Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1978, Side 25
MENNTUN
BRUNAVARÐA
ÞARF AÐ AUKA
Menntun slökkviliðsmanna úti um lands-
byggðina er í algeru lágmarki. Oft sinna þess-
um málum menn, sem nær enga undirstöðu-
menntun í brunavörnum hafa fengið, en þetta
eru menn, sem með réttum viðbrögðum geta
bjargað tugum og hundruðum milljóna, ef svo
illa fer að eldur verður laus. Til samanburðar
má nefna að verðandi lögreglumenn ganga í
skóla áður en þeir hefja föst störf, og tel ég
hiklaust að slíkum skóla þurfi einnig að koma
á fót fyrir þá, sem taka að sér störf í slökkvi-
liði.
Það er Þorleifur Arason slökkviliðsstjóri á
Blönduósi, sem svo lætur um mælt en blaða-
maður ræddi nýlega við hann um starf
slökkviliðsins á Blönduósi og brunavarnir í
Austur-Húnavatnssýslu.
— Okkur gefst að vísu tækifæri til þess
að sækja stutt námskeið, en það er ekki nægj-
anlegt. Lágmarkið er að koma á fót skóla,
svipuðum þeim, sem lögreglumenn sækja.
— Hvað annað getur þú nefnt, sem er mjög
aðkallandi fyrir brunavamir í Austur-Húna-
vatnssýslu.
— Það er einkum tvennt, sem ég vildi
nefna. Annars vegnar er nauðsynlegt að ráða
mann í fullt starf til þess að annast þessi mál
og hins vegar er knýjandi nauðsyn að bæta
bílakost slökkviliðsins. Nú eigum við tvo bíla,
en þeir eru alls ekki nægjanlega hraðskreiðir,
ef eldur verður laus úti í sveitunum. Sérstak-
lega á þetta við um eldri bílinn sem keyptur
var fyrir nær 20 árum. Sá bíll er sérstaklega
búinn sem torfærubíll, en ekki gerður fyrir
hraðan akstur.
— Standa margir hreppar saman að bruna-
vömum?
— Já, fyrir um 20 árum bundust allir
SLÖKKVILIBSMAÐURINN
hreppar í Austur-Húnavatnssýslu að undan-
skildum Skagahrepp og Höfðahrepp, samtök-
um um brunavarnir. Nefnast samtökin Bruna-
varnir Austur-Húnavatnssýslu.
— Eru margir menn starfandi í slö'kkvilið-
inu?
—Við erum þrír, sem sjáum um tækjabún-
að slökkviliðsins og ætíð er einhver okkar til
taks ef eldur verður laus. Allir erum við þó
með þetta sem aukastarf.
Þessu til viðbótar skipa 23 menn aðallið
slökkviliðsins hér á Blönduósi. Og í hverjum
sveitahreppanna eru 5—7 menn, sem skipa
slökkvilið hreppsins og er þeim ætlað að
stjórna aðgerðum þar til komið er með
slökkvibíla á staðinn.
— Vinnið þið í slökkviliðinu mikið að fyrir-
byggjandi aðgerðum?
— Já, mikið af okkar tíma fer í slík mál.
og sem betur fer er mjög vaxandi áhugi hjá
fólki í héraðinu að efla brunavarnir. T.d. get
ég nefnt að fyrir nokkru tóku menn í Bólstað-
arhliðarhrepp sig saman um að hvetja alla
húsráðendur í hreppnum til þess að kaupa
slökkvitæki. Jafnframt var boðað til fræðslu-
fundar í Húnaveri um brunavarnir.
Áður höfðu a.m.k. tvær sveitarstjórnir í
héraðinu haft forgöngu um að slökkvitæki
væru sett upp á hverjum bæ og fólki leið-
beint með notkun þeirra. Þessi tæki eru mjög
mikilvæg og oft fær maður fréttir af að unnt
hafi verið að slökkva eld á byrjunarstigi
vegna þess að tækin voru við höndina, og
komast með því hjá miklu tjóni.
Þessu til viðbótar má nefna, að Björgunar-
sveitin Blanda hefur uppi áform um að dreifa
slökkvitækjum um þá hluta héraðs, þar sem
slík tæki eru ekki þegar til staðar. Jafnframt
ætlar björgunarsveitin að hvetja menn til
aukinna brunavarna og betra eftirlits í heima-
húsum og á vinnustöðum.
— Hver er mesta íkveikjuhættan?
— Reynslan hefur sýnt að eldhætta er mest
í kyndiklefum og algengast er að þar komi
eldur upp. Þar er oft og iðulega olíuleki á
gólfum og þessir klefar er í því miður allt cf
23