Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 18.05.1942, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 18.05.1942, Blaðsíða 4
Firir lUnlandll Framhald af 1. síðu. á Alþingi. Eitt er víst, að nú er heimsstyrjöld en þá var einungis takmarkaður hluti heimsins í stríði. Sannleikurinn er sá, að hér var engin raunveruleg hindr- un fyrir alþingiskosningum sumaiið 1941. Þetta var allt blekking og óverjandi athæfi, freklegt brot á helgustu rétt- indum borgaranna í landinu, og ótvírætt stjórnarskrárbrot. Aö nkisstjórn og þingmenn leyfðu sér þetta stafaði af því, að þá var „þjóðstjórn“. „Þjóöstjórnin“ réði yfir blöö- unum og hún taldi sig örugga um þaö, aö ekki yröi hafnar árásir á hana og þingmenn af blaðanna hálfu. Flokks- blööin fluttu langar greinar eftir forustumennina til aö réttlæta gerræðið, en það var alit- utan við kjarna málsins, skrifaö' í þeim tilgangi að blekkja almenning. Nú liggur fyrir skýlaus við- urkenning allra þessara sömu manna um þaö, aö allt, sem borið var fram í fyrra hafi verið blekking, því aö ástand- ið nú væri ekki síður hindr- un kosninga en í fyi'ra. Blað Framsóknarmanna, Tíminn, gengur þaö langt 7. þ. m. að skrifa grein meö svo- hljóðandi feitri fyrirsögn: , Stjórnarskrárbrölt umboðs- lausa þingsins“. Að vísu vill blaðið ekki láta þingið vera alveg umboöslaust, en hvar eru takmörkin? Annaðhvort hafa þingmenn fullt umboö eöa ekkert um- boð og þeir hafa áö lögum ekkert umboö eins og nú standa sakir. Borgarar þessa lands hljóta aö undrast, er þeir sjá svart á hvítu, hvílíkar reginvitleys- ur umboðsmenn þeirra hafa gert sig seka um. Og annaö- hvort er þaö, að þessir um- boðsmenn þjóðarinnar geta ekki fundiö til blygðunar eða þeir halda að þjóðin beri ekki skyn á málefnin og þeir geti boðið henni allt. Umboðsleysi þingsins er auk þessa hiö alvarlegasta at- riði. Á öllum tímum er þaö vitaskuld nauðsynlegt aö lög- gjafarþing standi á löglegum og traustum grundvelli. en aldrei þó eins og á styrjaldar- og hættutímum. Hvar hefðum vér staðið, ef einhver svo al- varleg tíöindi eða atburðir, hefðu gerzt, að þingmennirn- ir sjálfir vildu ekki taka á- kvörðun um þá, og vildu sjálfir skjóta sér undir um- boösleysi sitt. Þaö gátu sann- arlega komið fyrir þeir at- burðir, sem ekki vörðuðu þjóðina minna en ákvöröun um kosningar vegna stjórnar- skrárbreytinga, sem „Tíminn“ nú telur Alþingi ekki hafa umboð til. Önnur hliö á þessu máli er sú, aö einhver sá aðili gat komið fram, sem krafðist fullra umboða af umboðs- mönnum þjóðarinnar, til þess aö hann vildi viðurkenna Al- þingi sem löglegan aðila. Vér megum þakka forsjón- inni, að ekkert slíkt hefur Ritstjóri og ábyrgðarmaður: VALDIMAR JÓHANNSSON Sími 2923 Víkingsprent h.f. Mánudagur 18. maí 1942 komið fyrir, en söm er þeirra manna gerð, sem ailsendis að óþörfu og meö fullkomnu á- byrgöarleysi, settu oss í slíka afstööu. Tilvera vor sem sjálfstæðr- ar þjóöar, byggist á menn- ingu vorri og sem sjálfstæðs ríkis á þvi, aö vér höldum full- komlega í heiöri það þing- bundna lýöfrelsi, sem vér að lögum höfum öölazt. Þetta er of dýrmætt til þess aö því sé stofnaö í tvísýnu á þann hátt, sem raun ber vitni, Þaö var skylda ríkisstjórn- arinnar