Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.05.2020, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 20.05.2020, Blaðsíða 10
Soroptimistar styrkja Frú Ragnheiði á Suðurnesjum Soroptimistaklúbbur Keflavíkur færði á dögunum Frú Ragnheiði á Suður- nesjum, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, styrk að upphæð 200.000 króna. Vonir standa til að hægt verði að hefja starfsemina innan skamms en það verður gert um leið og Almannavarnir gefa grænt ljós. Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, verkefnastjóri Frú Ragnheiðar á Suðurnesjum, hélt erindi á maífundi Soroptimistaklúbbs Keflavíkur og fræddi systur um verkefnið. Í máli Jóhönnu Bjarkar kom fram að vitað hafi verið um þörfina á Suðurnesjum um nokkurt skeið og að unnið hafi verið að undirbúningi í rúm tvö ár. Jóhanna Björk, sem áður var sjálf- boðaliði í Frú Ragnheiði í Reykjavík, og Díana Hilmarsdóttir, forstöðu- maður Bjargarinnar - Geðræktar- miðstöðvar Suðurnesja, unnu þarfagreiningu sem samþykkt var af Rauða krossinum. Samkvæmt greiningu er áætlað að hátt í 40 manns þurfi á þjónustunni að halda á Suðurnesjum. Bíllinn mun fara um öll Suðurnes eftir þörfum og verður þjónustan í boði á mánudögum og fimmtudögum kl. 18:30–21:00. Markmið skaðminnkunarverk- efnisins er að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu, s.s. húsnæðislausra einstaklinga og einstaklinga sem nota vímuefni í æð og bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu. Í erindi Jóhönnu Bjarkar kom fram að þjón- ustan geti verið margs konar, ekki bara nálaskiptaþjónusta sem oftast er rætt um. „Við bjóðum þjónustu- þegum okkar einnig upp á mat, drykk og vítamín, ullarfatnað, svefn- poka og tjalddýnur, ásamt sálrænum stuðningi og samtali, skaðaminnk- andi leiðbeiningum og fræðslu, allt eftir ósk hvers og eins og þörfum. Við mætum skjólstæðingum okkar alltaf þar sem þeir eru og reynum að tengjast þeim. Við tölum alltaf fal- lega til þjónustuþega okkar sem oft þurfa að hlusta á mjög niðrandi orð um sig. Mér þykir ótrúlega vænt um þessa einstaklinga.“ Hjúkrunarfræðingur er alltaf á vakt í bíl Frú Ragnheiðar, ásamt sjálf- boðaliðum. Þá er læknir á bakvakt. Skaðaminnkunarverkefni (harm reduction) gengur út á að fyrirbyggja skaða og áhættu við notkun fíkni- efna í æð en ekki að fyrirbyggja sjálfa notkunina. Sem slíkt er það hluti af mannúðlegri nálgun við vímuefna- notkun og -vanda þar sem viður- kennt er að hluti af samfélaginu notar lögleg og/eða ólögleg vímu- efni. Í þeim hópi eru einstaklingar sem ekki geta né vilja hætta notkun vímuefna. Rannsóknir hafa sýnt að skaðaminnkandi inngrip draga úr neikvæðum og hættulegum afleið- ingum vímuefnanotkunar. Soroptimistar eru alþjóðleg sam- tök kvenna sem hafa það að mark- miði að stuðla að jákvæðri heims- mynd, þar sem samtakamáttur kvenna nær fram því besta sem völ er á. Soropti mistasystur beita sér m.a. fyrir að veita þjónustu í heima- byggð og vinna að mannréttindum öllum til handa. Verkefni Rauða krossins rímar því vel við markmið Soroptimista og eru systur í Kefla- víkurklúbbi stoltar af því að geta lagt þessu þarfa verkefni lið. Það var Svanhildur Eiríksdóttir, formaður klúbbsins, sem færði Jóhönnu Björk styrkinn. Til sölu gróðurmold sími 892-1164 Svanhildur Eiríksdóttir (t.h.), formaður Soroptimistaklúbbs Keflavíkur, afhendir Jóhönnu Björk styrkinn. 10 // VÍKURFRÉttIR á SUÐURNESJUM Í 40 áR Fimmtudagur 20. maí 2020 // 21. tbl. // 41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.