrslu starfshóps
sem skilaði tillögum í júlí í fyrra er
áætlaður kostnaður við lágbrú um
60 milljarðar en við jarðgöng um
74 milljarðar. Meðal verkefna nýja
starfshópsins er að gera nýtt kostn-
aðarmat. Verði lágbrú fyrir valinu
þarf einnig að greina valkosti fyrir
breytt skipulag Sundahafnar.
Vegagerðinni verður falið að leiða
vinnu starfshópsins en að auki
munu þar eiga sæti fulltrúar Reykja-
víkurborgar, Samtaka sveitarfélaga
á höfuðborgarsvæðinu og Faxaflóa-
hafna. Hópurinn á að skila niður-
stöðum sínum í lok ágúst. – sar
Meta tvo kosti
við Sundabraut
Tveir kostir við gerð Sundabrautar.
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður FÍH.
3 0 . A P R Í L 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð