Fréttablaðið - 30.04.2020, Page 34

Fréttablaðið - 30.04.2020, Page 34
MÉR LÍÐUR HVERGI BETUR EN ÞEGAR ÉG HEF ELDHÚSIÐ ALVEG ÚT AF FYRIR MIG OG GET ELDAÐ ALLAN DAGINN, ÞAÐ ER HIN FULLKOMNA HUGARRÓ FYRIR MÉR. Bakarinn Gunnlaugur Arnar Ingason hefur verið að gera það ein-staklega gott undan-farið og vakið athygli á samfélagsmiðlum fyrir skemmtilegar myndir og færslur um baksturinn. Hann er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði og hefur búið þar alla sína tíð. „Ég æfði fótbolta með FH frá sex ára aldri og fram til tvítugs. Eins og svo margir ungir krakkar átti ég mér þann draum að komast í atvinnumennsku í fótbolta en fljót- lega eftir að ég byrjaði í bakaranám- inu fann ég mig algjörlega í því og aðrir æskudraumar fengu að víkja. Eftir tvö misheppnuð ár í Flensborg ákvað ég að breyta til og hóf nám í bakstri og sé ég ekki eftir því í dag,“ segir Gunnlaugur. Íþróttir og bakstur Hann segist alltaf hafa haft mikinn áhuga á matreiðslu og var duglegur við eldamennskuna á sínum yngri árum. „Sjónvarpsþættir um matreiðslu voru í miklu uppáhaldi hjá mér. Mér þótti mjög gaman í matreiðslutím- um í grunnskóla en ég hafði þó aldr- ei hugsað mér að læra bakstur eða matreiðslu en á unglingsárunum fór ég að spá í að læra kokkinn sem var svona fyrsti valmöguleiki á undan bakstrinum. Mér þótti vinnutím- inn þó í bakstrinum henta betur þar sem ég var á fullu í íþróttum á þessum tíma og einnig hefur mér alltaf þótt gott að vakna snemma og hafa allan daginn eftir,“ segir hann. Gunnlaugur fann sig illa í bóklegu námi og telur líklegt að hann hefði ekki fundið sína hillu í lífinu sem baksturinn er ef ekki væri fyrir þá staðreynd. „Ég hef alltaf átt mjög erfitt með lestur og skrift og er það helst vegna þess að ég held ekki athygli til að lesa meira en eina blaðsíðu,“ segir hann og hlær. „Mér gekk ekkert illa í bóklegu námi til að byrja með en í seinni hluta grunnskólagöngu minnar man ég meira eftir mér frammi á göngum eða úti á skóla- lóðinni heldur en í skólastofunni sjálfri. Svo þegar ég fór í Flensborg gekk mér illa, þótti námsefnið erfitt og féll eða sagði mig úr f lestöllum áföngum. Verklegt nám hentaði mér síðan fullkomlega þar sem ég átti erfitt með að sitja kyrr heila kennslu- stund og orkuþörfin hjá mér alveg að springa. Ég tel það klárlega ástæðu þess að mér gekk og gengur vel í bakstri,“ segir hann. Launað nám Hann segir ákveðna fordóma hafa verið fyrir iðnnámi hér á árum áður en það sé statt og stöðugt að breytast. „Í dag finn ég fyrir miklum áhuga á því sem ég geri enda hafa allir áhuga á fallegu handverki. Ég finn hálfpartinn fyrir öfund hjá vinum mínum og fólki í kringum mig yfir að hafa valið iðnnámið. Ég þurfti því ekki að vera með námslán á bak- inu og fékk greitt á meðan á náminu mínu stóð en starfaði á sama tíma við það sem ég hef mestu ástríðu fyrir. Ég gæti ekki mælt nógu mikið með iðnnámi. Ég mæli með því að ungt fólk sem er efins með það hvað það vill gera skoði hvað sé í boði, því fögin á Íslandi eru mörg og fjöl- breytt,“ segir hann. Gunnlaugur átti að taka þátt í heimsmeistaramótinu í kökugerð í Taívan núna í mars, en því var seinkað vegna COVID-19 farald- ursins. „Ég var mjög vel undirbúinn og búinn að æfa mikið þegar ég fékk skilaboð um að fresta ætti keppn- inni fram á verslunarmannahelg- ina. Ég sýndi því að sjálfsögðu skiln- ing og ætlaði að ráða mig í vinnu og Fann hugarró í bakstrinum Gunnlaugur Arnar Ingason fór í bakarann