Alþýðublaðið - 30.12.1919, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 30.12.1919, Blaðsíða 1
Alþý ðublaðið Greíið út aí Alþýduílokkunm. 1919 Þriðjudaginn 30. desember 52. tölubl. Hvað er sá maður? í Vísi 11. nóv. er kosningagrein ®aeð fyrirsögninni „Skift um*. Er tnín aðallega árás á Ólaf Friðriks- ®on, sumpart ásökun um að hafa skift um skoðun í fossamálinu, sumpart fyrir að vera „leiksoppur auðvaldsins* og fyrir að hafa vilj- að láta bæinn kaupa flsk af tog- ^aranum „íslending*. Þetta um skoöanaskiftin þarf ©kki frekar að ræða. Það er búið að sýna fram á það hér i blaðinu hve tilhæfulaus uppspuni það var hjá Jakob Möller, og að Jakob al- drei með einu orði reyndi að sýna fram á í hverju skoðanaskiftin væru falin. En hitt atriðið hefir ©kki verið rætt hér áður og skal i>að nú gert hér, mest til þess að 3ýsa árásaraðferðum Jakobs Möller. Á bæjarstjórnarfundi 15. sept- ©mber í haust fluttu Jón Bald- ■vinsson, Ólafur Friðriksson, Krist- Ján Guðmundsson og Forv. Þor- ^arðsson svohljóðandi tillögu: aBæjarstjórn samþykkir að fela horgarstjóra að leitast fyrir um 'S»að, hvort ekki sé unt að fá eitt- hvert botnvörpuskipanna til þess að flska handa bæjarbúum næstu mánuði.* Tillaga þessi var samþykt í einu ■íiljóði. Mál þetta kom aftur fyrir bæj- arstjórn á aukafundi, sem haldinn var á skrifstofu borgarstjóra 27. september. Fyrir fundinum lá dýr- tíðarnefndarfundargerð dags. 26. sept. og hljóðaði 1. liður hennar þannig; •Borgarstjóri skýrði frá því, að liann hefði leitast fyrir hjá útgerð- armönnum um J^vort þeir vildu láta botnvörpung veiða til matar fyrir bæjarmenn á' þessu hausti, '°S að einn útgerðarmanna, Elías Stefánsson, hefði boðist til að láta skiPið „íslending* flska handa bæn- nsestu þrjá mánuði, gegn því að bærinn sjái skipinu fyrir kol- JOanósverzíunin. ^ffcréur íoRaé mgna vorufaíningar éag~ ana 1. fií janúar nœsfRomanéi. ir FBiliiipr til Landsverzlunarinnar fyr- ir árið 1919 sendist í síðasta lagi fyrir 12. j anúar n. k. Landsverzlunin. um til veiðanna fyrir 100 kr. smá- lestina. Gerir hann ráð fyrir að það verði til jafnaðar 3 smálestir á dag.“ Vegna þess hve fáir voru á dýr- tíðarnefndarfundinum var málið lagt fyrir bæjarstjórn án þess að nefndin gerði tillögu í málinu. En á fyrnefndum bæjarstjórnarfundi gerði settur borgarstjóri Ólafur Lárusson prófessor þá tillögu, að gengið væri að tilboðinu. Eftir nokkrar umræður um það hvort þörf væri á þessum flski fyrir bæjarmenn, og hvort rétt væri að setja bæinn í þann kostnað sem af þessu hlaut að leiða (á að gizka 10 þús. kr. á mánuði), var tillaga borgarstjóra samþykt með 4 at- kvæðum gegn 2. Alls voru níu á fundi auk borgarstjóra, sem ekki greiddi atkvæði, en tveir Sjálfstjórn- armenn treystu sér ekki til þess að greiða atkvæði, þar eð Jón Þor- láksson mælti fast á móti því að setja bæinn í þennan kostnað. Inga L. Lárusdóttir gekk. af fundi rétt fyrir atkvæðagreiðsluna. Til þess að hafa -framkvæmd í málinu var kosin þriggja manna nefnd og hlutu kosningu borgarstjóri, Kr. V. Guð- mundsson og Sigurður Jónsson. Þar eð hér var um útgjöld að ræða fyrir bæjarsjóð, þurfti tillaga borgarstjóra að samþykkjast á tveim fundum. Fiskkaupamál þetta kom því til annarar umræðu á bæjar- stjórnarfundi 2. október. Urðu þá á ný um það miklar umræður og snérust þær nær eingöngu um það hvort þörfln fyrir fisk væri svo mikil, að það borgaði sig fyrir bæjarfélagið að kosta allmiklu fé til þess að'fá fiskinn. Enginn tal- aði orð í þá átt aö tilboð þetta væri ósanngjarnt af útgerðarmanns- ins hálfu, heldur þvert á móti, því eftir áeggjun Þorv. Þorvarðssonar, lét Jón Ólafsson, sem álitið var að væri sérfróður á þessu sviði, þá skoðun í Ijósi, að tilboðið væri sanngjarnt, enda var öllum bæjar-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.