Þjóðólfur - 17.06.1941, Qupperneq 6

Þjóðólfur - 17.06.1941, Qupperneq 6
6 ÞJÖÐÓLFUR ^iiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiniiniiiiiiiiiniimiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiir^ | DÆGURMÁL | 'u llliiililliilllllllllliilillllillllllllllllllllllllllllll i t 17. júní. í dag eru liðin 130 ár síðan Jón Sigurðsson fæddist. Þjóðin hefir fyrir löngu gert daginn að tyllidegi, til þess að votta þess- um höfuðskörungi sjálfstæðis- baráttunnar þakklætí sitt og virðingu. Lofkösturinn verður hærri með hverju ári og blóm- sveigadyngjan á leiði hans. Sízt ber að lasta það, að ágætum af- reksmönnum sé virðing sýnd, jafnvel þótt það sé þá fyrst gert, er þeir eru dauðir. Hitt er þó meira vert, að minning þeirra lifi í vitund og breytni forustu- manna þjóðarinnar. Höfuðkostir Jóns Sigurðssonar voru fölskva- laus ættjarðarumhyggja, ósín- girni, hófsemi og drengskapur. Mikils er því krafizt af þeim, sem í hátíðarræðum sínum þykj- ast vilja feta í fótspor hans. En þau fögru heit eru því mið- ur oftast gleymd áður en baki er snúið við leiði Jóns Sigurðs- sonar. Milli hátíðisdaganna er svo nafn hans togað eins og hrátt skinn í þágu annarra hvata en þeirra, sem gerðu verk hans ógleymanleg; jafnvel í hégómlegum togstreitumálum. — Það má víst telja efalaust að mörgum verði klígjugjarnt við allar tízkuræðurnar 17. júní og þyki sem þar kenni þess, sem Einar Benediktsson segir um Rómverja, að „oflátsmælgi hrörnun þankans skýlir.“ Kosningafjárlögin. Þingmenn vöknuðu upp við vondan draum, er þeir höfðu, með áður óþekktri fingraiengd, rjálað við stjórnarskrána, og áttuðu sig á því, að þeir höfðu búið til kosningafjárlög, þ. e. fjárlög, þar sem kostað er kapps um það að ginna kjósendur til fylgis með f járaustri. Morgunbl. 7. júní viðurkennir þetta og vít- ir harðlega. Það segir: „Lengi framan af þingi og allt fram á síðasta mánuð bjuggust þing- menn við að kosningar yrðu í vor. En reynslan hefur jafnan sýnt, að síðustu þingin fyrir kosningar hafa verið fram úr hófi eyðslusöm." Telur blaðið þingið vera komið í verstu ógöngur í fjármálum, milljóna- halli fyrirsjáanlegur og stjórnin ráði ekki við neitt. Telur blaðið að hyggilegast myndi vera að senda þingmenn heim til hvíld- ar, að unnum þessum afrekum. — Ekki mun með sanngirni verða deilt á einn fremur en annan út af þessu slysi. Allir þurftu að fá fylgi, ef til kosn- inga yrði gengið. — Jafnvel hin alkunna hófsemi og fastheldni "form. fjárveitinganefndar, P. O., brást að þessu sinni. Og form. Sjálfstæðisfl. rétti fram digr- ustu sneiðina, hálfa milljón til Sjómannaskólans. — „Borðið þið nú lummur, piltar,“ sagði bóndi einn um leið og hann tók lummudiskinn af borðinu og lét hann upp á hillu. Slíkt hið sama hefðu þingmenn þurft að gera, úr því að ekki þurfti á atkvæð- um að halda í bráð. En það var # •iiiimtiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiniiiiiiiitiiiHiiitniiit''’ hægra sagt en gert. Ól. Thors var þar einna djarfastur. Og það verður þó ávallt bót í máli fyrir hina eiginkjörnu þing- menn, er þeir líta framan í kjós- endur, að þeir koma lieim með digran sjóð. Reikningur Eimskipafélags íslands. Aðalfundur Eimskipafélags íslands var háður laugardaginn 7. þ. m. Á fundinum voru