Fréttablaðið - 30.04.2020, Side 28

Fréttablaðið - 30.04.2020, Side 28
Á SÍÐARI ÁRUM ÆVI SINNAR VAR HANN Í SJÁLFSKIPAÐRI SÓTTKVÍ OG TALAÐI BARA VIÐ FÓLK Í SÍMA.Einu sinni var ég í sumar-bústað á Kirkjubæjar-k lau st r i . Umhver f is hann er töluvert stór garður, vel girtur. Ég settist við píanóið, sem stóð við franskan glugga í stofunni, og fór að spila. Eftir um hálftíma heyrði ég þrusk við gluggann og leit upp. Hinum megin var belja sem var greinilega að hlusta og virtist mjög hrifin. Hvernig hún komst inn fyrir girðinguna er ekki ljóst. Hún hafði væntanlega runnið á hljóðið úr píanóinu og látið ekkert aftra sér. Kanadíski píanósnillingurinn og sérvitringurinn Glenn Gould varð fyrir svipaðri upplifun. Hann var þá táningur og var í göngutúr úti í náttúrunni. Hann var að syngja lag eftir Mahler um dýrlinginn Antóníus af Padóvu, sem predikar yfir fiskunum. Gould söng í hálfum hljóðum, en þá tók hann eftir því að hópur af kúm, sem var handan við girðingu meðfram veginum, virtist vera að hlusta. Þær horfðu áhuga- samar á hann og hann hækkaði þá róminn og fór að syngja fyrir þær sérstaklega. Það hafði þær af leið- ingar að kýrnar komu allar niður að girðingunni og voru auðsjáan- lega hugfangnar af söngnum. Gould elskaði dýr og þessi atburður hafði sterk áhrif á hann. Á YouTube er vídeó þar sem Gould segir frá uppákomunni og prófar svo að syngja sama lag fyrir fíla í dýragarði. Af myndbandinu að dæma eru þeir ekki sérlega upp- numdir, blaka eyrunum, rymja, hrista höfuðin og forða sér burt. Líklega eru fílar ekki með sama tón- listarsmekk og beljur. Tónleikar ógeðfelld sýndarmennska Gould á erindi við okkur í dag. Hann hætti um þrítugt að halda tónleika og einbeitti sér að því að miðla tónlist í gegnum upptökur. Núna er ekki ljóst hvenær tón- leikahald hefst að nýju, svo maður verður að nálgast tónlistina í gegnum YouTube, Spotify og aðrar streymisveitur. Gould hefði haft á því velþóknun ef hann hefðið lifað. Hann fæddist árið 1932 en varð ekki langlífur, lést aðeins fimm- tugur. Lyfjafíkn hafði farið illa með hann í mörg ár, hann innbyrti ótrú- legt magn af pillum á hverjum degi, ekki síst róandi. Sýklar og veirur, sem eru allt í kringum okkur, voru honum mikið áhyggjuefni. Á síðari árum ævi sinnar var hann í sjálf- skipaðri sóttkví og talaði bara við fólk í síma. Hann hafði þá fyrir löngu misst áhugann á tónleikum, fannst þeir yfirborðslegir og byggj- ast á ógeðfelldri sýndarmennsku. Gould sló samt snemma í gegn sem konsertpíanóleikari. Skömmu áður en hann hætti að koma fram á sviði hafði hann gert allt vitlaust í Rússlandi. Í heimildarmyndinni Genius Within – The Inner Life of Glenn Gould er viðtal við Vladimir Ashkenazy sem var á tónleikunum, þá ungur maður. Hann hafði aldr- ei heyrt tónlist eftir Bach eins vel leikna, af svo fullkominni stjórn, svo hreina og lausa við tilgerð. Kúnstirnar í stúdíóinu Þessa mögnuðu færni og innblástur er einnig að finna á plötunum hans Gould. Þær eru unnar út í hið óend- anlega, ekki bara teknar upp. Gould taldi upptökuna, ef hún væri almennilega unnin, miðla tón- list mun betur til hlustandans en á lifandi tónleikum. Í upptökustúdíó- inu væri listamaðurinn við stjórn- ina og gæti gert það sem hann vildi, svo framarlega sem tæknin leyfði. Sama væri ekki uppi á teningnum á tónleikum, sem ættu meira skylt við íþróttaviðburði. Í stúdíóinu, með klippingum og öðrum kúnstum, væri möguleiki á hámarksgæðum, sem myndu skila sér í mun hreinni upplifun hlustandans. Gould hikaði ekki við að beita öllum brögðum til listrænnar fullkomnunar, og taldi þau vera hluta af sköpunarferlinu. Hummaði með Einn galli er þó á flestum upptökum Goulds. Þegar hann var að stíga fyrstu skrefin sem píanónemandi var honum ráðlagt að syngja það sem hann var að æfa, því þannig fengi hann betri tilfinningu fyrir lögunum. Vandamálið