eftir að honum var ljóst að bóknámið hentaði ekki. Það var eflaust hans besta ákvörðun enda einn fremsti bakari lands- ins nú þegar, og aðeins 25 ára að aldri. Gunnlaugur stefndi lengi að því að verða fótboltamaður en fann sig svo í bakstrinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Gunnlaugur lærði hjá einum þekkt- asta konditor í Kaupmannahöfn. Hann segist hafa sérstaklega gaman af því að baka flóknari uppskriftir. halda svo áfram æfingum þegar líða mundi á sumarið. Þegar veiran var orðin að heimsfaraldri var tekin ákvörðun um að fresta keppninni algjörlega en óvíst er hvort ég taki þátt að ári.“ Æskuvinir Gunnlaugur hóf nám hjá einu virt- asta og elsta konditoríi í Danmörku árið 2018. „Umsóknarferlið var langt enda er staðurinn einn sá f lottasti í Evr- ópu og erfitt að fá nemapláss þarna. Eftir nokkur viðtöl og eina prufu fékk ég starfið. Þarna er mjög gott að læra og heldur staðurinn í gamlar hefðir, þannig lærir þú grunninn í kökugerð. Eftir útskrift getur þú svo tekið þína eigin stefnu,“ segir Gunn- laugur. Nýverið stofnaði Gunnlaugur veisluþjónustu ásamt æskuvini sínum, fótboltakappanum Böðvari Böðvarssyni. „Við erum staðsett á Flatahrauni í Hafnarfirði og ég er einstaklega glaður yfir að hafa fundið staðsetn- ingu í mínum heimabæ. Við gerum allt frá litlum makkarónum upp í stórar brúðartertur. Viðtökurnar hafa verið stórkostlegar og kann ég mikið að meta það þegar fólk deilir með mér upplifun sinni af þjón- ustunni. Ég hef ótrúlega gaman af þessu enda alltaf reynt að sækjast í nýjar áskoranir og gert hlutina eftir mínu höfði.“ Böðvar er enn þá í Póllandi, en þá félagana hafði lengi dreymt um að fara í rekstur saman. „Hugmyndin hefur gerjast hjá okkur í um fimm ár en síðastliðin tvö ár hafa verið markvissar sam- ræður varðandi reksturinn. Ég sé um allan daglegan rekstur og fram- leiðslu. Böðvar kemur inn í þetta sem meðeigandi, hann veit varla hvernig hveiti lítur út, en hann hefur ávallt verið minn stærsti stuðningsmaður í bakstursferlinu og það er gott að hafa einhvern með mér í þessu sem treystir mér, og því sem ég stend fyrir, fullkomlega,“ segir hann. Hugarró í eldhúsinu Gunnlaugi finnst skemmtilegast að baka það sem krefst mikillar tækni og vandvirkni. „Mér finnst til dæmis gaman að blanda mismunandi mössum saman og að vinna með mismun- andi áferð og rétt hitastig. Ég hef undanfarið sérhæft mig í makka- rónugerð og ætli það sé ekki það sem mér þykir skemmtilegast, enda er það tæknilegt ásamt því að fjöl- breytileikinn með bragðtegundir og útlit er óendanlegur. Ekki skemmir fyrir hvað makkarónur eru fallegar og myndrænar,“ segir Gunnlaugur. Baksturinn er þó ekki eina áhuga- mál Gunnlaugs, enda hefur hann alltaf verið mikill íþróttamaður. „Mér þykir gaman að stunda golf og að hjóla er eitthvað sem mér finnst yndislegt eftir dvöl mína í Kaupmannahöfn. Það tæmir hugann að fara út að hjóla og allar áhyggjur af vinnu og daglegu amstri getur maður skilið eftir á meðan á því stendur. Mitt stærsta áhugamál er samt alltaf að elda og að borða góðan mat. Mér líður hvergi betur en þegar ég hef eldhúsið alveg út af fyrir mig og get eldað allan daginn, það er hin fullkomna hugarró fyrir mér,“ segir Gunnlaugur. Hægt er að fylgjast með bakstri Gunnlaugs á Instagram undir @gulliarnar. steingerdur@frettabladid.is 3 0 . A P R Í L 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R26 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.