Þjóðólfur - 17.06.1941, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 17.06.1941, Blaðsíða 2
2 Þ JÖÐÖLFUR Virðingin PORMAÐUR Sjálfstæðis- flokksins birtir í Morgun- blaðinu 1. júní síðastliðinn eins konar Hvítasunnudagsboðskap um nauðsynina á tilbærilegri virðingu fyrir Alþingi. Hann lætur ummælt meðal annars á þessa leið: ,,Ég segi það rétt eins og er, að mér er farið að ofbjóða, hvemig ýmsir menn tala um Al- þing og stjórnmál yfirleitt, eins og allt, sem stjórnmálum við- kemur sé fyrir neðan allar hell- ur og þingmenn hálfgerðir fá- bjánar.“ Svo mörg eru þau orð. Por- maðurinn getur þess réttilega, að fyrir þinginu nú hafi legið til úrlausnar mikilsverð og vandasöm mál. — Hann leitar skýringar á virðingarskortinum fyrir slíku þingi og finnur hana sjálfur. Hann segir: „Ein afsökun er fyrir hinu óvirðulega og óleyfilega tali um þingið, og hún er sú, að ýmsir hafa ekki áttað sig á því enn, að störfum þingsins er hagað á annan hátt en oft áður hefur við- gengist, að þvi ieyti, að þing- merrn eru mikið farnir að hætta hinum löngu ræðuhöldum. Aðal- störfln em ekki unnin i þingsöl- unum. Málin eru afgreidd á flokksfundum, á samningafund- um milli flokkanna og á nefnda- ímidiun,“* Skortur á virðingu fyrir þing- inu er ekki nýr. Hann hefur ver- ið viðvarandi og vaxandi um iangt, undanfarið skeið. Almenn- ar og sögulegar orsakir hans geta ekki orðið raktar í þessu máli. Hraklegir dómar um þing- ið hafa vissulega oft verið öfga- kenndir og ósanngjarnir. Hins vegar fer því f jarri, að þeir séu orsakalausir af hálfu þingsins sjálfs. Þetta hafa þingmenn fundið og talið að stafa mundi af vinnubrögðum þingsins og vinnuaðstöðu. Þá var tekið það ráð, að einangra þingið frá al- menningi meir en áður var, -— verja það fyrir þeim gestum, sem formaður Framsóknarfl. kallaði „grenjaskyttur“. En ekki hefur sú ráðstöfun komið að gagni. Gallaður gripur verður ekki allskostar góður fyrir það eitt, að vera lokaður inni í húsi. Atyrði form. Sjálfstæðisfl. til almennings í þessu efni veita fyllstu ástæðu til þess að at- huga, hversu góður er gripur- inn, sem hér um að ræðir, og hversu háttað muni vera virð- ingu hans sjálfs fyrir þinginu. Verður þá að vísu uppi sam- eiginlegur hlutur hans og ann- arra forustumanna stjórnmála- flokkanna í landinu. Ekki verður það véfengt, að stjórn og þingi er mikill vandi á höndum og að fyrir hafa legið óvenjulega stór mál. Ekki verður heldur f jargviðrast út af því, að það er orðið lengsta þing, sem haldið hefur verið. Hér verður um sumt tekið svari þingsins gegn því valdi í land- inu, sem nú veitir því óvenju- legan ágang, en það er vald landsmálaflokkanna. — Virð- ingu þingsins og valdi er ekki lengur ógnað með ágangi um- komulítilla „grenjaskytta", sem biðja um það, að frjálsar hstir * Leturbreyting hér. — Höf. fyrir þínginu \ í sumar- ferðalagid: j7i\ \V - •-' ®isáÍ£.^í§5? - * - - / * - - "Ji-.v * * * I $ i 1 1 I i I I 1 1 1 I í ’ l Piparkökur Marie Cream Crackers Blandaðar kökur Petit Beurre Kremkex Matarkex | $ I V' \ I líiR(lli8á«aii Allt snýst um ■■iííiaíiníí«íaiiíaiij|áiijjiiiiáiiiiií •Íi8áa>>>iíiiíiiii i | f w vantar umboðsmenn víða um land. Gefið yður fram við afgreiðsluna, Lauga- vegi 18, Reykjavík. lUllilUUIIUillllliilllllilIilllllllilllllUilllllllllllilllllUIUlUllUUllUlUlillllliUllllUUUIUlUlilllUilllllllllilllIIIUlllUUIimilK^ Dr. med. Johanne Christiansen: Bréi til ungrar stúlku og frjálsar bókrnenntir megi lifa í landinu. Slíkir óvirðingar- menn eru fjarlægðir og þeim ráðstafað. Samt