Smirill - 12.11.1931, Blaðsíða 2

Smirill - 12.11.1931, Blaðsíða 2
2 S M I R I L L Bókaverzlun Snæbjarnar Jónssonar Austurstræti 4, Reykjavík, er landfræg fyrir þa8, aö hafa meira og betra úrval enskra bóka, en annarstaSar er á boðstól- um á Islandi. Hitt er líklega ekki eins kunnugt, aS hún hefir eSa utvegar hverja þá bók ís- lenzka, sem annars er fáanleg í bókaverzlunum. Þar á meSal hefir hún bækur FræSafélagsins, sem annars fást óvíSa. Þá hefir hún og mikiS úrval danskra bóka og talsvert af norskum, þýzk- um og frönskum bókum. Eigi mun annarstaSar á landinu slíkt úrval orSabóka. Þar eru aS jafna'Si orSabækur í öllum þeim málum, sem kunnugt er aS menn leggi stund á hér á landi, og sérstök áherzla á þaS lögS, aS velja hinar beztu. Ennfremur eru þar orSabækur í sérgreinum, t. d. verzlunarmáli, músík, mállýzkum o. s. frv. Einnig alfræSibækur, t. d. Gyldendals Leksikon (68 kr.), Concise Universal Encyclopedia (í kálfskinnsbandi 70 kr.) o. fl. ÞaS þarf varla aS taka þaS fram, aS vandlega er fyrir því hugaS, aS hafa til góS hjálpar- rit handa þeim, sem leggja alúS á aS nema enska tungu til hlítar. Má þar einkum til nefna hin frægu rit þeirra bræSranna H. W. og F. G. Fowler, t. d. The King’s English, Dictionary of Moderne English Usage og Concise Oxford Dic’ionary, hina beztu orSabók yfir enska tungu svo ódýra aS viS alþýSu hæfi sé. Hún kostar kr. 10.20 og er nú orSin kunn um alt ísland. Hver einasti enskunemandi ætti aS nota hana. Cyril J aickson, M. A., sagSi, aS í skólanum á Akureyri —■ höfuSbóli enskra menta á Islandi — hefSu þeir nemendur skoriS sig alveg úr, sem þessa bók notuSu. Þeir, sem ekki hafa efni á aS kaupa hana, ættu aS nota The Little Oxford Dictionary, Sem kostar aS eins kr. 2.40. Kenslubók í ensku eftir Sir William A. Craigie er af dómbærum mönnum talin hin bezta kenslubók íslenzk í því máli. Hún sýnir framburS hvers einasta orSs, og eftir henni getur hver maSur lært ensku tilsagnarlaust. Öll heftin, fimm aS mmStöldum lyklinum, kosta kr. 12.10. Pappírsv örur verzlunarinnar eru kunnar um alt land fyr- ir gæSi og hlutfallslega lágt verS. — Einkum hefir bréfa- pappírinn (í kössum og blökkum) náS geysilegri hylli, en stílabækur og annaS þessháttar er á góSum vegi meS aS hljóta sömu viSur- kenningu. Af sjálfblekungum verzlunarinnar ber einkum aS nefna tvær gerSir, og er vant aS segja, hvor fremri er. Önnur er Waterman’s, sem er lang-víSkunnastur allra sjálfblekunga í heimi, en hin er Onoto, sem er af alt annari gerS (konstruktion) en nokkur annar sjálfblekungur, enda var borgaS miklu hærra verS fyrir uppfundninguna en dæmi eru til um nokkra hliSstæSa uppfundningu. ÞaS væri fásinna aS kaupa sjálfblekung án þess aS hafa fyrst kynt sér þessar tvær heimskunnu gerSir. Af vasablýöntum er mjög fjölbreytt úrval, þar á meSal Waterman’s. MeS hverjum penna má fá samstæSan blýant. Tvær tegundir af spilum verzlunarinnar hafa hlotiS hjá almenningi nafniS ,,góSu spilin“. Þau eru bæSi góS og ódýr. Pappírsservíettur allskonar hefir verzlunin í stærra úrvali en ann- arstaSar þekkist síSan hin fornfræga bókaverzlun Isafoldar var lögS niSur. Vörur eru sendar gegn póstkröfu út um land. Öllum fvrirspurnum, munnlegum og bréflegum, greiSlega svaraS. Kaupid „Smiril^ og auglýsið í lionum — bæði vegna hans og ykkar sjálfra! Fyrstu tölublöð blaðsins verða sýnd i hverju húsi hér í Reykjavik um leið og áskrif- endum er safnað — og þeir verða vonandi margir. Auglýsiö þessvegna nú þegarl Þvi miður fáum við ekki síma fyr en farið verður að slarfrækja nýju stöðina, en af- greiðsla „Smirils“ er í Aðalstræti 9 uppi. Sendið auglýsingu og tilgreinið hve mikið hún má kosta — eða gerið okkur orð og við munum hafa tal af yður.

x

Smirill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Smirill
https://timarit.is/publication/1427

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.