var að hann gat ekki hætt, og á upptökunum heyrist hann yfirleitt humma með píanóleiknum. Hummið er engu að síður hluti af sjarmanum, það undirstrikar hve Gould var sérvitur. Sönglið gerir klipptan og skorinn stúdíóf lutn- inginn mannlegri en ella. Goldberg tilbrigðin eftir Bach í túlkun Goulds, sem finna má á netinu, er magnaður minnisvarði um hann. Það er háleit, ómenguð fegurð. Hann gerði tvær plötur með tónsmíðinni, fyrst rúmlega þrí- tugur, en síðar rétt áður en hann dó. Seinni platan (frá 1981) er talsvert fremri, hún er hægari og íhugulli, skáldskapurinn er dýpri og inni- legri. Nú þegar engir tónleikar eru haldnir í samkomubanninu er til- valið að skella sér á netið og hlusta – það er það sem allar góðar kýr myndu vilja. Jónas Sen Snillingurinn sem söng fyrir beljurnar Jónas Sen skrifar um hinn sérvitra kanadíska píanósnilling Glenn Gould. Hann segir að í samkomubanni sé tilvalið að skella sér á netið og hlusta á einstakan listamann. Glenn Gould. Hann hætti um þrítugt að halda tónleika og einbeitti sér að því að miðla tónlist í gegnum upptökur. MYND/GETTY BÆKUR Þögla stúlkan Hjorth og Rosenfeldt Þýðandi: Snæbjörn Arngrímsson Útgefandi: Bjartur Fjöldi síðna: 571 Þögla stúlkan er fjórða bókin í glæpaseríunni um lögreglusál- fræðinginn Sebastian Bergman eftir sænsku félagana Hjorth og R o s e n f e l d t . Fjölskylda er myrt og eina vitnið, tíu ára gömul stúlka, er á f lótt a. Þ e g a r h ú n f innst hefur h ú n m i s s t málið og það kemur í hlut Sebastians að reyna að ná til hennar. Bækurnar í þessari seríu hafa notið vinsælda víða um heim, einnig hér á landi, og þessi bók ætti ekki að vera undantekning frá því. Þegar Hjorth og Rosenfeldt eiga í hlut þá vita lesendur með nokkurri vissu að þeir fá í hendur spennandi bók, örugglega ógnarlanga. Þessi er tæpar 600 síður. Sagan er á köf lum gríðarlega spennandi, en höfundar leyfa sér þó að draga hana á langinn í frá- sögnum þar sem veitt er innsýn í einkalíf lögreglufólks. Persónur eru margar en það er líkt og höf- undar gefi sér að lesendur þekki þær frá fyrri bókum næstum jafn- vel og eigin fjölskyldumeðlimi. Það á örugglega ekki við um alla lesendur en höfundar eru iðnir við að rifja upp í nokkrum setningum ýmsa atburði og dramatík úr fyrri bókum, og þar er sannarlega af nógu að taka. Eins og tíðkast í norrænum glæpasögum glíma Sebastian og félagar hans í lögreglunni við alls kyns raunir í einkalífi. Harmleikur í lífi Sebastians, sem hann reynir að bæla niður, heltekur huga hans á ný við kynnin af þöglu stúlkunni. Möguleikar á nýju og betra lífi virð- ast reyndar fyrir hendi en þaulvanir glæpasagnalesendur vita að þann- ig mun ekki fara, hetjan getur ekki verið annað en óhamingjusöm. Það flækir líf Sebastians síðan enn meir að hann vinnur með dóttur sinni sem veit ekki að hann er faðir hennar. Höfundum verður seint hrósað fyrir stílsnilld. Með jákvæðni að leiðarljósi má segja að bókin sé þokkalega skrifuð, en þegar verst tekst til er hún afar illa skrifuð, sérstaklega í köf lum sem eiga að snerta lesandann djúpt. Þar fer tilfinningasemin gjörsamlega úr böndum. Auk þess er sálfræði- þáttur bókarinnar fremur aum- legur. Þetta munu ekki allir les- endur setja fyrir sig, þeir vilja fyrst og fremst fá spennandi sögu. Þrátt fyrir allnokkra galla er kostur þess- arar glæpasögu einmitt sá að hún er á köf lum æsispennandi. Undir lokin, þegar virðist sem sögulokin séu ljós, þá verður óvænt vending. Bókin endar á þann veg að ljóst er að framhald er á leiðinni. Kolbrún Bergþórsdóttir NIÐURSTAÐA: Afar spennandi glæpa- saga með skrautlegri aðalpersónu og mikilli dramatík. Ekki vel skrifuð og of löng en ætti samt að vekja áhuga glæpa- sagnaunnenda. Morð og þjáningar 3 0 . A P R Í L 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R20 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.