Þjóðólfur - 17.06.1941, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 17.06.1941, Blaðsíða 4
Þ JÓÐÖLFUR Aron Guðbrandsson: Gengismálið og samningarnir við Breta HAR sem við íslendingar höf- ^ um ákveðið að fullu að verða okkar eigin húsbændur í fram- tíðinni, og verðá frjálst og óháð ríki, sem ræður sjálft orðum sínum og gerðum, verðum við að gera okkur það ljóst, að erfiðleikar og ábyrgð hljóta að aukast að sama skapi sem sjálfsákvörðunarrétturinn verð- ur meiri. Við getum ekki lengur ásakað aðra fyrir það, sem ef til vill eru okkar eigin afglöp. Ríkisvaldið verður að gera kröfu til þess, að hver þegn geri skyldu sína, og hver þegn krefst þess, að ríkisvaldið sé verndari hans, en ekki ofsækjandi, að frjáls- ræði hans til orðs og æðis sé ekki skert, svo lengi, sem orð hans og athafnir brjóta ekki í bága við eðlilega þróun ög ör- yggi sjálfs ríkisvaldsins. Þótt við íslendingar höfum ákveðið það að ráða málum okk- ar sjálfir, dylst þó engum, að á meðan erlendur her er í land- inu, erum við ekki frjálst fólk í frjálsu landi, og að dvöl hins erlenda hers hér skapar ríkis- stjórninni þá möguleika að skríða undir skikkjufald her- námsins og dylja þar sín eigin axarsköft. Þessi aðstaða er hættuleg af mörgum ástæðum. Hún getur orsakað þann misskilning, að við ásökum hina brezku her- stjórn fyrir það, sem er okkar eigin sök, og á þann hátt spillt þeirri sambúð, sem við erum neyddir til að sætta oklcur við. Það væri því mjög æskilegt, að almenningur vissi meira um þá samninga, sem gerðir hafa ver- ið við Bretland og sem gerðir kunna að verða, heldur en hann veit nú, til þess að mönnum sé sem ljósast, hvað er okkar eigin sök af því, sem aflaga fer, og hvað annarra . * Það er enginn vafi á því að sá hornsteinninn, sem mestur þunginn hvílir á í byggingu hins frjálsa framtíðarríkis Islend- inga, eru fjármálin. Ef okkur tekst ekki að byggja upp nýtt og öruggara fjármálalíf í land- inu, heldur en við áttum við að búa fyrir yfirstandandi styrjöld, þá verður sjálfstæðisdraumur- inn ekki langur. Það er ekki nema rúmt ár síð- an við vorum svo skuldugir er- lendis, að lánstraust þjóðarinn- ar var í voða, og atvinnuveg- irnir voru í rúst. Þetta hefur að visu breytzt mjög til batnaðar á örskömmum tíma, en sá bati í atvinnu- og fjármálalífi lands- manna getur hæglega verið eins konar góugróður, sem fölnar við fyrsta hret. Þeir erfiðleikar, sem nú virðast hjá liðnir í bili, hafa ekki komið yfir okkur til einskis, ef við kynnum að bera gæfu til þess að hagnýta okkur þá reynslu, sem þeir hafa skilið eftir. Ef við værum menn til þess að bera hag þjóðarheildar- innar fyrir brjósti án eiginhags- muná-togstreitu og hvata til þess að skapa vissum stéttum þjóðfélagsins forréttindi á kostnað annarra. * Ég hef hér að framan minnzt lauslega á þá nauðsyn, áð al- menningi væru birtir þeir samn- ingar, sem við höfum nýlega gert við Breta, og þá, sem við gerum í framtíðinni. Það er lýð- um ljóst, að Englendingar hafa ráð okkar í hendi sér, en það er engin ástæða til þess að ímynda sér að óreyndu, að sú þjóð, sem fórnar fé sínu og lífs- liamingju fyrir rétt lítilmagn- ans, verði svo erfið í samning- um við okkur, að við berum þar skarðan hlut frá borði. I sambandi við samningana við Breta é'r rétt að minnast hér á eitt mál, sem valdið hefur óánægju landsmanna og bendir glöggt í þá átt, að vanþekking og leynd geta komið á stað orð- rómi, sem tvímælalaust er skað- legur sambúðinni, en þetta mál er gengismálið. Flestir þeir, er nokkurt skyn bera á fjármál, eru á einu máli um það, að hið skrásetta gengi á íslenzku krónunni sé of lágt, þegar tillit er tekið til afkomu okkar og annarra ástæðna, sem áhrif geta haft á rétt mat á verðgildi