Þjóðólfur - 17.06.1941, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 17.06.1941, Blaðsíða 1
Hitstjóri og ábyrgðarm.: VALDIMAR JÓHANNSSON Ritstjórn og afgreiðsla Laugavegi 18. — Sími 5046. Þjóðólfur kemur út á hverjum mánudegi. Verð árg. til næstu áramóta er kr. 5,00 og greiðist fyrirfram, í lausasölu 25 aura eintakið. Steindórsprent h.f. Að upphafi J)ETTA er blaðið, sem beðið er eftir.“ Þannig 99* fórust einum kunnum gáfu- og atorkumanni í höfuðstað landsins orð, þegar honum var skýrt frá fyrirhugaðri útgáfu Þjóðólfs og höfuðmarkmiðum blaðsins. En hvers vegna er þá beðið eftir þessu blaði? munu ef til vill ýmsir spyrja. Á öðrum stað í blaðinu er birt stefna þess í höfuð- dráttum. En hér skal nokkuð lýst þeim augljósu aðstæðum, sem skapa þörf fyrir nýtt blað með nýjum markmiðum. ^iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiii u, | Stefnuskrá Þjóðólfs | I ÞJÓÐÓLFUR stefnir að þjóðernislegri vakningu § meðal íslenzku þjóðarinnar, þar sem saman f fari rík ást og virðing á þjóðerninu, verndun | tungunnar og glögg gæzla þjóðernislegra I i menningarverðmæta. í ÞJÖÐÓLFUR stefnir að fullu sjálfstæði íslenzku I þjóðarinnar og aðhyllist þau stjórnarform § ein, sem eru í samræmi við stefnu blaðsins { að öðru leyti. Það telur frjálsræði þegnanna f til að tjá hugsanir sínar í mæltu máli eða f i rituðu undirstöðu lýðfrelsisins. j ÞJÓÐÓLFUR stefnir að jafnvægi valdakerfisins í i landinu, þannig að ríkisvaldið vaxi ekki óeðli- i lega á kostnað þegnanna. Blaðið berst og j gegn ofurvaldi hinna pólitísku flokka og ill- I vígri hagsmunabaráttu stéttanna í landinu. f j ÞJÓÐÓLFUR stefnir að auknu frjálslyndi, um- f burðarlyndi og víðsýni innan hins íslenzka f þjóðfélags. Blaðið er andvígt óeðlilegum höml- f um á frelsi manna til orðs eða æðis, athafna i f eða hugsana. j ÞJÓÐÓLFUR stefnir að því, að meira verði met- j \ in heilbrigð skynsemi, reynsla þjóðarinnar og f óbrjáluð dómgreind en „ismar“, kreddur og j i kennisetningar í meðferð landsmála. Blaðið I tekur ákveðna afstöðu gegn byltingahreyf- j f ingum og ofbeldisstefnum, en telur sér hins f vegar skylt að varast hvers konar óvinsemd | og ofuryrði í garð annarra þjóða og erlendra f þjóðhöfðingja. j ÞJÖÐÓLFUR stefnir að fegrun landsins og þjóð- I lífsins, nægjusemi og heilbrigðu líferni, hóf- j semi og bindindissemi um notkun nautnalyf ja, f siðprýði og drengskap í skiptum manna, jafnt f í opinberu lífi seni í einkalífinu. 'fi 1111111 l■■l■■lll■ll■llllmlllIllllllllllll■ll■llllll■lllllll■lllllll■llll■llllllllllllll|||||||■|l|||||||||||n|||l|||l||||,,|i||l■||,||||l,l|,|ll,|,llll|<^ JÓÐÖLFUR kemur framvegis út á hverjum mánudegi, árdegis. Verð árgangsins til áramóta verður ltr. 5,00 til fastra áskrifenda og greiðist fyrirfram. í lausasölu er verð eintaksins 25 aurar. — Blaðið verður ekki sent til áskrifenda, nema andvirði þess hafi áður verið greitt eða óskað eftir, að blaðið verði sent gegn póstkröfu. Þjóðölfur ætlar ekki að þrengja sér inn á heimili mamia og kemur því ekki þangað óboðinn, nema sérstakar ástæður séu fyrir hendi. Hann álitur hins vegar, að þeir, sem félagsskap hans kjósa, telji ekki eftir sér að greiða hið lága áskriftargjald skilvíslega — þegar í stað. Gjafablöðin, sem þrengt er inn á heimili manna í sveit og við sjó, eru hvorugum aðila til sóma, gefanda eða þiggjanda. Gefandinn virðir ekki heimilishelgi manna eða sjálfsákvörð- unarrétt um leiðsögu í landsmálum. Hann sýnir ósæmilega ágengni í áróðri sínum. Viðtakandinn hins veg- ar þiggur ölmusu þeirra manna, sem sýna honum megna Iítilsvirðingu og meta hann aðeins sem „atkvæði“. Er því hlutur beggja hinn hrakleg- asti. • • • FIR viðskipta- og fjármálum þjóðarinnar hvílir meiri