Þjóðólfur


Þjóðólfur - 22.03.1943, Qupperneq 3

Þjóðólfur - 22.03.1943, Qupperneq 3
þjöðölfur 3 Sambúðin fVamh al 1. ftiðu. stríðið, jafnvel í Bretlandi, og átti þó Bretum að vera allra þjóða ljósast, hvers þeir máttu vænta sér af viðgangi þessarar stefnu. Hitt er annað mál, að íslend- ingar munu almennt ekki telja sig hafa neina ástæðu til að ó- vingast við þýzhu þjóðina. — Sennilega er okkur flestum svo hlýtt til Þjóðverja, að við ósk- um þeim allt annarrar og far- sælli forustu en þeir hafa orðið að lúta að undanförnu. Þegar Churchill kom En úr því svo er, að nazism- inn náði hér engum tökum fyr- ir stríðið, þarf meira en venju- legt ímyndunarafl til að ætla, að hann hafi hér tök nú. Eða dett- ur nokkrum í hug, að miskunn- arleysi og hryðjuverk nazista í landi nánustu frændþjóðar okk- ar hafi aukið samúð með þeim hér á landi? Annars er n'óg að vitna til daglegrar sambúðar við setulið- in. Það er alveg gefið, að meira yrði að okkur þrengt, ef við lægjum undir alvarlegum grun um fylgi við nazismann. Eftir að Bretar höfðu hafzt hér við meira en ár og Ameríku- menn meira en mánuð, fór Wins ton Churchill allra sinna ferða óvarinn um götur Reykjavíkur. Hann talaði fyrir miklum mann- fjölda, án þess neinna sérstakra varúðarráðstafana yrði vart. — Með þessu var íslenzkum al- menningi sýnt fullt og maklegt traust og nazista-firran í raun- inni alveg kveðin niður. £n hvað á að gcra? Við hljótum að leggja höfuð- áherzlu á, að nazistafirran og aðrar óréttmætar og óvinsamleg- ar ásakanir í okkar garð nái ekki útbreiðslu í löndum þeirra þjóða, sem við búum saman við. Við verðum að ná samvinnu um að fyrirbyggja, að almennings- álitið í þessum löndum verði okk ur fjandsamlegt. Við getum ætlazt til þess að fáfróðum hermönnum sé ekki látið haldast uppi að afflytja okkur í bréfum til ættingja og vina í heimalandinu. Ættu að vera hæg heimatökin í þessu efni, þar sem ekki er annað vit- að en að öll bréf frá landinu verði að fara gegnum stranga ritskoðun. Það ætti að vera auð- velt fyrir ritskoðunina, að strika hreinlega út allan heilaspuna um óvinsamlegt innræti okkar. Jafnframt ættum við að geta haft nokkur áhrif á hug her- mannanna til okkar með fræðslu um land og þjóð, bæði í her- mannaútvarp og með bókum og bæklingum, sem kynntu landið. Hvorttveggja þetta mundi koma að nokkru haldi. En þó er það engan veginn nóg. Ef við eigum ekki að leggjast undir ámæli um vanrækslu á skyldum okkar, verðum við að hafa sérstaka blaðafulltrúa í sambandi við sendiráðin bæði í London og Washington. Sendiherrar okkar eru svo önnum kafnir, að þeir geta ekki annað þessu sérstaka starfi, þó að enginn efist um að þeir séu allir af vilja gerðir. Enda spurs- mál, hvort rétt er að telja það falla undir þeirra verkahring. Blaðafulltrúarnir eiga að hafa það með höndum að útbreiða þekkingu á högum okkar og vera á verði gegn því að rangar og villandi fregnir um okkur nái útbreiðslu og áhrifum. Þótt nokkurn kostnað leiði af þessu má ekki sjá í það. Aðrar þjóðir fórna öllu í hernaðinn. Hér er um starfsemi að ræða, er jafngildir hervörnum annarra þjóða. Herinn og heimilin Loks skal minnzt nokkrum orðum á þá uppástungu að við opnum heimilin fyrir hermönn- unum meira en orðið er. Um þetta þarf ekki.að ræða. Senni- lega eru heimili hvergi í veröld- inni jafn opin bráðókunnugum mönnum og hér á landi, Vandamálin, sem hér hafa komið upp í sambandi við setuliðin eru nákvæmlega þau sömu og allsstaðar verður vart í sambýli hers og borgara. Það er vafasamt hvort amerískt her- lið, sem dvelur til æfinga á ó- kunnugum stað í heimalandinu, hefur nánari samvistir við borg- arana, karla og konur ,en amer- íska setuliðið hér við íslenzka borgara. Það er þess vegna algerlega vanhugsað að ætlast til þess, að við íslendingar tökum upp aðra háttu í þessu efni, en annars staðar tíðkast, jafnvel í heima- löndum hermannanna. Þess vegna er líka rangt að telja það vott um fjandasamlegan „kulda eða afskiptaleysi“, að íslenzk heimili eru ekki opnuð setu- liðinu frekar en raun er á — hvað þá heldur nazisma. Það er ekki annað en sá „nazismi“, sem hermenn verða hvarvetna að sætta sig við — einnig í sín- um eigin ættlöndum. a. TILKYNNING frá loftvarnanefnd Loftvarnaæfing verður haldin að tilhlutmi Loftvamanefndar Reykjavíkur og stjórn setuliðsins einhvern daginn, frá 21.