Smirill - 12.11.1931, Blaðsíða 10

Smirill - 12.11.1931, Blaðsíða 10
Arachne Eftir MAX BERNSTEIN. „Arachne er grískt orð,“ sagði heimiliskennarinn, „og þýðir köngurló. Arachne var ung stúlka frá Mæoníu og var víð- fræg fyrir listfengi sína í spuna og vefnaði. Einu sinni dirfðist hún að segja í ofurdrambi sínu, að siálf Pallas Aþena kynni ekki betur að vefa en hún. Þá steig Pallas Aþena niður til jarðar, og þær fóru að reyna með sér.j, Vefnaður Pallas Aþenu var dá-j samlegur, en vinna Arachne stóð honum þó ekki að baki að list og fegurð. Þá fyltist gyðjan ægilegri reiði og breytti meynni í köngurló, og sagði um leið i háði, að þá þyrfti þessi dásam- legi vefur hennar aldrei að taka enda. IÞessa sögu segir róm- verska skáldið Ovid i „Mynd- breytingum“ sinum. Iienslustundinni var lokið, og nemandinn stóð upp til að fara út og leika sér. Heimiliskenn- arinn tíndi bækurnar saman. „Fornþjóðirnar, Grikkir og Rómverjar, hafa átt sér merki- legar sagnir,“ sagði systir drengsins, náðug ungfrúin, er hafði setið við annað borð yfir saumum og fylgst með kcnsl- unni. Náðug ungfrúin var ákaf- lega rík, ákaflcga fögur og ákaf- lega drembilát. „Hvað táknar þessi saga?“ „Þetta eru munnmæli, náð- uga ungfrú,“ svaraði kennarinn. „Og er það alt og sumt,“ sagði hún og brosti og leit á liann stórum, dökkum augum. Tillit hennar og bros virtust spyrja: „Geturðu ekki sagt mér meira? Sérðu ekki, að ég vil tala við þig? Ertu svo ókurteis, að —?“ — Hann skildi þetla og fann, hvcrnig blóðið þaut fram í kinn- amar á honum. Hann var lærð- ur, óreyndur, og óframfærinn lieimiliskennari i heldra manns liúsi. En liann var skáld —- að visu að eins i leynum, fyrir sjálfan sig einan, og bjó yfir heilli veröld af draumum og hugboðum. Nú varð hann að hugsa sig um, til að standa ekki orðlaus uppi gagnvart þessum svörtu augum. „Það væri hægt að ímynda |sér —“ byrjaði hann hikandi. | „Hvað?“ spurðu augun aftur fog löngu, grönnu fingurnir Ssaumuðu ekki lengur. „Það er sagt, að konan sækist eftir einu, sem þó er að eins i verkahring guðanna: að spinna örlagaþræði; að konan stjórni miklu eða öllu hér i heimi, og að það sé i raun og veru á henn- ar valdi, hvórt hið illa eða góða ber sigur úr býtum. Er ekki liugsanlegt, að hin öfundsjúka gyðja hafi dæmt grisku meyna til að tvinna sjálfa sig í þá finu, sterku þræði, sem hún verður að spinna um alla eilífð ?“ „Æ, það er nú nærri því of djúpt lagzt„‘ sagði ungfrúin. „En þér verðið að segja mér meira um þetta. Af hverju standið þér? Fáið yður sæti. Þarna á stólnum. Leggið svo bókina frá yður. Haldið svo áfram.“ Hvítu hendurnar saumuðu aftur. Litla, skínandi nálin tók spor eftir spor og margliti út- saumurinn óx, meðan að heim- iliskennarinn talaði. Hann sagði fornar goðsagnir, og sífelt voru það konur, sem syndguðu gegn guðunum eða voru orsök tii þess að syndgað var gegn þeim. Og hann leit framan í hana, dökkeyga og brosandi. En hún sagði: , ,Að konan spinni örlagaþræði um alla ei- lifð? Trúið þér því?“ „Eg?“, sagði hann og leit nið- ur fyrir sig. „Já, þér“. „Eg veit ekkert um það.“ Hún vissi ekkert með vissu heldur. En lmn fann löngun hjá sér til að fræðast eitthvað um það. Hvað var svo sem i húfi? Fátækur heimiliskennari -— það var bara leikur. „Gangið þér út með bróður mínum i kveld?“ spurði náðug ungfrúin, og er hann svaraði þvi játandi, sagði hún, að það væri bezt, að hún gengi með þeim, til að heyra meira um gríska goðafræði. Kveldið kom -— og dagar og vikur. „Heimiliskennarinn hefir sagt upp stöðunni“, sagði faðir ungfrúarinnar. Flann er veik- ur. Hann ætlar heim til móður sinnar. Það er auðséð, hvað hann er fölur og veiklulegur. Dagar, vikur og mánuðir. „Þú verður að ákveða þig,“ sagði faðir hinnar náðugu ung- frúar. Greifinn ætlar að tala við mig á morgun; eg visa honum til þín. Vertu nú skynsöm.“ — Dagar, vikur, mánuðir og ár. Greifafrúin sat í garðinum framan við skrauthýsið. Andlit hennar var fölt og stirðnað eins og fagur marmari. Dökku aug- un ein sýndust vera enn með hfsmarki. Hún leit niður á sand- inn, þar sem sóllilifin hafði riss- að orðið: Arachne. Greifinn, sem stóð við hlið- ina á henni, las orðið. „Arachne. Hvað er það?“ „Orð, sem gömul saga er bundin við,“ svaraði hún, og þurkaði þegar stafina út.

x

Smirill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Smirill
https://timarit.is/publication/1427

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.