hula og leyndardómur, en æskilegt má telj- ast. Samningar eru gerðir við Breta, án þess að landsmenn fái nokkra vitneskju um, hvernig þeim er hátt- að. Gengi krónunnar er haldið óeðll- lega lágu, án þess að almenningur fái að heyra frambærilegar ástæður fyrir því. Þetta hvort tveggja ræðir Aron Guðbrandsson, forstjóri Kaup- hallarinnar, í grein hér í blaðinu. — Þjóðólfur mun leggja áherzlu á að fylgjast með öllu því, er gerist í fjár- hags- og viðskiptamálum þjóðarinn- ar og ræða þessi þýðingarmiklu mál. Hefur blaðið tryggt sér aðstoð Arons Guðbrandssonar í þessum efnum. • • • C XJÓRNMALAMENNIRNIR kvarta ° undan því, að þinginu sé ekíd sýnd nægileg virðing af hálfu al- mennings. Á sínum tíma ritaði for- maður Framsóknarflokksins allmikið um þetta mál og kvað orsakanna að leita til „grenjaskyttanna" svo- nefndu. Með ágengni þeirra væri þinginu sýnd frekleg lítilsvirðing og hlyti það að skerða álit og virðingu þingsins í augum almennings. Voru því „grenjaskyttumar“ útilokaðar að ráðum hans og leitast við að skapa ró og virðingu um störf þings- ins. En það virðist ekki hafa náð tilætluðum árangri. Formaður Sjálf- stæðlsflokksins hefur nýskeð lýst því með sterkari orðum en áður hefur verið gert, hversu nú sé komið virð- ingu þingsins. — Einn Icjósendanna í landinu, einn af þeim sem skortir tilbærilega virðingu fyrir Alþingi, gerir á öðmm stað í blaðinu grein fyrir því í hófsamlegri og rökstuddri grein, hvers vegna virðing hans og annarra fyrir hinu háa Alþingi fer þverrandi. • • • JÓÐÖLFUR flytur að þessu sinni grein eftir hinn kunna danska kvenlækni, dr. med. Johanne Christi- ansen (bls. 2). Hún lætur sig mestu skipta næringarefnafræði og matar- æði almennings, en ræðir þó oft um þjóðfélagsmál almennt. Greinin, sem hér birtist, er fyrsti kafii einnar bók- ar hennar, lítið eitt styttur. Hann fjallar um stöðu konunnar í þjóðfé- laginu og er skörulega rituð hug- vekja, sem ýmsum mun þykja orð í tíma töluð. — Dr. Johanne Christi- ansen kom hingað til lands árið 1935 og flutti nokkra fyrirlestra á vegum Háskólans í aprílbyrjun það ár. Nálega öll blöð, sem nú eru gefin út á íslandi, eru „skipu- lögð“ fylgisblöð ríkisstjórnar- innar. Þau eru háð þeirri kvöð, að túlka og skýra sérhvert mál út frá sjónarmiði ríkjandi vald- hafa og valdakerfis. Þau þagga niður alla gagnrýni í skjóli þess, að nú sé stríð og óvenjulegt „ástand“. Kosningarétturinn er afnuminn til þess að landsfólkið fari sér ekki að voða í hinum flóknu völundarhúsum stjórn-. málalífsins. Valdsvið ríkis- stjórnar og flokksstjórna fer dagvaxandi, en áhrif almenn- ings á gang landsmála þverr- andi. Blöð landsins eru í þjón- ustu þessa valdakerfis, en al- þjóð manna á naumast aðgang að nokkru blaði, ef hún þarf að sækja mál á hendur valdhöfun- um. Hér er því augljós þörf á óháðu, frjálslyndu blaði, sem haldi uppi rétti og svörum fyrir landsfólkið, kurteisri, hóflegri og rökstuddri gagnrýni á þær gerðir valdhafanna og þróun valdakerfisins, sem heilbrigð skynsemi segir að stefni í ranga átt. I íslenzku þjóðlífi verður nú margs vart, sem full þörf er að gefa gætur og vera vakandi á verði gegn. Sumt er bein afleið- ing þeirra tíma, sem við lifum á og lítt eða ekki viðráðanlegt. Annað er beinlínis framkvæmt í skjóli „óvenjulegs ástands“ — án þess að nauðsyn beri til. Þannig er andlegur og efnalegur réttur þegnanna í landinu skert- ur og þrengdur smátt og smátt, sumt að vonum, annað að ástæðulausu. Höft, skipulagning og þvingunarráðstafanir fara dagvaxandi. Þjóðólfur telur það sitt hlutverk að gagnrýna hverj- ar þær ráðstafanir, sem að nauðsynjalausu eru gerðar í þessa átt, hlífðarlaust og af fullri einurð. Jafnframt telur hann sér skylt að vera á verði