Smirill - 12.11.1931, Blaðsíða 14
14
SMIRILL
——ELDHÚSBÁLKUR /■'
„Smirill“ gerir ráð fyrir að flytja
eldhiisbálk í hverju hlaSi; verður
það ýmist matseöill til viku með
skýringum, eða fylgibréfi, ýmsar
sérstæðar matar- og köku-uppskrift-
ir og smápistlar um hússtjórnarleg
efni, eftir því sem rúm og aörar
ástæður leyfa.
Vonum við að húsmæður verði
ekki um of kröfuharðar við okkur
í þessa átt núna fyrsta kastið, með-
an blaðið er að komast á laggirnar,
og að aldrei fari svo, að ekki fljóti
innan um hinar og þessar bending-
ar, sem þeim megi að gagni koma.
Blaðið hefir mikinn hug á að
koma á nánari samvinnu um þessi
málefni milli sín og lesendanna, og
mælist því hér með til, að húsmæð-
ur og annað matreiðslufólk sendi
„Smirli“ uppskriftir við og við;
sömuleiðis smágreinar um hitt og
þetta er að hússtjórn lýtur, skýri
frá reynslu sinni á þessum sviðum
o. s. frv. Munum við taka öllu slíku
með þakklæti og birta siðan við
tækifæri. Efumst við ekki um, að
slík samvinna muni verða mörgum
til ánægju og gagns.
Við höfum einnig i hyggju að
efna til verðlaunasamkeppni við og
við t. d. um bezta matseðilinn, beztu
pönnukökurnar o. s. frv., því um
fram alt viljum við fá íslenzkar
húsmæður til þess að leggja hér
eitthvað til málanna. Það er ekki
nokkur vafi á því, að þær eiga sitt-
hvað í fórum sínum af þessu tægi,
sem gaman væri að kynnast.
Fylgibréf meö matnum. |
Bygggrjón eru alt of lítið notuð
hér á landi. Þau fást að vísu í flest-
um stærri nýlenduvöruverzlunum
hér í Reykjavík (kosta 70 aura pr.
kg.), en mér er kunnugt um, að í
ýmsum smærri kauptúnum landsins
eru þau alls ekki fáanleg. Kaup-
menn ættu hið bráðasta að bæta úr
þessu; fá sér til reynslu 1 poka af
Magnús li. SBlöhdahl^ Reykiavík
Matseðill til yikunnar.
(Ilanda 6).
(Algengur hversdagsmatur).
Mánudagur:
Bygg-grjónagrautur með kú-
rennuin.
Soðin lúða með sinnepssósu
og kartöflum.
Þriðjudagur:
Fisksúpa með grænmeti.
Fisksnúðar úr soðnum fiski
með kartöflusalati.
Miðvikudagur:
Kókósúpa með brúnuðum
franskbrauðsteningum.
Gullasch með kartöflustöppu.
F i m t u d a g u r:
Hrísgrjónagrautur úr vatni
ineð aprikósum.
Svið eða medisterpylsur með
hvitkáli í jafningi.
Föstudagur:
Steikt lifur með lauk og
tómötum.
Skyr.
Laugardagur:
Súrsuð síld með kartöflum í
jafningi.
Sítrónusúpa með tvibökum.
S u n n u d a g u r:
Blómkálsúpa.
Steik með brúnuðum kartöfl-
um og ávaxtamauki.
Brendur krembúðingur.
„smáum“ bygg-grjónum ou reyna að
koma fólki til að nota þau. Bæði
mjólkur- og vatnsgrautar úr bygg-
grjónum er holl og ljúffeng fæða.
Vatnsgrautur með kúrennum.
Efni: 375 gr. bygggrjón, 3 ltr.
vatn, 75 gr. kúrennur, salt.
Þegar vatnið sýður, er grjónun-
um dreift út í og hrært vel í, þang-
að til suða kemur upp aftur; graut-
urinn saltaður hæfilega og látinn
sjóða við hægan eld ca. klukkutíma.
Kúrennurnar þvegnar og hreinsað-
ar vandlega og soðnar með síðustu
10—15 mínúturnar. Steyttur sykur
(ekki með kanel) og mjólk út á.
Soðin lúða með sinnepssósu.
Vegna þess að nota á soðið af lúð-
unni í sósuna og fisksúpuna á
þriðjudaginn, verður að salta gæti-
lega,
Sinnepssósa.
50 gr. smjörlíki og 50 gr. hveiti
er bakað saman og þynnt út smátt
og smátt meö soðinu af lúðunni og
ofurlitlu af mjólk, í hæfilega þykka
sósu. Kryddað eftir vild með út-
hrærðu sinnepi og ögn af sykri og
ediki.
Síið það, sem eftir er af soðinu
og geymið til næsta dags; munið
ennfremur eftir að sjóða kartöflur
til tveggja daga: slíkir smámunir
spara bæði tíma og fyrirhöfn auk
eldiviðs, og ekki mun af veita nú
í dýrtíðinni.
Fisksúpa með grænmeti.
Efni: Nokkrar gulrætur, ein selju-
rót (Selleri), 75 gr. smjörlíki, 75 gr.
hveiti, 2% ltr. fisk- og grænmetis-
soð, 2 eggjarauður.
Það er oft ófyrirgefanlegt skeyt-
ingarleysi að hella niður góðu soði
af nýjum fiski, og þá ekki sízt lúðu-
soði. Úr fisksoði blönduðu kjöt- eða
grænmetissoði má búa til hinar ljúf-
fengustu súpur. Reynið einhvern-
tíma þessa.
Grænmetið er flysjað, skorið í
litla ferliyrninga og soðið í saltvatni,
sem notað er í súpuna ásamt fisk-
soðinu. Smjörlíki og hveiti bakað
saman og þynnt út með soðinu;
grænmetisteningarnir látnir í; eggja-
rauðurnar eru hrærðar vel með of-
urlitlu af salti og ögn af vatni (eða
rjóma ef til er) og helt út í súp-
una þegar búið er að taka hana of-
ÍÍXÍÍSÍSÍSÍIÍÍÖÍSÍSMCSÍSCÖÖÍÍOOÍÍÍÍOCÍSÍ
5? Í5
5C
Cí
S
sc
sc
wr
sc
sc
sc
«.r
SC
sc
vr
sc
sc
sc
sc
8
sc
sc
sc
sc
5C
Munið eftir ostunum
og smjörinu frá —
MJÓLKURBÚI
FLÓA MAN N A
sem altaf fæst í —
MATARDEILD
SLÁTURFÉLAGSINS
Hafnarstræíi 5.
— Sími 211. -
scscscscscscscscscscscscscscsocscscscscscscscscsc