—27. marz, að báðum dögunum meðtöldum, milli kl. 20 og 24. Allir einstaklingar og stofnanir á svæð- inu fyrir sunnan línu, sem dregin er frá vestri til austurs miðja vegu milli Akraness og Borgarnéss og fyrir vestan línu, sem dregin frá norðri til suðurs skammt fyrir austan Vík í Mýrdal, eru beðin að sýna fulla samvinnu með því að taka þátt í æfingunni. Menn eru varaðir við því, að loftvarna- merki, sem kunna að verða gefin á hinu of- angreinda tímabili, þurfa ekki nauðsynlega að gefa það til kynna, að æfingin sé að hefj- ast, heldur gæti verið um að ræða raunveru- lega aðvörun um loftárás. Loffvarnanefnd þá má ekki greina hver maöurinn er, já, mikiö er skraddarans pund“. Þaö er erfitt aö veröa Mussoliní, Hitler eöa Stalin, í þjóöfélagi, sem er svo fá- mennt, aö allir hafa aðstööu herbergisþjónsins til aö sjá það sem hver og einn tekur sér fyrir hendur —líka þegar fógetinn fer úr buxunum. Fá- klæddur valdsmaCur getur alltaf átt á hættu, aö djarf- ur kotungssonur segi: „Embættiö þitt geta allir séö. en er þú, sem ber þaö maöur?“ í einræöislöndunum er fjöl- menni svo mikiö aö hægt er aö skapa valdhafanum þá „fjarlægö, sem gerir fjöllin blá og mennina mikla“. Ef viö lítum á helztu einræöisríkin hér í álfu sjáum viö aö vald - hafarnir hafa allir erft sínar fógetabuxur. Mussolini tók viö þeim af páfanum, Hitler af keisaranum og Stalin af zarnum. Hér á landi er hvorki blámi fjarlægö'arinnar né bux urnar, fyrir hendi, því þessar, sem Jörundur fór úr ,um áriö eru löngu týndar. Þess vegna má vei-a, aö biö veröi á því aö nokkrum manni takizt aö ■veröa einræöisherra á íslandi. Einræöisherrarnir segja all- ir: „Vér einir vitum“. Þeir viö- urkenna ekki aö neinn geti veriö vinur sá, er til vamms segir. Þeir neita því aö betur sjái augu en auga, þ. e. a. s. þeirra eigin einræöisauga. Og þessu veröa allir aö lúta. Þó enhverjum þegnanna kynni aöi detta í hug um augu ein- ræðisherrans og svip allan: „MelrakkaaugaÖ var flótta- flátt. flæröin rist i hvern andlits- drátt og glottiö ein glæpasaga“. veröur hann aö halda sér saman, eöa týna lífinu ella. Því afstáöa einræöisins til gagnrýninnar er sú sama og afstaöa prédikarans til stein- bítsins, sem beit hann í löpp- ina. En sú saga er til þess; aö prédikari einn gat ekki lif- að. á því einu iaö veiöa menn. Hann varö stundum aöi fara á sjó og veiöa fisk sér til lífs- viðurværis. Einn af þessum borgurum djúpsins skildi ekki betur hváö til síns friöar heyrði en þaö, aö hann læsti skoltunum í prédikarann, þeg- ar búið var aö draga hann. Þetta var steinbítur. Þá sagði prédikarinn: „Þú blásvarti, hundheiöni fiskur, sem bítur sannkristinn. endurfæddan, heilagan guös mann í fótinn, Þú munt veröa steiktur á logandi eldi, soðinn í sjóöandi vatni og framreidd- ur sem fæöa fyrir guölausan skríl í þessari Sódóma-borg“. Þetta er ekkert ósvipaöur lestur sumum kveöjimxun, sem þjóðhöfðingjar láta útvarpa til andstæöinga sinna þegar „endurfæddur, heilagur guös- maöur“ hefur verið bitinn í fótinn. Viö íslendingar ættum ekki aö reyna aö gera gagnrýnina aö steinbít. Og sízt af öllu ætti Alþingi aö gangast fyrir út- 'breiöslu slíkrar trúar. Ef þáð er rétt, sem viö höf- um trúaö, aö vinur segi til vamms, á enginn aö mælast undan gagnrýni, sízt sú stofn- un, sem á aö vera æösta tákn og ímynd frjálsra manna í frjálsu landi. Nú eru ekki nema tvö ár þangáö til Alþingi minnist endurreisnar sinnar. ÞaÖ ætti að vera ósk okkar allra, aö þessi elzta löggjafarsamkoma heimsins stæöi þá svo styrkum fótum og stálsettum, að eng- um, nema „blásvörtum hund- heiðnum" steinbít, dytti í hug að reyna tennur sínar á þeim. Viðskiptaráð hefur sett eftirfarandi ákvæði um hámarksálagningu á rafmagnsvörum: I. Hreyflar, vindrafstöðvar, eldunar-, hitunar- og lækningatæki í heildsölu .......................... 13% í smásölu: a. Þegar keypt er af innlendum heild- sölubirgðum ..................... 28% b. Þegar keypt er beint frá útlöndum 35% II. 1. Öll rafknúin tæki til heimilisnotkunar, önnur en eldavélar, hitunartæki og hreyflar 2. Rafknúin tæki til iðju og iðnaðar, önn- ur en hreyflar 3. Rör og leiðsluvírar í heildsölu .......................... 18% í smásölu: a. Þegar keypt er af innlendum heild- sölubirgðum ..................... 40% b. Þegar keypt er beint frá útlöndum 50% III. ■ 1. Ljósakrónur, lampar, mælitæki og perur 2. Innlagningar- og viðgerðarefni allskon- ar, önnur en rör og leiðsluvírar 3. Aðrar rafmagnsvörur en nefndar eru að framan í heildsölu ........................ 25% í smásölu: a. Þegar keypt er af innlendum heild- sölubirgðum ..................... 50% b. Þegar keypt er beint frá útlöndum 64% Ofangreind ákvæði ganga í gildi frá og með þriðju- degi 23. þ. m. Reykjavík, 17. marz 1943. VERÐL AGSST J ÖRINN.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.