peninga. Eins og allir vita, þá hefur brezki herinn hér fengið yfir- fært fé hjá bönkunum til þeirra framkvæmda í landinu, sem her- námið hefur gert nauðsynlegt. Almenningi er ekki kunnugt um annað en þau pund, sem Bretar selja bönkunum, séu greidd með hinu skrásetta verði, en ef svo er, og sannanlegt er að gengi sterlingspundsins sé of hátt reiknað, þá er álit almennings það, að sá hlutinn af andvirði pundanna, sem of hátt er reikn- aður, sé í raun og veru framlag okkar til hernámsins, og sé hér um að ræða „diplomatiska“ að- ' ferð Breta til þess að láta okk- ur bera eitthvað af byrðinni. Er nú rétt að lialda því leyndu fyrir almenningi, hvort Bretar hafa hér gengið á rétt okkar, eða hvort við sjálfir höfum haldið svo illa á spilunum í samningum við þá, að okkur einum sé um að kenna? Ég persónulega vil tvímæla- laust hallast að hinu síðara, og undir þá skoðun mína renna tvær meginstoðir. Hin fyrri er sú, að Færeyingar, sem sáu bet- ur en við, að nauðsynlegt var að kynna almenningi sem bezt alla samninga við Breta, til þess að fyrirbyggja ástæðulausa úlfúð, komust að betri gjald- eyrissamningum en við, og er ekki ósennilegt, að ef vel hefði verið unnið að málunum, þá hefðum við getað setið við sama eldinn og þeir í þessum efnum. Hin ástæðan er sú, að nú er komið fram á Alþingi frumvarp, sem gerir ráð fyrir því, að geng- inu sé breytt í réttara horf. Ég geri ráð fyrir því, að þeir, sem að flutningi þessa frumvarps standa, séu svo kunnugir mál- inu, að frumvarpið hefði aldf'ei kornið fram, ef óumbreytanlegir samningar væru til um málið, þar sem við værum beittir þvingun og órétti. Það er enginn vafi á því, að gengishækkun hefði dregið úr hinni hættulegu verðbólgu, sem við verðum nú við að búa, og sem ef til vill er aðeins á byrj- unarstigi, og hún hefði getað orðið veigamikill þáttur í því, að sporna á móti hinni háska- legu dýrtíð, sem ríkir í landinu, og hinu óskaplega kapphlaupi milli síhækkandi vöruverðs og kaupgjalds, sem allt miðar að því að eyðileggja þann grund- völl, sem rétt og heilbrigt fjár- málalíf byggist á. Menn kunna að líta þannig á, að ennþá sé tími til að kippa þessu í lag og hækka gengið nú, en þetta er fljótfærnisleg álykt- un, sem þarf nánari athugunar við. Hinn rétti tími til gengis- hækkunar var á því tímabili, sem skuldir og innistæður bank- anna erlendis voru sem jafnast- ar, til þess að fyrirbyggja töp þeirra við gengisbreytinguna. Ef gert er ráð fyrir því, að injiieignir bankanna séu nú ea. 80 miljónir kr. í Englandi og gengi krónunnar væri hækkað um 25 %, þá mundu bankarnir tapa um 20 miljónum króna á breytingunni. Þessi töp hefði verið hægt að fyrirbyggja, ef aðgerðin hefði verið framkvæmd fyrir rúmu ári. En það er auð- sætt, að gengishækkun undir 25% mundi ekki koma að fullu gagni, og að 20 miljón króna tap fyrir bankaná væri þeim of- vaxið, og ef þeim yrði bætt tjón- ið, sem nemur um það bil áætl- uðum tekjum ríkissjóðs fyrir næsta ár, með nýjum álögum á borgarana, þá væri hæpin hagn- aðurinn af aðgerðinni. Ég lít því þannig á, þar til annað upplýs- ist í málinu, að ríkisstjórnin og aðrir ráðamenn fjármálanna í landinu hafi látið ganga úr greipum sér mjög hentugt tæki- færi til þess að stemma að ein- hverju leyti stigu fyrir hinu al- varlega ástandi í fjármálalífi þjóðarinnar, og nauðsynlegt sé að upplýsa það, hvort hernámið sé hér notað sem skálkaskjól, eða hvort sjálfsákvörðunarrétt- urinn hefur hér verið af okkur tekinn. Þér nútíma konur þekkið ekki áhyggjur gamla tímans fyrir þvottadeginum TipTop þvottaduft og svo Mána- stangasápu á svörtustu blettina. — ✓ Islenzkt þvottaduft, sem tekur flestu erlendu fram.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.