Fréttablaðið - 30.04.2020, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 30.04.2020, Blaðsíða 36
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/ SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@ frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is PRETZEL CRISPS 85 G - 2 TEG & VOGA ÍDÝFA-KRYDD 175 G 599 KR/STK COMBO FREYJU STERKUR DRAUMUR - 50 G 299 KR/STK 5980 KR/KG HARIBO 120 G - 2 TEG 249 KR/STK 2075 KR/KG KIT KAT 4 FINGRA 41,5 G 99 KR/STK 2386 KR/KG NOCCO 330 ML 329 KR/STK 997 KR/L COLLAB ÁSTARALDIN & LÍMÓNU 330 ML 249 KR/STK 756 KR/L FANTA & FANTA EXOTIC 500 ML 169 KR/STK 338 KR/L NÓA TROMP 45 G - 2 TEG 169 KR/STK 3756 KR/KG Þættirnir eru bókstaflega heimatilbúin skopstæl-ing af raunveruleika-þáttaforminu,“ segir Sölvi Fannar, einka-þjálfari, leikari og ljóð- skáld svo fátt eitt sé nefnt, um þætt- ina Love Stronger Than Quarantine sem hann og kærastan hans, Nadi Fadina, byrjuðu með á YouTube í gær. Parið býr á Englandi þar sem COVID-19 hefur jafnvel bitið fastar en hér og varúðarráðstafanir yfir- valda síst verið vægari, þannig að Sölvi og Nadi ákváðu að snúa varnarbaráttunni gegn einangr- unardoðanum í grínsókn með því að skrifa og leika öll hlutverkin í „raunveruleikaþáttum“ þar sem ástin er einangruninni yfirsterkari. „Eins og hjá f lestum þá hefur hægst verulega á f lestu sem við vorum að vinna við og einangr- unin var farin að sverfa að en í stað þess að gefast upp fyrir neikvæðum áhrifum ákváðum við að gera eitt- hvað saman,“ segir Sölvi en fyrsti þátturinn kom inn á YouTube.com/ solvifannar í gær. „Flestir hafa gaman af því að gantast og hér erum við að færa það yfir í víðara samhengi,“ segir Sölvi sem trúir á húmorinn sem eitt besta vopnið í þeirri baráttu sem heims- byggðin stendur nú í. Gagnvirkt grín „Ef laust eigum við eftir að geta hlegið að vitleysunni í okkur í þessu fordæmalausa ástandi þegar við horfum á þessa þætti eftir nokkur ár þótt mörgum sé skiljanlega alls ekki hlátur í huga um þessar mundir. Markmið okkar eru annars vegar að skemmta fólki og hins vegar að safna fé handa Læknum án landa- mæra í baráttunni við COVID-19,“ segir Sölvi og bætir við að þættirnir séu gagnvirkir þar sem áhorfendur geti haft áhrif á framvinduna. „Þættirnir fjalla um sex ólík pör sem eru föst saman í einangrun í kórónavírusástandinu og þeir eru gagnvirkir að því leyti að áhorf- endur geta valið hver af pörunum verða send „heim“ ef þannig má að orði komast,“ segir Sölvi og víkur að mikilvægi samkenndarinnar á tímum veirunnar. „Hún er sú tilfinning sem við ættum líklega að leggja áherslu á um þessar mundir. Við sitjum jú öll í sömu súpunni, beint eða óbeint, og upp úr því sprettur hugmyndin á bak við að áhorfendur geti kosið að tekið þátt.“ Dauðans alvara Þótt Sölvi kjósi að mæta ástandinu með glensi leggur hann áherslu á að ástandið sé vitaskuld ekkert grín. „Að öllu gamni slepptu þá er þessi faraldur auðvitað dauðans alvara,“ segir hann og dregur í efa að hægt sé að finna nokkra hliðstæðu við far- aldurinn með andleg, fjárhagsleg, og heilsufarsleg áhrif í huga. „Að vera í stríði við ósýnilegan óvin, sem reynist sumum banvænn, hefur mikil áhrif bæði tilfinninga- lega og líkamlega, ekki síst fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir. Þess vegna eigum við að leggja okkur fram um að sýna samstöðu og vera dugleg að eiga samskipti við aðra til þess að skapa meiri nánd og minna sjálf okkur og aðra á að við erum ekki ein.“ Gagnkvæmt traust Sölvi bendir einnig á að óhjá- kvæmilega „höfum við nú frekar en nokkru sinni tíma til þess að rækta sambönd okkar við þá sem okkur þykir vænt um“ og að með fjar- fundatækni og samfélagsmiðlum hafi þetta aldrei verið jafn auðvelt. „Þetta ástand hefur reynt virkilega á en við trúum því að það sem skiptir máli sé að vera opinská um hvernig okkur líður en gefa hvort öðru um leið rými,“ segir Sölvi þegar hann er spurður hvernig þau Nadi höndli þvingaða lífsstílsbreytinguna. „Þetta hefur því fært okkur nær hvort öðru og það hefur hjálpað talsvert að við höfum verið dugleg að tala saman og eiga góð samskipti við fjölskyldumeðlimi og vini.“ toti@frettabladid.is Ástin sigrar doðann Sölvi Fannar og Nadi Fadina verjast COVID-leiðindunum með heimagerðu raunveruleikaþáttagríni sem þau deila á YouTube. Sem heilsuráðgjafi leggur Sölvi áherslu á að fólk haldi í „einhvers konar rútínu í lífsstílnum“ á meðan faraldurinn gengur yfir og hugi að mataræði, hvíld og reglulegri hreyfingu með til dæmis heimaæfingum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Sölvi og Nadi leika öll pörin í þáttunum en pör úr röðum áhorfenda geta boðið sig fram eða skorað á önnur pör að taka bókstaflega þátt. AÐ ÖLLU GAMNI SLEPPTU ÞÁ ER ÞESSI FARALDUR AUÐVITAÐ DAUÐANS ALVARA. 3 0 . A P R Í L 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R28 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.