gegn því, að sérdrægni og órétt- ur nái að þróast átölulaust í skjóli hinna víðtæku opinberu afskipta. Valdboð frá „hæstu stöðum“ grípa æ meir inn í líf hvers einasta manns, í smáu sem stóru. Þau eru eins og máttug, ósýnileg hönd, er náð hefur öruggu taki, sem alltaf er hert á. Þjóðólfur er röddin, sem segir til, þegar þetta tak er hert að nauðsynjalausu eða úr hófi fram. Almenningur verður að gæta þess vandlega að láta ekki hlunnfæra sig í átökunum við það ríkisvald, sem skapað hefur sér sterkari aðstöðu en áður hefir þekkzt í sögu fullvalda þjóðar á fslandi. Stjórnartaum- arnir eru að dragast úr hönd- um kjósendanna og hverfa að fullu og öllu í hendur hinna fáu valdamanna þjóðfélagsins. Þing- ið sjálft lýtur að nokkru leyti sömu örlögum. Virðing þess og vald fer þverrandi. Það er kom- ið í skugga nýs valdakerfis og á lítilli samúð að fagna meðal þjóðarinnar. Hefur það jafnvel gengið svo langt, að einn af æðstu valdamönnum þjóðarinn- ar hefir kvartað yfir því opin- berlega, að þingið og þingmenn eigi litlu áliti og fylgi að fagna meðal landsmanna. * En því fer fjarri, að þegn- arnir í landinu þurfi einskis annars að gæta en standa á verði gegn innlendum valdhöf- um. Almenningur í landinu verður þvert á móti að gera meiri kröfur til sjálfs sín en nokkru sinni fyrr. íslenzka þjóð- in stendur á vegamótum og er vandséð, hvert nú verður stefnt. Yfir land og þjóð flæða sterk- ari bylgjur erlendra áhrifa en áður eru dæmi til. Erlent stór- veldi hefur hernumið landið og ræður hér öllu því, sem það þykist þurfa að ráða. Enginn veit, hveln aldur ítök þess á Is- landi kunna að eiga. fslenzku þjóðerni, tungu og menning er því bráður háski búinn. Allt þetta kann að sogast út í þjóða- hafið áður en varir. Og þó virð- ist enginn hreyfa hönd eða fót til varnar. Allt frá æðstu mönn- um þjóðfélagsins og til hinna lægst settu ríkir undantekning- arlítið hneykslanlegt skeyting- arleysi um einföldustu hátt- semisreglur hernuminnar þjóð- ar. Hér er þörf á að spyrna við fótum, meðan tími er til. Og forustan virðist ekki ætla að koma að ofan. Ef um nokkurt viðnám verður að ræða, verður það viðnám almennings. En sér- hver skyni gæddur maður hlýt- ur að gera sér ljóst, hver vá er hér fyrir dyrum — og eftir því ber að haga sér. Þá ber og að viðurkenna það, að stjórn landsins á við marg- háttaða örðugleika að etja, sem henni eru á engan hátt viðráð- anlegir. Er því hverjum manni skylt að beygja sig möglunar- laust undir allar þær ráðstaf- anir, sem óhjákvæmilegar eru. Hitt skal ekki þola þegjandi, að gengið sé feti lengra en- nauð- syn krefur. Þá ber stjórnarvöld- unum og að gæta þess, að þar sé gripið inn í með opinberar aðgerðir, sem þörf er fyrir. En þess gætir á sumum sviðum, að opinberra aðgerða sé þörf, þó að ekkert sé aðhafzt. I stjórnar- farinu bryddir því á tvenns kon- ar hættum: Ofstjórn —- van- stjórn. Er jafn brýn þörf að vera á verði gegn hvoru tveggja. Verður það atriði rætt nánar síðar. Vér viljum að endingu leggja megináherzlu á þetta: Öllum er ljós hin geigvænlega hætta, sem sönnu lýðfreísi stafar af því, ef öll gagnrýni er þögguð niður innan eins þjóðfélags. Þjóðólfur vill firra þeirri hættu hér. Með honum er opnað frjálst, óháð málþing íslendinga, þar sem hvert og eitt af landsins börn- um, er mál hefir að flytja frammi fyrir dómstóli réttlætis og sannsýni, getur gengið fram og lýst sök á hendur þeim, sem brjóta vé sanngirni, réttlætis og drengskapar. Það eitt skil- yrði er sett, að málflutningur sé heiðarlegur út í yztu æsar og málatilbúnaður allur dómstóln- um samboðinn. Mun það þá sannast og sýna sig, að almenn- ingsálitinu í landinu hefur ekki Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.