Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1988, Qupperneq 11
„Efni til umhugsunar
Þrátt fyrir sjúkra-
Það má segja að æskilegt sé að fólk láti
meta örorku sína þrátt fyrir að það sé
komið á sjúkratryggingu. Það sem mælir
með því er eftirfarandi:
1. Ef fólk ætlar að sækja um lán til
Húsnæðisstofnunar ríkisins þá er hægt
að fá lán án þess að vera í lífeyrissjóði,
ef fólk hefur 75% örorku þ.e. örorku-
lífeyri.
2. Ef fólk ætlar að flytja í leiguhúsnæði
eða skipta á annan hátt um húsnæði,
þar sem sjúkratryggingar greiða ekki
kostnaðinn.
tryggmgu
3. Ef fólk þarf að fá bílalán hjá Trygg-
ingastofnun er ætlast til að það hafi
örorkumat (50% — 65% — 75%).
Vegna foreldra fatlaðra barna er skilyrði
að hafa örorkumat.
4. Ef fólk sækir um bifreiðastyrk (áður
tollaeftirgjöf) er spurt um örorkumat
frá Tryggingastofnun.
P.s. Sjúkratrygging á að:
1. Tryggja samlagsmönnum ókeypis vist
á stofnunum sem Tryggingastofnun
ríkisins hefur samning við.
2. Fái hjúkrun — læknishjálp — lyf—og
aðra þjónustu sem veitt er á viðkom-
andi stofnun (sjá gr. 42 í almtr,-
lögum).
Varðandi tannlækningar nægir að vera á
sjúkratryggingu til að fá 100% endur-
greitt.
Kristín Jónsdóttir
„Efni til umhugsunar"
Reglur um ferðaþjón-
ustu fatlaðra
1. Ferðaþjónusta fatlaðra er ætluð til
afnota fyrir þá fbúa í Reykjavík,
Kópavogi og á Seltjarnarnesi, sem
eru:
a. Bundnir hjólastól
b. Blindir og geta eigi notað önnur
flutningatæki.
c. Hreyfihamlaðir vegna aldurs og
fötlunar.
2. Ferðir til vinnu, skóla og lækninga
ganga fyrir öðrum ferðum.
3- Fjöldi ferða til annarra einkaerinda er
takmarkaður við 18 ferðir í mánuði
hjá hverjum notanda.
4. Bílarnir eru 4 á daginn og 2 halda
áfram á kvöldin.
Virka daga kl. 7.30 — 17.30 og 17.30
— 24.00
Laugardaga: 8.30 — 24.00
Sunnudaga: 10.00 — 24.00
5. Fastar ferðir eru bundnar við atvinnu
og nám og skal gera sérstakt sam-
komulag um þær milli forsvarsmanna
FÞF og þess, sem þjónustunnar nýtur.
Eigi er skylt að veita hverjum not-
anda fleiri ferðir en sem nemur tveim
ferðum pr. vinnu- eða skóladag.
Aðrar ferðir skal panta með sólar-
hrings fyrirvara.
6. Þeir, sem njóta þjónustu FÞF, skulu
hafa tilskilin skírteini, sem FÞF gefur
út. Skírteini eru tvenns konar, annars
vegar ársskírteini og hins vegar skír-
teini, sem gefin eru út til skemmri
tíma.
Sækja skal um skírteini á þar til gerð-
um eyðublöðum, sem fást á skrifstofu
Sjálfsbjargar.
7. Sérstök farmiðakort fyrir aldraða og
öryrkja gilda varðandi þjónustu FÞF.
Verð þeirra er hið sama og á farmiða-
kortum hjá S.V.R.
Sýna þarf ferðaþjónustuskírteini, ef óskað
er, við kaup farmiðakorta.
Ferðaþjónustan er til húsa í Hátúni 12
og síminn er 12312.
K.J.
11