lagðir fram reikningar félagsins fyrir s. 1. ár og birt skýrsla félags- stjórnarinnar. — Hreinn hagn- aður af rekstri félagsins nam, samkvæmt reikningnum, kr. 2.615.260,78. Við það bætast kr. 456.000,00 sem búið er að færa til útgjalda til frádráttar á bók- uðu eignarverði skipa og ann- arra eigna félagsins. Nemur þá hagnaðurinn kr. 3.071.260,78. ■En þá er enn ótalin stór fjár- hæð, kr. 1.249.106,27, sem færð er til útgjalda og nefnd „iðgjöld fyrir sjálfsáhættu skipanna, vegna mismunar vátryggingar- upphæða og væntanlegs endur- nýjunarkostnaðar þeirra.“ Hér er raunverulega verið að fela nokkurn hluta af hagnaði fé- lagsins, enda er þessi upphæð færð sem eign í efnaliagsreikn- ingi þess (vátryggingarsjóður). Er því heildarhagnaður af rekstri félagsins árið 1940 hvorki meiri né minni en kr. 4.320.367,05 — fullar 4,3 millj. króna, eða röskur þriðjungur af brúttótekjum allra skipa, sem félagið hefir haft í förum. Er hér um mjög athyglisverðar niðurstöður að ræða og leikur vart á tveim tungum, hvað þær sýna. — Á árinu'var greitt í eftirlaunasjóð félagsms kr. 200. 000,00 og nam sjóðurinn í árs- lok tæpum 900 þúsundum króna. — Inneignir félagsins í bönkum og sparisjóðum námu í árslok fullum sex milljónum króna. Bókað eignarverð skipa félagsins, hvers um sig, nemur andvirði lítils hreyfilbáts. — Reikningar félagsins og starfs- hættir verða teknir til nákvæmr- ar íhugunar í næsta tbl. Þjóð- ólfs. Hrindingar á Alþingi. Eftir að afgreidd höfðu verið kosningaf járlögin á Alþingi með milljóna króna tekjuhalla byrj- uðu þar í vertíðarlokin alvarleg- ar hrindingar. Blasti nú við gífurlega aukin fjárþörf, til þess að mæta tekjuhallanum næsta ár og til þess að hindra, ef unt mætti verða, öran vöxt dýrtíð- arinnar í landinu. Ágreiningur- inn er vitanlega um það, hvar nú skuli á miðin róa til inn- heimtu nýrra, stóraukinna gjalda hjá skattborgurum lands- ins. — Skattþegnarnir urðu létt- brýndir við samþykkt nýrra skattalaga fyrir stuttu síðan og þóttust sjá fyrir, að nú mundi að nokkru léttast það óbærilega farg, sem á þeim hefur hvílt undanfarið. Má nú, því miður, vænta þess, að gleði þeirra verði skammvinn. — Það hefur vakið athygli, að fjármálaráðherrann, Jakob Möller, hefur dregið sig í hlé í þessum síðasta róðri, og þótt benda á það, að mjög væri af honum dregið. — Enn á það ber að líta, að þingið hefur sýnt honum litla nærgætni með slík- um fjárlögum. Og mætti það helzt undrun sæta, ef hann tæki við þeim fjárlaga- og skatta- lagaplöggum, sem honum verða ■ rétt nú í þinglokin. Skjálfandi menn. Eitt stjórnarblaðanna lýsir því nýskeð átakanlega, hvað ríkisstjórninni sé kalt. Það seg- ir frá þrálátum næðingi á „jökultindi héfðarinnar“ og „frosti, snjó og vindi' á æðstu stöðum.“ Það er því ekki nema að vonum, þó að veslings ríkis- stjórnin reyni að hreiðra um sig sem bezt hún kann og breiða ofan á sig og sína. Menn verða jafnvel að virða henni á betri veg, þó að hún teygi stjórnar- skrána úr hófi fram, þangáð til úr henni verður skjólfat fyrir hrjáða og skjálfandi menn. Þjóðin er svona hörmulega van- þakklát. I stað þess að sýna skilning þeim mönnum, sem af óeigingirni takast á hendur að fara með æðstu völd í þjóðfé- laginu, þá ætlar hún *|)á lifandi að drepa úr kulda.