Fréttablaðið - 30.04.2020, Síða 8

Fréttablaðið - 30.04.2020, Síða 8
Breytingarnar munu vafalaust hjálpa einhverjum fyrir- tækjum að komast í nauð- synlegt skjól til þess að endurskipuleggja rekstur sinn. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónust- unnar Aðalfundur MS-félags Íslands verður haldinn í fjarfundi fimmtudaginn 14. maí 2020 kl. 17 í MS-húsinu að Sléttuvegi 5 í Reykjavík. Í ljósi aðstæðna er einungis gert ráð fyrir að starfsmenn og stjórnarmeðlimir mæti á Sléttuveginn. Aðrir fundarmenn taka eingöngu þátt með rafrænum hætti í gegnum forritið Zoom. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á fundinum fyrir fram og er skráningarform að finna á heimasíðu félagsins www.msfelag.is. Þátttakendur fá sendan tölvupóst miðvikudaginn 13. maí með hlekk sem veitir aðgang inn á fundinn. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál Vinsamlega athugið að framboð til stjórnar og nefnda skal tilkynna til skrifstofu eigi síðar en viku fyrir aðalfund og að atkvæðisrétt á aðalfundi hafa einungis þeir sem eru skráðir í félagið eigi síðar en viku fyrir fundinn og hafa greitt árgjald. Nánari upplýsingar á www.msfelag.is Við hvetjum félagsmenn til að taka þátt og skrá sig sem fyrst. Virðingarfyllst, Stjórn MS-félags Íslands FUNDARBOÐ Aðalfundur MS-félags Íslands Breska fjártæknifyrirtækið Rapyd, sem keypti Korta fyrr í þessum mánuði, greiðir um 2,8 milljarða króna fyrir allt hlutafé félagsins, samkvæmt heimildum Frétta­ blaðsins. Endanlegt kaupverð ræðst af afkomu Korta á þessu ári og getur hæst orðið um 3,2 milljarðar eða lækkað niður í um 2,4 milljarða. Arik Shtilman, forstjóri Rapyd, sagði í viðtali við Markaðinn að félagið ætlaði að fjárfesta veru­ leg a í upp bygg ingu á starf semi fær slu hirðinga r f y r ir t æk isins . Fjár fest ingin miðar að því að tvö­ falda markaðshlutdeild Korta á næstu þremur árum og að byggja upp miðstöð vöruþróunar Rapyd í Evrópu. Kvika og hópur einkafjárfesta keyptu Korta á eina krónu í lok árs 2017 og lögðu félaginu um leið til nærri 1.500 milljónir í nýtt hlutafé til að forða því frá gjaldþroti. Ári síðar var hlutafé Korta aukið um 1.055 milljónir króna. Kvika var fyrir söluna stærsti hluthafi Korta, með ríflega fjörutíu prósenta hlut, en aðrir helstu hlut­ hafar eru Aðalsteinn Jóhannsson, Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Korta, félagið Óskabein, Sigurður Bollason og Sigurður Valtýsson, fyrrverandi forstjóri Exista. – hae Korta selt á 2,8 milljarða króna  Brýnt er að löggjafinn breyti án tafar lögum um gjaldþrotaskipti og auðveldi fyrirtækjum sem glíma við rekstrar­vanda að fá heimild til greiðslustöðvunar, að mati lög­ manna á lögmannsstofunni BBA// Fjeldco. Koma þurfi í veg fyrir að lífvænleg  fyrirtæki sem séu ekki greiðslufær verði gefin upp til gjald­ þrotaskipta. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fjölda­ gjaldþrot í atvinnugreininni enga lausn. Slíkt myndi hamla verulega uppbyggingu í greininni á ný. „Munurinn á því að halda fyrir­ tækjum á lífi til þess að þau geti náð viðspyrnu og því að keyra þau í gjaldþrot er munurinn á því hvort það takist að endurreisa efnahag landsins með aðstoð ferðaþjón­ ustunnar á stuttum eða löngum tíma,“ segir framkvæmdastjórinn Jóhannes Þór Skúlason í samtali við Fréttablaðið. Í samræmi við tillögur ríkis­ stjórnarinnar sem kynntar voru í fyrradag vinnur dómsmálaráðu­ neytið nú að tillögum til þess að einfalda tímabundið reglur um fjár­ hagslega endurskipulagningu fyrir­ tækja. Er þá einkum horft til reglna um greiðslustöðvun. Tillögurnar, en réttarfarsnefnd hefur yfirumsjón með útfærslu þeirra, munu miða að því að fyrir­ tæki geti komist í skjól á einfaldan hátt á meðan verið er að meta stöðu þeirra og þar til meiri vissa fæst um framtíðarhorfur þeirra. Óli Björn Kárason, formaður efnahags­ og viðskiptanefndar Alþingis, segir það skynsamlega ráðstöfun