sem áður er þingið nú statt í meiri hættu en nokkru sinni fyrr. Stutt yfirlit um meðferð og afgreiðslu nokkurra helztu mála á þessu síðasta þingi veitir fyllri skýringar. Tökum þá fyrst sjálf- stæðismálið. Islendingar hafa barizt fyrir sjálfstæði sínu slitalaust um 110 ára skeið. Baráttan hefir verið löng og hörð og það hefir unn- izt í torsóttum áföngum. Ótal þingnefndir og milliþinganefnd- ir og samninganefndir hafa fjallað um málið. Ótal sam- þykktir verið gerðar. Við höfum eignast áfangastaði á leiðinni, þar sem upp hafa runnið hátíð- isstundir; við endurreisn Alþing- is, með stjórnarskránni 1874, árið 1903, er ráðherravaldið var flutt inn í landið og árið 1918, er ríkisréttur Islands var viður- kendur. — Nú hafa óvenjuleg- ir atburðir valdið því, að síðasti áfanginn hefir unnist nokkru fyrr, en við höfðum vænst og við tökum þá mikilsverðu ákvörðun, að lýsa vfir fullu sjáifstæði landsins. Á torsóttum leiðum verður síðasti áfanginn vegíarendum ávalt sá mikilsverðasti; — tak- markíö, þegar komist er á ieið- arenda, verður úrsíitasigur, sem vekur afreksgleði. En hvernig fórst stjórn og þingi þessi síð- asta, minnisverðasta og mikils- verðasta afgreiðsla rnálsins úr hendi? Var ekki slíkt mál lagt hátíðlega fyrir þingið? Nei. Var ekki-kosin sérstök þingnefnd til þess að fjalla um rnálið? Ekki heldur. Kom ekki forsætisráð- herrann, við lokaafgreiðslu málsins, með skrifaða ræðu, sem gæti orðið „historiskt“ skjal í málinu? Ónei. Málinu var um af- greiðslu sýnd minni virðing en hverju því smámáli, sem þarfn- ast umgerðar lagafyrirmæla. Það hlaut í raun réttri ekki af- greiðslu þingsins, heldur flokk- anna, enda þótt það væri allra síst flokksmál. I þrjá mánuði er pukrað með málið og það síðan afgreitt á kvöldfundi 16. maí á hinn óhátíðlegasta hátt. Ákvörðun um æðstu stjórn landsins var svo látin fylgja í kjölfarið, og hlaut sams konar afgreiðslu. Daginn áður en þessi tíðindi gerðust, höfðu flokkarnir kom- ið sér saman um það, að þingið skyldi hefja sjálfstæðisfagnað- inn með því, að brjóta 26. gr. stjórnarskrárinnar og fram- lengja, án kosninga, umboð þingmanna um allt að 4 ár. Þetta stórmál hlaut sams konar afgreiðslu eins ogstjórnarskrár- málið. Það var gert að pukurs- máli flokkanna og afgreitt á kvöldfundi, umræðulaust að kalla. Þetta tiltæki hefur vissu- lega ekki aukið virðinguna fyrir þinginu. Um eðli tnálsins getur ekki orðið rætt hér né röksemd- ir ráðherranna í greinargerðum þeirra. Óhætt mun þó að stað- hæfa að rökin hafi ekki þótt allskostar sannfærandi og að þetta opinskáa og freklega brot gegn æðsta þegnrétti borgar- anna í landinu hafi vakið óbeit og megna gremju hvarvetna um land, hvenær sem að skuldadög- um kemur. Um þær mundir, gem form. Sjálfstæðisflokksins bar fram umvöndun sína, var hann sjálf- ur, ásamt öðrum forráðamönn- um stjórnmálaflokkanna, að votta þinginu lítilsvirðingu með skipun nefndar, til þess að fjalla um eitt mesta vandamál- ið, svonefnd dýrtíðarmál. Ekki þótti taka því að velja slíka nefnd með hlutbundinni kosn- ingu í þinginu, heldur var hún skipuð af forustumönnum flokk- anna. Þannig hefur valdi þingsins og virðingu verið raisboðið í öll- um stærstu málum þess. Jafn- vel einföldustu form þess eru brotin. Það er því ekki óeðlilegt áframhald á þessari leið, að svifta þingmenn lögmætu um- boði og k jósendur kosningarétti, fyrst um fjögur ár og síðan ef til vill um óákveðinn tíma. Stjórnarskrá, sem hefur einu sinni verið brotin, verður brot- hætt síðar. Og brotalöm sú, sem