Alþýðublaðið - 30.12.1919, Blaðsíða 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
cIshnzRa
smjöríiÉið
er eina smjörlifiið sem noífiœfí er í góéar fiöfiur. Pað Jœsí
fija ölíum fiaupmönnum. cMunið það, fíúsmœður!
sMtíiar
nauðstfttjavörur
fáið þér beztar og ódýrastar í
Æaupfiíagi verfiamannaf
Laugaveg 22 A. Sími 728.
aldrei verið neitt svipuð því og
viðgengst hér hjá okkur á Þing-
völlum.
jKðii konungur.
Eftir Upton Sinclair.
(Prh.).
Hann stal þeim handa drykkju-
bræðrum sínum og félögum eða
þeim, sem á einhvern hátt komu
sér í mjúkinn hjá honum.
„Eg vann í fimm daga að suð-
austanverðu", sagði Mike, „og
þegar eg hafði unnið þessa fimm
daga skuldaði eg fimtán cents.
Það er eins satt og eg sit hér.
Eg var komin niður á fjórtán
þumlunga þykt grjótlag. Svo eg
segi svona við biskupinn — það
er umsjónarmaðurinn. — Viljið
þér borga nokkuð þetta grjót?
Hvað er þetta? segir hann. —
Jú ef þér viljið ekki borga það
þá er eg ekkert að bjástra við
það. — Farðu til fjandans segir
hann, eg ætla að rjúka á hann,
en hann grípur ti! marghleyp-
unnar. Því næst fer eg til Cedor
Mountain og fæ vinnu hjá um-
sjónarmanninum þar. Hann segir
við mig: Þér getið verið í nr. 4.
Og hann segir: Það eru brautar-
stokkar og símar í nr. 3. Eg mun
borga yður þessa vinnu þegar
henni er lokið. Eg tek til starfa
og vinn til kl 12 Eg rogast með
alla stokkana yfir í nr. 4 og dreg
út alla nagla".
„Dróguð út naglana?“ spurði
Hallur.
„Já, maður fær aldrei almenni-
lega nagla og verður að bjargast
við gamla nagla, sem maður
■dregur út úr gömlu bútunum. —
Síðan segi eg við hann: Hvað
viljið þér nú borga mér það, sem
eg hefi unnið hálfan daginn? Og
hann segir: Þér hafið ekki höggið
nein kolin enn. En þá 'segi eg:
Þér lofuðuð að börga það sem
eg flytti brautarstokkana og drægi
út naglana. Hann segir: Félagið
borgar aldrei „ónýta vinnu". Það
vitið þér vel. — Og það var alt
og sumt.“
„Og þér fenguð engin laun?“
„Ekki hætishót. í kolanámun-
um fer alt að vilja formannsins".
Messur um áramótin.
I—
damalárskyöld verður messað
í Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 6 síðd.
af síra Ólafi Ólafssyni.
í Fríkirkjunni í Hafnarfirði kl.
9 síðd. sr. Ól. Ól.
í Dómkirkjunni kl. 6 síðd. síra
Bjarni, aftansöng, cg bl. llVs Sig.
Ástv. Gíslason, sömuleiðis.
Nýársdag messar, biskupinn kL
11 f. h. í Dómkirkjunni og síra
Friðrik Friðriksson kl. 5 síðd.
í Fríkirkjunni í Reykjavík á ný-
ársdag kl. 12 á hád. síra Ólafur
og,í Fríkirbjunni í Hafnarfirði kl.
6 síðd. sami.
Blaðið kemur ekki út á morg-
un vegna þess, að prensmiðjunni
verður lokað svo tímanlega.
Belti af upphlut fundið.
Afgr. vísar á.
Brúnn flókahattur tapaðisfc
á annan í Jólum. Afgr. vísar á
eigandann.
ff’ærsluiíoki með ýmsu dóti
fundinn innarlega á Laugavegi.
Vitjist á Laugav 45 uppi.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
_______Ólafur Friðriksson.______
Prentsmiðjan Gutenberg.