-Frá lands- mönnum andar nú svd köldu í garð ríkisstjórnarinnar að hún lætur biðja sér friðar undir því yfirskyni að verkenna beri skjálfandi mönnum. Bréf til ungrar stúlku Frarnh. af 5. síðu. þeirra, heldur einnig bez.li hlut- inn. Og ef þú hefur eðlilegar, kvenlegar tilfinningar, þ. e. a. s. sterkt móðureðli, þá áttu ekki að velja langt nám. Þú getur ekki sinnt starfi, sem krefst þín óskiptrar, samtímis því, sem þú gengur götu eðiis þíns. Mundu það! En hvað átt þú þá að gera? Æskilegast væri, að þú yrðir kyrr heima hjá mömmu þinni. En ef þú ekki villt það, skaltu ráða þig sem aðstoðarstúlku á gott heimili. Það fæst dýrmæt reynsla og hagnýt þekking á því að gegna þeim störfum á nokkrum góðum heimilum. Ég trúi því ekki, að þú hafir löng- un til að setjast um kyrrt á skrifstofustól og þjást af gigt og meltingarkvillum. Það er lítillækkandi starf fyrir konu! Kannske kemstu svo að raun um það, áður en langt líður, að mesta ánægjan er í því fólgin að búa til góðan og hollan mat handa sinni eigin f jölskyldu. Þá ferðu aftur heim til mömmu þinnar og vinnur heimjlisstörf- in fyrir hana. En þú getur líka valið þér starf, sem er vel við hæfi kvenna: hjúkrun, barnagæzlu eða annað slíkt starf, þar sem kveneðli þitt getur notið sín til fulls og ekki krefst langrar undirbúningsmenntunar, sem verður þér aðeins til byrði, þeg- ar þú hefir stofnað heimili þitt. — Farðu að ráðu Strindbergs. \ BLdnDRHLS RITZ HRFFIBffiTISDUFTl ■2 .i/zctÁa’c. Lft^j-t KRFFI KAFFIBÆTIS- DUFTIO tryggingar Oruna- tryggingar Vqtryggingarksrifstofa Sigfúsor Sighvatssonar Laekjargötu 2 Simi 3171 I leikriti sínu „Faðirinn“ lætur hann föðurinn segja: „Ég vil ekki leggja stein í götu dóttur minnar á einn eða annan hátt. Ég vil ekki ala hana upp ein- göngu með það fyrir augum, að hún muni giftast. En ég vil heldur ekki, að hún velji sér starf við hæfi karlmanna, sem kostar langt og erfitt undirbún- ingsnám. Þeirri fyrirhöfn væri algerlega á glæ kastað, ef hún giftir sig.“ Síðar segir hann: „Mér fellur þyngst, að afstaða og val Berthu virðist skapast af andúð. Viðkvæðið er alltaf þetta: Karlmennirnir skulu fá að komast að raun um, hvort konan geti ekki gert þetta og þetta. Það er eins og það skyldi eiga sér í sífellu stað hatrömm barátta. milli karla og kvenna.“ Þessa gætir enn í dag. En það er háskalegt sjónarmið. Frama- von á ekki að marka ákvörðun konunnar hvað æfistarf snertir, nema hún sé sérstökum hæfi- leikum gædd og finni hjá sér sterka köllun til einhvers ákveð- ins starfs. Og engin kona má ganga þess dulin, hvað það kost- ar að yfirgefa sitt dýpsta og innsta eðli. Nú hef ég sagt þér mitt álit. Þitt er að velja. Mín samvizka er hrein ! „Dixi et liberavi animam meam.“ Dað er enginn eli að Hreinsvörur eru beztar. Kristalsápa Þvottaduft Gólfáburður Skóáburður Ræstiduft Reimvax Stangasápa Handáburður Húsgagnaáburður Fægilögur Kerti H.F. HREINN, Reykjavík. Gleði og trú á betri framtíð einkennir þessa fjölskyldu. Faðirinn hefir gert skyldu sína. Hann líf- tryggði börnin sín, sem nú eiga vísar fiinm þúsund krónur hvort, þegar þau verða 20 ára gömul. Tryggið börniu með- an þau eru ung. aq íslandsi Gerizt áskrifendur að Þjóðólfi, Sjóvátrqqqi

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.