stjórnarskrá landsins hefur nú hlotið, verður aldrei að fullu bætt. Hér skal að lokuin staldrað við lítið eitt. og athugaö! hvar fiskur- liggur undír steini. Hvers vegna þykir valdamönnum stjórnmálaflokkanna ekki leng- ur ómaksins vert, að virða form og vald þingsins, né að starfa með löglega kosnu þingi ? Svars- ins er að leita í rás stjónmál- anna á undanförnum, mörgum árum. Smám saman hefur verið að skapast í landinu nýtt valda- kerfi, þar sem stefnt hefur til ofurvalds flokkanna. Plokks- valdið og flokksræðið var við síðustu stjórnarskrárbreytingu leitt til öndvegis í sjálfum stjórnskipunarlögum landsins, Þessu valdi geta jafnvel almenn- ar kosningar tekki haggað. Kosningar geta í hæsta lagi skipt. um flokka til valda, en ekki um flokksforystu. Og reynslan verður sú, ótvíræðlegri með hverju ári sem líður, að ófyrirleitnustu valdabraskai'- arnir verða, að kalla má, einráð- ir í flokkunum. Blokksþing, val þingmannaefna, kosningar, jafn- vel þingið sjálft verður einber sjónhverfingaleikur. Flokksfor- ingjarnir verða einskonar ein- ræðisherrar, sem kúga hirð- menn sína og flokkana til hlýðni. Og svo þegar þau æfintýri ger- ast, að flokksforingjarnir taka höndum saman, þá er vissulega skammt til fulls einræðis, ef þjóðin uggir ekki að sér í tíma og öðlast skilning á því, hverj- um brögðum hún er beitt. Við kveðjum nú að sinni síð- asta löglega kosið þing, — þing, sem hefir þolað óvirðingu af ofríkismönnum og farið ráns- hendi um helgasta rétt lýð- frjálsra þegna. Við kveðjum það, því miður, þrátt fyrir um- vandanir, ekki með þeirri virð- ingu, sem við hefðum kosið. H U ætlar að fara að nema ^ læknisfræði og segist vera í „sjöunda himni sælunnar“ við þá tilhugsun. Það get ég vel skilið, því að ég hefi ávallt haft mjög gaman af að nema. Þú segir einnig í bréfi þínu, að þér finnist ég hafa haft heppnina með mér (Það eru nú ekki allir á sama máli um það!), og þú væntir þér hins sama fyrir þig. Það er auðvitað ánægjulegt fyrir mig að lesa þetta, en ég sé eigi að síður ástæðu til að leiða þig í allan sannleika og biðja þig að gefa gaum að nokkrum þýðingar- miklum atriðum, áður en þú byrjar nám þitt. Ungar stúlkur nú á tímum eru ringlaðar vegna hins síendur- tekna slagorðs „jafnrétti karla og kvenna“. Það hefir ruglað dómgreind þeirra og heilbrigða skynsemi. Fimmtán ára gömul stúlka skýrði mér nýskeð frá því grátandi, að hún hefði orðið fyrir háði og aðkasti bekkjar- systra sinna, af því að hún kvaðst hafa mikla löngun til að inna af hendi heimilisstörf. Þau störf eru konunni eðlilegust. Það er göfugasta og fegursta. köllun hennar að leysa þau af hendi, hæfileikar hennar og þrár hníga í þá átt. En þessi störf njóta ekki þeirrar virðingar, sem þeim ber. Þau eru þvert á móti hædd og fyrirlitin undir kjörorðinu „jafnrétti karla og kvenna“. Margar ungar stúlkur hafa alið með sér þann hugsunarhátt, að þær gætu ekki verið þekktar fyrir annað en neyta þessa rétt- ar, enda þótt hann sé að veru- legu leyti réttur bæði til góðs og ills og hafi ekki þýðingu nema fyrir þann litla hluta kvenna, sem að eðli og tilhneig- ingum er frábrugðin þorra kyn- systra sinna. Sú staðreynd. að heimilisstörf eru meira við hæfi kvenna en aðrar starfsgreinar, hefur varpað á þau skugga í augum ungra stúlkna, í stað þess að gera þau eftirsóknar- verð. Á heimilum þeirra eru öll störl" unnin af ókunnuni hönd- um. Þær sjá ungbörnin með pela í stað þess að sjúga brjóst móð- ur sinnar, sem vinnur utan

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.