og Alþingis í fyrra sumar aö kosningar færu fram til Alþingis og þaö er sjálfsögö skylda nú. í Tímanum 9. þ. m. er grein meö fyrirsögninni: „Helgi og öryggi stjórnar- skrárinnar". í greininni er rætt um, að stjórnarskráin sé helgur dómur og grundvöllur þjóöfélagsins. Þetta er auövit- aö satt, en hvernig hafa þess- ir sömu menn fariö með þann helga dóm og grundvöll þjóð- félagsins? Svariö er þegar gef- ið hér að framan. Þeir hafa vanhelgaö hann og rofiö. Þeir rumska fyrst, er þeir hyggja, aö þeir geti stutt hagsmuni sína meö helgi hans. Reynsl- an sýnir aö helgidómurinn nær ekki lengra hjá þessum mönnmn. Þjóðin vill hafa sinn helgidóm hafinn yfir þáö'. Urn breytingu þá, sem nú er fyrirhuguð á kjördæma- skipun landsins skal hér fátt sagt. Dálítrl bót getur verið aö breytingunni, en þess ber aö gæta, að stærri breytingar þarf sennilega aö gera á stjórnarskránni á næstunni og mundi því virðast eölilegra aö tekið væri til starfa áð undirbúningi allra þeirra breytinga, sem gera þyrfti á stjórnarskránni og framtíðar- stjórnskipulag vort á aö hvíla á. Það virðist nú þegar verið fengin nægileg reynsla fyrir því, aö fastir stjórnmálaflokk- ar með stjórnum þeirra og miöstjórnum mynda valda- klíkur í landinu, sem, framar öllu öðru hlúa aö flokks- og sérhagsmunum. Hagsmuna- mál þjóöarinnar hverfa fyrir flokks- og sérhagsmunum og verða oft að engu í moldviðrl ritdeilna. Slíkir annmarkar, eins og hér er bent á. hafa raunveru- lega orðið lýðfrelsinu að falli víða. Ef dæma má af stjórn- málum seinni tíma hjá oss, þá má búast við að sömu annmarkar eöa ágallar valdi feigö okkar lýðfrelsis, ef ekki er spyrnt við í tíma. Þaö virðist því einsætt, áð vér veiðum að taka höndum saman um þaö, að breyta stjórnskipan vorri á þann hátt, að flokksvaldið verði ekki til eða að minnsta kosti eldd svo ríkj'a©di ejjis og nú; því að nú er ekki unnt að tala um lýóræði hjá oss, held- ur flokksræði, sem er eins- konar skrípamynd af lýðræði. Stjómarskrá vor veröur aö breytast í þaö horf, áð viðun- andi stjórnarfar geti ríkt í landinu. Hinu sjálfskipaöa þingi hef- ur fariö flest illa úr hendi, en hér verður ekki tími né tækifæri til að minnast þess verulega, en minna má á dýr- tíðarmálið. Á meöan þingið var löglegt haföi það ekki gert almennar ráðstafanir til að verjast dýr- tíöinni, Hið sjálfskipaöa þing var kvatt saman í haust til aö gera slíkar ráöstafanir. ÞingiÖ sat, ekkert geröist, þingmenn fóruheim. Skömmu á eftir eru gefin út bráöa- birgðalög um þetta efni með’ lögþvinguöum gerðardómi. Þetta er óþingræóisleg aöferö og gefur ót\írætt til kynna aó’ ábyrgöartilfinning þing- manna hafi ekki veriö svo rík, aö þeir hafi lagt sig fram um aö leysa vandamál, sem þeir þó tvunælalaust áttu að gera allt til að finna lausn á. Dýr- tíðarmálin átti að taka föst- um tökum frá byrjun styrj- aldarinnar og er það illa far- ið, aö slíkt var ekki gert. „Þjóðstjórnin“ var fyrst og fremst mynduð um fjármál og gengislækkun. • Gengislækk- unin var ekki rædd í flokks- blöðunum frá faglegu sjónar- miði áður en lækkunin var framkvæmd. Þaö virtist svo sem þá byrjaöi, 'ef svo mætti segja, „samþögn“ flokksblaö- anna um það mál og svo hef- ur