við þessar aðstæður að auðvelda fyrirtækjum að fara í fjárhagslega endurskipulagningu í skjóli greiðslustöðvunar. „Hins vegar á eftir að koma í ljós hver lagalega útfærslan verður en Koma þurfi í veg fyrir fjöldagjaldþrot Fjöldagjaldþrot í ferðaþjónustu væru til þess fallin að hamla verulega uppbyggingu í greininni á ný að sögn framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Lögmenn á BBA//Fjeldco vilja einfalda skilyrði greiðslustöðvunar sem þeir segja vannýtt úrræði. Ljóst er að mörg ferðaþjónustufyrirtæki, sem voru fjárhagslega heilbrigð fyrir útbreiðslu kórónaveirunnar en hafa mátt þola tekjufall, hafa þörf fyrir greiðslustöðvun til þess að geta komist í tímabundið skjól. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR hún skiptir vitaskuld miklu máli,“ nefnir hann. Í minnisblaði sem lögmenn á BBA//Fjeldco hafa skrifað Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmála­ ráðherra og Markaðurinn hefur undir höndum er bent á að fjölda fyrirtækja beri nú þegar  skylda til þess að gefa bú sín upp til gjaldþrotaskipta, lögum sam­ kvæmt, enda séu þau ógreiðslufær og ljóst sé að greiðsluörðugleikar þeirra muni ekki líða hjá innan skamms. Vannýtt úrræði Í því skyni að koma í veg fyrir að lífvænleg fyrirtæki verði tekin til gjaldþrotaskipta og tryggja að þau fái nauðsynlegt skjól frá kröfuhöf­ um leggja lögmennirnir þannig til að skilyrði greiðslustöðvunar verði einfölduð, meðal annars að erlendri fyrirmynd, en í minnisblaðinu kemur meðal annars fram að ríkis­ stjórn Noregs hafi þegar viðurkennt þörfina fyrir „skilvirkara úrræði til að hreinsa upp í skuldavanda fyrir­ tækja“. Rétt eins og í Noregi er greiðslu­ stöðvun, sem felur í grunninn í sér tímabundna vernd skuldara gegn vanefndaúr ræðum k röf uhafa, vannýtt úrræði hér á landi en lög­ menn BBA//Fjeldco telja ástæðuna meðal annars þá að skilyrði hennar séu of þung í vöfum. Þau séu auk þess ekki nægilega aðgengileg fyrirtækjum í bágri fjárhagsstöðu. Þannig er lagt til í minnisblað­ inu að réttarvernd endurskipu­ lagningar, það er greiðslustöðv­ unar,  miðist við þann dag sem fyrirtæki senda dómstólum beiðni um hana, umsóknarferlið verði ein­ faldað umtalsvert og höfnunarskil­ yrðum dómstóla verði fækkað og þau þrengd. Jafnframt verði ráðstöfunar­ heimildir fyrirtækja í endurskipu­ lagningarferli útvíkkaðar í sam­ ræmi við þarfir fyrirtækjanna sem þurfa meðal annars að geta tekið rekstrarlán og veðsett eignir í þeim tilgangi að geta haldið rekstri sínum gangandi. Auk þess er lagt til að heimild til endurskipulagningar verði veitt til þriggja mánaða í senn en samkvæmt gildandi lögum þarf dómari að samþykkja áframhald­ andi greiðlustöðvun á allt að þriggja vikna fresti. Ábyrgð stjórnenda takmörkuð Lögmenn BBA//Fjeldco telja enn fremur mikilvægt að ábyrgð stjórn­ enda verði takmörkuð með þeim hætti að þeim sem stýra lífvæn­ legum fyrirtækjum verði heimilt að sækja um endurskipulagningu, án þess að það verði metið þeim til sakar, þó svo að fyrirtækin séu ekki greiðslufær. Það sé enda ljóst að fylgi stjórn­ endur slíkra fyrirtækja lagaskyld­ um sínum – og gefi bú fyrirtækj­ anna til gjaldþrotaskipta – verði „lítið eftir af fyrirtækjum í landinu í lok árs 2020“. Jóhannes Þór segir afar skynsam­ legt að einfalda reglur um greiðslu­ stöðvun í núverandi aðstæðum. „Breytingarnar munu vafalaust hjálpa einhverjum fyrirtækjum að komast í nauðsynlegt skjól til þess að endurskipuleggja rekstur sinn. Það á svo eftir að koma í ljós hve mörg fyrirtæki munu nýta sér úrræðið en það fer væntanlega eftir rekstrinum á hverjum stað,“ segir hann. Mikilvægast af öllu sé að koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot innan ferðaþjónustunnar og aðgerðir ríkisstjórnarinnar taki mið af því. Kristinn Ingi Jónsson kristinningi@frettabladid.is MARKAÐURINN 3 0 . A P R Í L 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.