Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.05.2020, Blaðsíða 43

Víkurfréttir - 20.05.2020, Blaðsíða 43
Aðalfundur Krabbameinsfélags Suðurnesja Fimmtudaginn 28. maí 2020 kl. 19:30 á Park inn hótelinu Hafnargötu 57 í Reykjanesbæ Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar fyrir síðasta starfsár. 2. Endurskoðaðir reikningar fyrir síðastliðið reikningsár lagðir fram til samþykktar. 3. Kosningar (stjórn og skoðunarmenn reikninga). 4. Kosning formanns. 5. Sigríður Erlingsdóttir forstöðumaður fer yfir starfsemina hjá KS. 6. Önnur mál. 7. Ráðgjafi frá ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélags Íslands heldur erindi. Félagar og velunnarar Krabbameinsfélags Suðurnesja eru hvattir til að mæta. Stjórnin – Hver eru þín áhugamál og hefur ástandið haft áhrif á þau? „Mín áhugamál eru dans og jóga. Ég hef auðvitað ekki geta farið og stundað það meðan þetta stendur yfir. Félagslífið í skólanum er gott svo ég reyni að nýta það til að hitta vini og fara á alls konar viðburði, sem er auðvitað öllu aflýst núna. Það er ekki margt sem maður getur gert en sem betur fer hefur veðrið verið gott og maður getur notið þess að vera úti í sólinni.“ – Hvað stefnirðu á að gera í sumar? „Ég var hér í Danmörku í fyrra yfir sumarið og það var yndislegt. Við ætlum að vera hér úti þar sem við erum bæði með vinnu hér. Vonandi náum við svo að fljúga heim og hitta fólkið okkar eitthvað í sumar. Annars reyni ég líka að plata alla að koma út til mín en það er ekkert skemmtilegra en að fá fjölskyldu og vini hingað út.“ – Hver voru plönin áður en veiran setti strik í reikn- inginn? „Ég var nú ekkert með mikil plön fyrir utan skólann. Ég ætlaði reyndar til Íslands í apríl, í tíu ára fermingarafmæli sem var svo frestað.“ – Hvernig hefur COVID-19 verið að hafa áhrif þar sem þú býrð? „Það er bara mjög svipað og heima, Danirnir voru reyndar fljótari að setja samkomu bannið á. Þeir hafa líka lokað land- inu sem gerir það auðvitað erfitt að ferðast heim, sem vana- lega er svo létt. Það var létt á samkomubanninu eftir páska þar sem leikskólar og grunnskólar opnuðu aftur ásamt hár- greiðslustofum og því um líkt. Það er ennþá lokað á veitinga- stöðum, líkamsræktarstöðvum og skemmtistöðum og öllum hátíðum í sumar hefur verið aflýst, eins og t.d. Hróaskeldu.“ – Hvernig hefur tilveran verið hjá þér undanfarnar vikur? Hefur margt breyst? „Já, mjög margt hefur breyst. Þetta tekur alveg á andlega, sér- staklega að geta ekki verið með fjölskyldunni. Ég er nýbúin í mjög stóru prófi, sem ég tók heima, búin að vera að undirbúa mig fyrir það síðastliðinn mánuð. Það er sameiginlegt rými hérna þar sem við búum en það brýtur aðeins upp á daginn að geta farið þangað niður að læra.“ – Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldr- inum? „Hversu mikilvægt það er fyrir samfélög að stuðla að öflugu vísindastarfi og heilbrigðiskerfi.“ vf is Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á VÍKURFRÉttIR á SUÐURNESJUM Í 40 áR // 43 Fimmtudagur 20. maí 2020 // 21. tbl. // 41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.