verið um fleira síðan „þjóðstjórnin" tók viö. Reynslan hefur sýnt að geng'slækkunin var hið mesta glapræði, sem hægt var að gera og súpum vér seyðiö af því enn. Sjálfskipaöa þingiö hefur ekki hækkaö gengiö. Nú eru peningar vorir orðnir svo lít- ils viröi að undrun gegnir, Hér veröur aö kippa í taum- ana. En hér er tækifæri tii aö spyrja: Hverjir stjorna raun- verulega fjármálum vorum og bankamálum? Aö lokum þetta: Þaö er ótrúlegt, aö alþýöa þessa • lands hafi svo litinn á- huga fyrir málefnum sínum, að hún vilji ekki sýna það á viðeigandi hátt, hvort henni hefur líkaö ráðsmennska um- boösmanna sinna vel eða ilia. L'ott væri, ef það væri laun- aö. sem vel er gert, en goldiö að veröleikum sem miöur er gert. Ef kosningar fara .ram IIU, þá ættu kjósendur að sýna hug sinn 1 verki með' því að fylkja sér um góða menn og þjóð'holla, sem ekki fylla þá stjórnmálaflokka, er und- anfariö hafa fariö meö stjórn- mál landsins, og kjósa þá á þing, en helzt engan, sem sæti átti á Alþingi í fyrra. Þetta væri virðulegt svar, og mætti yera, aö þá væri vel unniö fyrir föðurlandið. 10. maí 1942. J. O. Yfirlít Þjódólfs Framh. af 1. síðu. hátt. Er þjóðernis- Norðmenn barátta þeirra með þvílíkum þrótti, að væntanlega verður lengi minnzt. Virðist þjóðernistil- finning þeirra vera ríkari en frændanna á íslandi, sumra hverja, sem ekki virðast geta séð útlending, vinveittan eða óvin- veittan, án þess að gleyma því, að þeir eru Islendingar. — I gær var Norðmanna minnzt hér á landi, en þá var þjóðhátíðardag- ur þeirra. Þarf ekki að draga í efa, að hér sé rík samkennd með þessari frændþjóð vorri, þá er hún hefur í hvílíkar hörmungar ratað, sem nú er. Norskur blaðafulltrúi, S. A. Friid, hefur nýlega tekið til starfa við norsku sendisveitina lrér. Var hann kynntur íslenzkum blaðamönnum fyrir nokkru síðan. Þjóðólfur býður þennan norska stéttarbróðir velkominn til lands- ins um leið og blaðið vottar norsku þjóðinni innilegusfu sam- úð sína. Vfnbftðin heíur nú opnað, Sökum plássleysis á Laugavegi 8 höfum við feng- ið vínbúðina á Vesturgötu 2 sem verzlunarpláss. Þar verður á boðstólum með tækifærisverði: Karlmannaföt. — Karlmannaskór. Karlmannafrakkar. — Karlmannainniskór. Unglingafrakkar. — Unglingaskór. Dömukápur. — Dömuskór. Oxfordbuxur. — Dömu-inniskór. Stakar buxur — fjölda margar tegundir. Ennfremur höfum viö tekið upp Pelskápur og Sum- arpelsa, sem seljast við vægu verði. Við bjóðum jafnt bindindisvinum sem Bakkusar- vinum að líta inn til okkar og gera góð kaup á þessum vinsæla verzlunarstað. KOMIÐ, SKOÐIÐ OG KAUPIÐ. Wíndsor Magasín Vesturgötu 2. Eínangrunarefní Korkaður tjörupappi í veggi og u,ndir dúka. Málarinn Tilkynning ftá Póst- og símamálasfjórnínni Hinn 17. maí næstkomandi hefst að nýju beint símskeyta- samband við Ameríku. Frá sama tíma eru öll símskeytaviðskipti við útlönd háð skeytaskoðun Bandaríkja-setuliðsins, og gilda um þá skeytaskoðun og skeytaviðskiptin við útlönd yfirleitt sérstakar reglur, sem fást í afgreiðslusal landssímans í Landssímahúsinu. Öll skeyti til útlanda, sem afhent verða á landssímastöðina í Reykjavík, skulu vera í 2 samhljóða eintöhum.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.